Fbl./Vísir um „París norðursins“: Aðeins of óljós saga

Björn thors paris norðursinsLilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar um París norðursins fyrir Fréttablaðið og segir töku, leik og tónlist vel heppnaða – en hefur efasemdir um söguna:

Þessir góðu kostir Parísar norðursins skipta hins vegar ekki svo miklu máli því sagan heldur ekki. Hér er einhvers konar tilraun til að búa til úber-realíska mynd um líf í smábæ og tengsl fólksins sem þar býr. Hér er allt svolítið óljóst. Engar skarpar línur. Engir skarpir árekstrar. Engin skýr vandamál. Allt er svolítið bla. Og út af því að allt er frekar óljóst gerir það leikurunum erfitt fyrir að vita nákvæmlega hvert persónur þeirra stefna, hvað þær vilja og af hverju í ósköpunum þær gera það sem þær gera. Það gerir það svo að verkum að ég sem áhorfandi skil ekki neitt í neinu. Skil ekki af hverju þetta fólk er á Flateyri, hvaða hvatir búa að baki viðbrögðum þeirra og ákvörðunum og hvert myndin stefnir. Það er engin yfirvofandi hætta, yfirvofandi gleðitíðindi, yfirvofandi sorg. Það er akkúrat ekkert yfirvofandi og svo er myndin bara búin. Og skilur nákvæmlega ekkert eftir sig.

Sjá nánar hér: Vísir – Aðeins of óljós saga.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR