DV um „París norðursins“: Það er svo sorglegt og fyndið að vera manneskja

Björn Thors í París norðursins.
Björn Thors í París norðursins.

Kristján Guðjónsson hjá DV segir persónurnar í París norðursins í sífelldri glímu við að breyta rétt í heimi þar sem hið rétta er aldrei svo augljóst.

Kristján segir m.a.:

Umfjöllunarefnið er enn fremur það sama og í Á annan veg: tilfinningaflækjur nútímakarlmanna, tregða þeirra og vonleysislegar tilraunir til að tjá þær. Bestu brandararnir felast í þögninni og hikinu sem segir miklu meira en orðin. Takturinn er hægur og andrúmsloftið ljúfsárt. Hér eru það sonurinn, leikinn af Birni Thors, og ábyrgðarlausi pabbinn, leikinn af Helga Björns, sem þurfa að gera upp skuldir sínar. Tvö lífsviðhorf takast á, áhyggjulaust „þetta reddast“-viðhorf pabbans andstætt alvörugefnum tilraunum sonarins til að ná stjórn á eigin lífi. Báðir eru á einhvers konar endastöð. (Eru nöfnin Hugi og Veigar ekki of bókstafleg í þessu samhengi: of mikil hugsun, of miklar veigar?) Á einhvern hátt hefur hvor það upp á að bjóða sem hinn vantar, en það er kannski ekki fyrr en nautnafullt lífernið leiðir loks til geldingar föðurins, bæði táknrænt og bókstaflega, sem þeir geta loksins sæst við hvor annan og byrjað að takast á við sjálfa sig.

Huldar Breiðfjörð handritshöfundur og Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri teikna upp skrautlegt persónugallerí sem lífgar upp á dauft umhverfið. Sagan skilur mann samt eftir svolítið ringlaðan. Hvað er verið að reyna að segja mér með þessari sögu? Það er enginn augljós sigurvegari, enginn sterkur boðskapur sem ég get tekið frá París norðursins nema smámynd af meinfyndni mannlegrar tilveru.

Sjá nánar hér: Það er svo sorglegt og fyndið að vera manneskja – DV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR