HeimEfnisorðVonarstræti

Vonarstræti

102 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2015

2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 15 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).

„Sjóndeildarhringur“ Friðriks Þórs til Toronto

Ný heimildamynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Sjóndeildarhringur, verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni og Þrestir Rúnars Rúnarssonar á San Sebastian eins og Klapptré hefur þegar sagt frá. Fúsi, Vonarstræti og finnsk/íslenska myndin The Grump taka einnig þátt í hátíðum haustsins. Fastlega má búast við að tilkynnt verði um aðrar myndir og hátíðir innan skamms.

„Vonarstræti“ sýnd í sænskum kvikmyndahúsum

Sýningar á Vonarstræti Baldvins Z hefjast í Svíþjóð á morgun. Njuta Films dreifir myndinni sem þegar hefur fengið góðar móttökur gagnrýnenda.

Þorsteinn Jónsson: Hvers vegna gerum við kvikmyndir?

Þorsteinn Jónsson leikstjóri heldur áfram að tjá sig um kvikmyndir, íslenskar sem erlendar, á vef sínum en Klapptré sagði frá skrifum hans fyrir um einu og hálfu ári. Nú hafa tíu kvikmyndir bæst við, þar á meðal íslensku myndirnar XL og Vonarstræti.

„Hross í oss“ og „Vonarstræti“ á Norrænni kvikmyndahátíð í Róm

Dagana 16. - 19. apríl verða fjórtán norrænar kvikmyndir sýndar á Nordic Film Fest í Rómarborg. Tvær íslenskar myndir verða sýndar, Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson og Vonarstræti eftir Baldvin Z. Finnska gamanmyndin Nöldurseggurinn, sem er íslensk minnihlutaframleiðsla, verður einnig sýnd ásamt sænsku kvikmyndinni Gentlemen, sem skartar Sverri Guðnasyni í viðamiklu aukahlutverki.

„Vonarstræti“ sýnd í Danmörku, fær ágætis umsagnir

Almennar sýningar á Vonarstræti hefjast í dönskum kvikmyndahúsum á morgun, en myndin er sýnd undir heitinu De små ting eða Litlu hlutirnir. Myndin fær almennt ágætar umsagnir í dönsku pressunni.

„Vonarstræti“ valin besta myndin á Febiofest í Prag

Vonarstræti Baldvins Z var valin besta myndin á Febiofest kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Prag í Tékklandi 19. – 27. mars. Myndin tók þátt í aðalkeppni hátíðarinnar er nefnist „New Europe“ og varð þar hlutskörpust gegn 11 öðrum kvikmyndum. Baldvin var sérstaklega boðið af aðstandendum á hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku.

Baldvin Z á mála hjá Paradigm umboðsskrifstofunni

Baldvin Z hefur gert samning við bandarísku umboðsskrifstofuna Paradigm. Variety skýrir frá þessu og nefnir einnig að hugmyndir séu uppi um að endurgera Vonarstræti í sjónvarpsþáttaformi.

Guðmundur Andri um „Vonarstræti“ og „París norðursins“

Guðmundur Andri Thorsson skrifar pistil í Fréttablaðið um Vonarstræti og París norðursins. Hann segir þá fyrrnefndu dregna stórum dráttum, allt að því melódramatíska og 19. aldarlega í rómantískri sýn sinni á ógæfu og synd en hina innhverfa og ísmeygilega.

„Tvíliðaleikur“ Nönnu Kristínar til Gautaborgar

Stuttmynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur, Tvíliðaleikur (Playing With Balls) verður sýnd á Gautaborgarhátíðinni sem fram fer 23. janúar til 2. febrúar. Myndin hefur áður verið sýnd á Toronto hátíðinni og RIFF síðastliðið haust.

34 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2014

Fjórtán íslenskar kvikmyndir hlutu alls 34 alþjóðleg verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim 2014 (33 verðlaun 2013). Hæst bera Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs til handa Hross í oss og Nordisk Panorama verðlaunin til heimildamyndarinnar Salóme. Báðar myndirnar eru verðlaunum hlaðnar, Salóme hlaut alls þrenn verðlaun á árinu en Hross í oss níu (auk þess hlaut Salóme áhorfendaverðlaun á Skjaldborgarhátíðinni og Hrossin fengu sex Eddur).

Ingvar Þórðarson í viðtali: „Verðum að segja íslenskar sögur“

Ingvar Þórðarson framleiðandi er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið um helgina. Þar er meðal annars farið yfir feril hans, rætt um stöðuna í kvikmyndagerð og verkefni framundan.

Von um Óskarstilnefningu?

Vonarstræti er talin eiga einhverja möguleika á að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna ef marka má Scott Feinberg sem sérhæfir sig í verðlaunaspekúleringum hjá Hollywood Reporter.

„Vonarstræti“ besta frumraunin á Tallinn Black Nights

Vonarstræti Baldvins Z var valin besta frumraunin á Tallinn Black Nights kvikmyndahátíðinni í Eistlandi. Myndin tók þátt í Tridens keppni hátíðarinnar, sem er ætluð fyrstu eða annarri kvikmynd leikstjóra frá Eystrasalts- og Norðurlöndunum. Að launum hlutu aðstandendur verðlaunagrip og 5000 evra vinningsfé sem leikstjóri og framleiðendur deila með sér.

„Vonarstræti“ vinnur aðalverðlaunin á Norrænum bíódögum í Lübeck

Hinum árlegu Norrænu bíódögum er að ljúka í Lübeck í Þýskalandi og rétt í þessu var tilkynnt að Vonarstræti eftir Baldvin Z. hefði unnið aðalverðlaun hátíðarinnar, NDR Film Prize.

Sex íslenskar bíómyndir í sýningum frá 31. október

Föstudaginn 31. október gerast þau undur að hvorki meira né minna en sex íslenskar bíómyndir verða í sýningum í kvikmyndahúsum; Borgríki 2, Afinn, París norðursins, Vonarstræti, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum og Grafir og bein. Tvær þær síðastnefndu verða frumsýndar þennan dag.

Greining | Á áttunda þúsund hafa séð „Borgríki 2“ eftir aðra sýningarhelgi

Borgríki 2 Ólafs de Fleur er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi. Alls sáu 1.375 myndina um helgina em alls 4.739 yfir vikuna. Heildaraðsókn frá upphafi nemur því 7.476 manns.

Greining | „Borgríki 2“ á toppnum eftir frumsýningarhelgina

Borgríki 2 Ólafs de Fleur átti ágæta frumsýningarhelgi, en alls sáu myndina 4.224 manns frumsýningarhelgina ef forsýningar eru meðtaldar. Myndin situr í efsta sæti aðsóknarlista SMÁÍS. Þetta er þriðja stærsta opnun íslenskrar kvikmyndar á árinu.

„Vonarstræti“ framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa valið kvikmyndina Vonarstræti sem framlag Íslands til Óskarsverðlauna á næsta ári.

„Hross í oss“ og „Vonarstræti“ í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Evrópska kvikmyndaakademían hefur tilkynnt um þær 50 myndir sem keppa munu um tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Tvær íslenskar myndir, Hross í oss og Vonarstræti, eru í hópnum.

Enn berast jákvæðar umsagnir um „Vonarstræti“ frá Toronto

Toronto hátiðinni er nú lokið, en enn berast fínir dómar um Vonarstræti. Alex Billington hjá bandaríska kvikmyndavefnum First Showing lýkur miklu lofsorði á myndina.

„Vonarstræti“ vel tekið í Toronto

Vonarstræti Baldvins Z tekur nú þátt í kvikmyndahátíðinni í Toronto og hefur fengið þar fínar viðtökur mestanpart eins og sjá má á ummælum ýmissa.

„Vonarstræti“ og stuttmyndirnar „Tvíliðaleikur“ og „Sjö bátar“ keppa á Toronto

Vonarstræti í leikstjórn Baldvins Z og stuttmyndinrar Sjö bátar eftir Hlyn Pálmason og Tvíliðaleikur eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur verða fulltrúar Íslands á Toronto hátíðinni sem hefst á fimmtudag.

„Vonarstræti“ til Toronto

Vonarstæti eftir Baldvin Z hefur verið valin til þátttöku á Toronto hátíðinni sem fram fer dagana 4.-14. september næstkomandi.

Stefnir í gott bíóár fyrir íslenskar myndir

Nú þegar árið er hálfnað er ljóst að 2014 verður ágætis bíóár - og raunar líklegt að það verði meðal þeirra bestu aðsóknarlega séð þegar horft er t.d. yfir síðastliðin 10-15 ár.

Greining | „Vonarstræti“ orðin stærsta mynd ársins

Lang tekjuhæsta mynd ársins samkvæmt lista SMÁÍS með tekjur uppá tæplega 55 milljónir króna. Verður væntanlega einnig aðsóknarmesta mynd ársins eftir næstu helgi.

Greining | „Vonarstræti“ á toppnum þriðju helgina í röð, komin í rúmlega 28 þúsund manns

Vonarstræti situr enn á toppi aðsóknarlistans þriðju sýningarhelgina og hefur þannig slegið út þrjár Hollywood stórmyndir í röð; Godzilla, X-Men: Days of Future Past og Edge of Tomorrow. Nú að lokinni þriðju sýningarhelgi hafa alls 28.030 manns séð myndina en alls sáu hana 11.157 manns síðastliðna viku, þar af 3.611 um helgina.

Birgir Örn Steinarsson: „Ógeðslega góð æfing í æðruleysi“

Birgir Örn Steinarsson, annar handritshöfunda Vonarstrætis, er í viðtali við Kjarnann í dag þar sem hann ræðir um samstarf þeirra Baldvins Z, vinnsluferlið og ferilinn.

Greining | „Vonarstræti“ komin að tuttugu þúsund manns

Ekkert lát er á aðsókn á Vonarstræti, en að lokinni annarri sýningarhelgi hafa tæplega 20.000 manns séð myndina. Hún situr áfram í efsta sæti aðsóknarlistans.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR