HeimEfnisorðGuðmundur Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson

BERDREYMI verðlaunuð í Stokkhólmi

Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson hlaut verðlaun fyrir besta handritið á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Stokkhólmi sem lauk um helgina.

BERDREYMI hlaut áhorfendaverðlaun í Mongólíu

Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar hlaut um helgina áhorfendaverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Ulaanbaatar Mongólíu (UBIFF), sem haldin var í 14. sinn í ár.

BERDREYMI framlag Íslands til forvals Óskarsverðlauna

Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson verður framlag Íslands til forvals Óskarsverðlauna 2023. Þetta var tilkynnt á Edduverðlaununum sem fram fóru í kvöld.

BERDREYMI fær tvenn verðlaun í Búlgaríu

Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar heldur áfram að sópa að sér verðlaunum. Um síðustu helgi hlaut hún áhorfendaverðlaun og verðlaun ungmennadómnefndar á Burgas Film Festival í Búlgaríu.

BERDREYMI fær verðlaun í Póllandi

FIPRESCI, Alþjóðasamtök kvikmyndagagnrýnenda, völdu Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem bestu kvikmyndina í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar Off Camera í Krakow í Póllandi.

Morgunblaðið um BERDREYMI: Ferskt íslenskt efni

"Það er frískandi að sjá þetta gráa og grimma borgarlandslag á bíótjaldinu," segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir meðal annars í umsögn sinni í Morgunblaðinu um Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar.

Guðmundur Arnar Guðmundsson: Við áttum ekki að sýna veikleika

Guðmundur Arnar Guðmundsson veigrar sér ekki við að taka á viðkvæmum málum í nýrri kvikmynd sinni, Berdreymi. Hann fer vítt um völl í viðtali við Björk Eiðsdóttur hjá Fréttablaðinu og ræðir meðal annars um skólakerfi sem þrengi að skapandi hugsun, innsæi, andleg málefni og eitraða karlmennsku.

Fréttablaðið um BERDREYMI: Töfra­raun­sæi í borg óttans

Þorvaldur S. Helgason segir í Fréttablaðinu að Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar sé einstaklega áhrifarík mynd sem mun án efa vekja athygli bæði innan sem utan landsteinanna.

BERDREYMI verðlaunuð á Berlinale

Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar hlaut í dag Europa Cinemas Label verðlaunin í Panorama flokknum á kvikmyndahátíðinni í Berlín.

Screen um BERDREYMI: Hrjúf en hrífandi þroskasaga

"Önnur kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar sýnir bæði blíðu og grimmd í heimi unglinga," skrifar Wendy Ide frá Berlínarhátíðinni í Screen um Berdreymi.

Eini nándarþjálfinn á Íslandi

„Það vill enginn lenda í óþægilegri stöðu. Það er heldur enginn að reyna það en það getur allt gerst ef það er ekki hugsað út í þessa hluti,“ segir Kristín Lea Sigríðardóttir, sem tekið hefur að sér að leiða unga sem aldna leikara í gegnum viðkvæmustu senurnar á tökustað. Anna Marsibil Clausen ræddi við hana í Lestinni á Rás 1.

BERDREYMI Guðmundar Arnars Guðmundssonar fær tæpar 17 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

Bíómyndin Berdreymi, sem framleidd er af Anton Mána Svanssyni, hlaut á dögunum rúmlega 16,8 milljónir króna frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Guðmundur Arnar Guðmundsson (Hjartasteinn) leikstýrir, en áætlað er að tökur hefjist í lok ágúst.

Ný mynd Guðmundar Arnars í burðarliðnum hjá Join Motion Pictures

Join Motion Pictures (Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson) sem nýverið frumsýndi Hvítan, hvítan dag eftir Hlyn Pálmason á Cannes við afar góðar undirtektir, undirbýr nú meðal annars næsta verkefni Guðmundar Arnars, Chicken Boy (Berdreymi).

„Hjartasteinn“ vinnur EUFA verðlaunin 

Tilkynnt var í dag að Hjartasteinn, hin margverðlaunaða kvikmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, myndi hljóta EUFA verðlaunin, European University Film Award. Myndin hefur unnið til sex verðlauna á undanförnum vikum, en þessi sjöundu eru jafnframt 45. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar. Engin íslensk bíómynd hefur hlotið jafn mörg verðlaun.

The Guardian um „Hjartastein“: Eldheitt unglingadrama

Peter Bradshaw skrifar í The Guardian um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar sem nú er sýnd í breskum kvikmyndahúsum og segir hana meðal annars eldheita ástarsögu með sterkum leik.

New Europe Film Sales selur „Vetrarbræður“ á heimsvísu, tekur þátt í keppni í Locarno

Sölufyrirtækið New Europe Film Sales annast sölu á væntanlegri bíómyndarfrumraun Hlyns Pálmasonar, Vetrarbræðrum. Myndin mun taka þátt í keppni á Locarno hátíðinni sem hefst í byrjun ágúst. Anton Máni Svansson og Guðmundur Arnar Guðmundsson hjá Join Motion Pictures meðframleiða.

„Hvalfjörður“ verðlaunuð í Nígeríu

Stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Hvalfjörður, var valin besta erlenda stuttmyndin á Real Time Film Festival í Nígeríu á dögunum. Myndin kom út fyrir fjórum árum og hefur nú unnið til alls 48 alþjóðlegra verðlauna, þar á meðal hlaut hún dómnefndarverðlaun á Cannes hátíðinni 2013.

„Hjartasteinn“ á stuttlista Lux-verðlauna Evrópuþingsins

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar er meðal tíu mynda sem eru á stuttlista Lux-verðlauna Evrópuþingsins. Tilkynnt verður um þær þrjár myndir sem ferðast um Evrópu í lok júlí.

„Hjartasteinn“ unnið til 37 alþjóðlegra verðlauna

Mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, Hjartasteinn, heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. Myndin vann á dögunum til verðlauna á Cinema in Sneakers Festival sem fór fram í Varsjá dagana 31. maí - 11. júní. Eins hlutu Baldur Einarsson og Blær Hikriksson verðlaun fyrir leik sinn á Art Film Fest Košice  sem fór fram í Slóvaíku dagana 16. -24. júní.

Spænsk og ítölsk verðlaun til „Hjartasteins“

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar var valin besta myndin á tveimur hátíðum um síðustu helgi, annarsvegar Festival MIX Milano á Ítalíu og hinsvegar Fire!! Mostra Internacional de Cinema Gai i Lesbià de Barcelona á Spáni. Blær Hinriksson, annar aðalleikaranna, var viðstaddur verðlaunaafhendinguna í Mílanó.

„Hjartasteinn“ komin með 30 alþjóðleg verðlaun

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar var  valin besta leikna myndin á Crossing Europe kvikmyndahátíðinni í Linz í Austurríki sem lauk um síðustu helgi. Í fyrrihluta apríl hlaut myndin samskonar verðlaun á Wicked Queer: The Boston LGBT Film Festival í Bandaríkjunum. Alls eru alþjóðleg verðlaun myndarinnar nú 30 talsins.

„Ártún“ fær fern verðlaun í Hong Kong

Stuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Ártún, hlaut fern verðlaun á Third Culture Film Festival í Hong Kong sem fram fór á dögunum. Verðlaunin voru veitt fyrir bestu myndina, besta leikstjóra, bestu myndatöku (Sturla Brandth Grøvlen) og besta leikara (Flóki Haraldsson).

„Hjartasteinn“ vinnur í Tékklandi

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar bætti enn einum verðlaunum í hnappagatið um helgina þegar myndin vann aðalverðlaun Febiofest hátíðarinnar í Prag í Tékklandi. Leikstjórinn veitti verðlaununum viðtöku.

„Hjartasteinn“ vinnur tvenn verðlaun í Belgrad

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar vann til tveggja verðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Belgrad í Serbíu, sem lauk í gær. Myndin hlaut bæði dómnefndarverðlaun hátíðarinnar og verðlaun fyrir bestu fyrstu mynd leikstjóra.

„Hjartasteinn“ fær tvenn Scope100 dreifingarverðlaun og tvenn verðlaun í Frakklandi

Hjarta­steinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson hlaut á dögunum Scope100 dreifingarverðlaunin í Portúgal og Svíþjóð sem tryggir myndinni dreifingu í báðum löndum. Myndin hlaut svo um helgina dómnefndarverðlaun ungmenna og sérstök verðlaun dómnefndar á Festival International du Premier Film d'Annonay í Frakklandi.

Gautaborg verðlaunar framleiðendur „Hjartasteins“

Framleiðendur Hjartasteins, Anton Máni Svansson, Lise Orheim Stender, Jesper Morthorst og Guðmundur Arnar Guðmundsson, fengu Lorens framleiðendaverðlaunin á Gautaborgarhátíðinni sem lýkur í dag.

„Hjartasteinn“ fær þrenn verðlaun í Frakklandi

Hjartasteinn vann til þrennra verðlauna á lokakvöldi Premiers Plans-kvikmyndahátíðarinnar í Angers í Frakklandi sl. sunnudag, en hátíðin var haldin í 28. sinn. Myndin hlaut aðalverðlaunin, áhorfendaverðlaunin og verðlaun ungu dómnefndarinnar.

Morgunblaðið um „Hjartastein“: Ber er hver að baki

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar í Morgunblaðið og segir hana einhverja sterkustu íslensku kvikmynd síðustu ára og algjörlega á pari með því betra sem er að gerast í evrópskri kvikmyndagerð um þessar mundir. Hún gefur myndinni fjóra og hálfa stjörnu af fimm.

„Hjartasteinn“ verðlaunuð í Tromsö

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar, hlaut Don Kíkóta verðlaunin sem FICC (International Federation of Film Societies) samtökin veittu á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tromsø í Noregi sem lauk 22. janúar. Guðmundur Arnar var viðstaddur hátíðina og veitti verðlaununum viðtöku.

Lestin á RÚV um „Hjartastein“: Saga sögð af miklu næmi

Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar í Lestinni á Rás 1 og segir hana allt í senn einlæga, næma og opinskáa.

Fréttablaðið um „Hjartastein“: Lágstemmd og heillandi þroskasaga

Tómas Valgeirsson skrifar um Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar í Fréttablaðið og segir meðal annars: "Styrkur hennar liggur í trúverðugu handriti, flottri kvikmyndatöku og öflugum leikurum. Það er eiginlega hálfgert kraftaverk hvað unga fólkið er traust og að heildarmyndin skuli vera svona tilgerðarlaus, áreynslulaus, manneskjuleg og heillandi." Hann gefur myndinni fjórar stjörnur.

Sýningar hefjast á „Hjartasteini“ í dag

Almennar sýningar hefjast í dag á Hjartasteini eftir Guðmund Arnar Guðmundsson. Sagan gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi og fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.

Aðalleikarar „Hjartasteins“ verðlaunaðir í Marokkó

Baldur Einarsson og Blær Hinriksson, sem fara með aðalhlutverkin í Hjartasteini Guðmundar Arnars Guðmundssonar, voru valdir bestu leikararnir á kvikmyndahátíðinni í Marrakech í Marokkó sem lauk um helgina.

Guðmundur Arnar ræðir við Variety um „Hjartastein“

Variety ræðir við Guðmund Arnar Guðmundsson leikstjóra og handritshöfund Hjartasteins, sem blaðið kallar ferska sýn á þroskasögubálkinn (coming-of-age). Variety lýsir því jafnframt yfir að með Guðmundi hafi nýr fulltrúi bæst í hóp næstu kynslóðar íslenskra kvikmyndagerðarmanna.

„Hjartasteinn“ verðlaunuð í Grikklandi og á Spáni

Hjartasteinn Guðmundar Arnars hlaut silfurverðlaun (Silver Alexander) alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Þessalóníku í Grikklandi, sem lauk um helgina Einnig vann hún til Ocaña frelsisverðlauna evrópsku kvikmyndahátíðarinnar í Sevilla á Spáni.

„Hjartasteinn“ vinnur aðalverðlaun Norrænna bíódaga í Lübeck

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar hlaut í kvöld aðalverðlaun 58. Norrænu kvikmyndahátíðarinnar í Lübeck. Kvikmyndin fetar í fótspor myndar Baldvins Z, Vonarstrætis, sem hlaut sömu verðlaun árið 2014 en þeim fylgir 12.500 evru verðlaunafé, eða rúmlega ein og hálf milljón króna.

Þrenn verðlaun til „Hjartasteins“ í Kiev

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar hlaut þrenn verðlaun á hinni nýafstöðnu Molodist kvikmyndahátíð í Kiev í Úkraínu. Myndin fékk áhorfendaverðlaun hátíðarinnar, FIPRESCI verðlaun samtaka gagnrýnenda og einnig hlaut Baldur Einarsson sérstaka viðurkenningu fyrir hlutverk sitt.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR