Nymphomaniac: Drungalega þunglynd en líka drepfyndin, átakanleg, erfið, falleg, grótesk, harmþrungin, sprellfjörug, útpæld, blaut, gröð og gáfuleg

Þórarinn Þórarinsson hjá Svarthöfða fjallar um Nymphomaniac: fyrri hluta Lars von Triers. Hann byrjar á að úthúða leikstjóranum almennt, en vendir svo kvæði í kross og segir myndina "skínandi dæmi um hvers Trier er megnugur þegar hann er í góðum gír."
Posted On 14 Feb 2014

Berlín 2014: “Snowpiercer” með Tómasi Lemarquis fær afbragðs dóma

Snowpiercer eftir s-kóreska leikstjórann Bong Joon-ho er meðal mynda á yfirstandandi Berlínarhátíð og fær þar góð viðbrögð.
Posted On 10 Feb 2014

Þversagnir nýbúans í “Svona er Sanlitun”

Svona er Sanlitun eftir Róbert Douglas verður brátt sýnd í kvikmyndahúsum í Kína. Terence Hsieh hjá vefnum The World of Chinese hefur birt umsögn um myndina og segir hana meðal annars lýsa ágætlega flóknum og mótsagnakenndum heimi nýbúans.
Posted On 07 Feb 2014

“Land Ho!” forðast klisjur segir IndieWire

Land Ho!, bandaríska indímyndin sem filmuð var hér á landi s.l. haust, fær fína dóma í IndieWire en myndin er nú sýnd á Sundance hátíðinni.
Posted On 20 Jan 2014

“Hross í oss”: Dýrðleg og djörf kvikmyndagerð

Joshua Brunsting, einn gagnrýnenda kvikmyndavefsins CriterionCast, skrifar um Hross í oss Benedikts Erlingssonar og sparar ekki stóru orðin.
Posted On 10 Jan 2014

“Hross í oss” hampað í Ameríku

"Myndir gerast ekki fágaðri og meira heillandi en þessi" segir í umsögn kvikmyndavefs Scott Feinberg.
Posted On 05 Jan 2014

“Mitty” slátrað í New Yorker – 42% skor á Rotten Tomatoes

Anthony Lane kvikmyndagagnrýnandi The New Yorker er ekki par ánægður með The Secret Life of Walter Mitty og segir hana takast að murrka lífið úr gullfallegri hugmynd án þess að skilja eftir sig nokkur ummerki.
Posted On 19 Dec 2013

Einstök frumraun segir Screen um “Hross í oss”

Mark Adams aðalgagnrýnandi Screen segir hana hafa allt til að bera til að njóta velgengni á markaði listrænna kvikmyndahúsa.
Posted On 17 Dec 2013

Gagnrýni | Paradís: Von

Atli Sigurjónsson fjallar um þriðju myndina í Paradísarþríleik Ulrich Seidl; Paradies: Hoffnung (Paradís: Von). "Myndinni tekst best upp sem einhvers konar lýsingu á gelgjuskeiðinu."

Segir “Hross í oss” drepfyndna og sýna eitthvað alveg nýtt og öðruvísi

Fernando Gros hjá vefsíðunni The Society for Film segist ekki hafa hlegið svona hátt og oft árum saman.
Posted On 24 Nov 2013

XL á Írlandi: “Lísa í Undralandi í yfirstærð”

Írskur gagnrýnandi kallar myndina "skriðbrautarferð til helvítis" og talar um "einstaka sýn sem skeri myndina frá hefbundnum íslenskum kyrrstöðumyndum."
Posted On 21 Nov 2013

Já, þær eru bestar

Jónas Knútsson kvikmyndafræðingur og handritshöfundur fór óvart á Við erum bestar og komst að því að þær stelpurnar eru einmitt það! "Hér er frómt frá sagt á ferð ein skemmtilegasta og gjöfulasta bíómynd síðari ára."
Posted On 08 Nov 2013

Gagnrýni | Paradies: Glaube

Atli Sigurjónsson fjallar um aðra myndina í Paradísarþríleik Ulrich Seidl; Paradies: Glaube. "Alls ekki slæm mynd í heildina og inniheldur margar mjög sterkar senur, auk þess sem hún er oft fyndin. En Seidl nær bara ekki að mynda nógu sterka heild og sagan er ekki nógu sannfærandi."

Gagnrýni | Vi är bäst!

Helga Þórey Jónsdóttir fjallar um nýjustu mynd Lukas Moodysson: "Gefur öðrum myndum Lukas Moodysson ekkert eftir og er sérstaklega vel unnin. Aðburðarásin er dýnamísk og skemmtileg og hvert smáatriði á sínum stað."

Víðsjá um “Málmhaus” og “Hross í oss”

Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi Víðsjár fjallar um tvær nýjar íslenskar kvikmyndir: Málmhaus eftir Ragnar Bragason og Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson.
Posted On 18 Oct 2013

Hollywood Reporter um “Days of Gray”: Efnileg frumraun

John DeFore hjá The Hollywood Reporter skrifar umsögn um Days of Gray eftir Ani Simon-Kennedy.
Posted On 18 Oct 2013

Gagnrýni | Camille Claudel 1915

Að mörgu leyti mjög athyglisverð og vönduð mynd - en eitthvað vantar, segir Atli Sigurjónsson í umsögn sinni.

Morgunblaðið: “Málmhaus” eftirminnileg mynd og sjónrænt mjög sterk

Hjördís Stefánsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins gefur myndinni fjórar stjörnur.
Posted On 14 Oct 2013

“Málmhaus” vel tekið af gagnrýnendum

Klapptré birtir brot úr umsögnum Fréttablaðsins, DV, Kvikmynda og Pjatts.
Posted On 11 Oct 2013

“Hross í oss” kom skemmtilega á óvart

Stephanie Bunbury hjá The Sydney Morning Herald News skrifar lofsamlega um mynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss.
Posted On 10 Oct 2013

Gagnrýni | Málmhaus

"Áhrifarík mynd af því úrræðaleysi sem getur skapast innan fjölskyldna þegar sorgin ber óvænt að dyrum" segir Helga Þórey Jónsdóttir gagnrýnandi Klapptrés meðal annars í umfjöllun sinni.

Gagnrýni | Oh Boy!

Þetta er svona mynd sem manni ætti að leiðast en einhvernveginn gerist það ekki alveg. Niko er dálítið þjakaður af tilvist sinni og dálítið að kikna undir tilgangsspurningunni sem hann klunkast áfram með eins og fótajárn. Í einn dag og eina nótt sjáum við hann sveima. Norðurland er horfið og hann á hvergi heima. Hann er hættur í námi en lifir á peningum föðurs síns, það hefur gert honum sveimið kleift því það er eiginlega ekkert að hjá honum nema leti og leiði. Rauður þráður er leitin að kaffibolla sem stöðugt gengur honum úr greipum, sem og glíma við ferkantað fólk í einhverskonar valdastöðum – þetta rímar reyndar ágætlega við þann innri vanda sem hrjáir hann; flóttann frá afstöðu til

Gagnrýni | Only Lovers Left Alive (RIFF)

Meistari Jim Jarmusch er hér kominn með nýja mynd sem tekst að koma með ferska sýn á vampírumyndagreinina, sem maður hélt að væri ekki hægt að gera mikið meira með. Myndin fjallar um tvær vampírur, hjón að nafni Adam og Eve (Tilda Swinton og Tom Hiddleston) sem engu að síður búa í sitthvorum enda heimsins; hann í Detroit í Bandaríkjunum en hún í Tangiers, Marokkó. Það er sama og enginn söguþráður í þessari mynd heldur er hún frekar lýsing á því hvað felst í því að vera vampíra í nútímanum. Þær eru ekki vafrandi um göturnar að éta fólk heldur hafa þær fólk á snærum sínum sem “redda” þeim blóði. Það sem þær gera fyrst og fremst er að hanga í fylgsnum sínum, þar sem þær lifa í felum og óareitta

Variety hælir “Hross í oss” í hástert

Jay Weissberg hjá Variety skrifar um Hross í oss Benedikts Erlingssonar og er ekki að skafa utan af því: “Flabbergasting images and a delightfully dry sense of humor make “Of Horses and Men” a debut worthy of celebration. Stage and shorts helmer Benedikt Erlingsson reveals an astonishingly inventive eye and a sensitivity to the confluence of spirit between man and animal that’s impossible to capture in words, balancing desire and jealousy with the cycles of life and repping a boldly distinctive vision set in a quirky horse-riding community in the stunning Icelandic countryside. Iceland’s Oscar submission will be proudly trotted out at fests and deserves visionary distribs willing to ba
Posted On 02 Oct 2013