HeimEfnisorðRÚV

RÚV

Netflix til Íslands á seinni hluta ársins

Gert er ráð fyrir að opnað verði fyrir Netflix á Íslandi seint á árinu. Árni Samúelsson hjá Samfilm (Sambíóunum) staðfestir að samningar hafi tekist milli hans sem rétthafa og efnisveitunnar.

Greining | Áhorf á íslenskt efni í sjónvarpi 2014

Klapptré birtir nú fyrstur miðla tæmandi lista yfir áhorf á íslenskar bíómyndir, heimildamyndir , leikið sjónvarpsefni og stuttmyndir í sjónvarpi. Listinn nær yfir allt þetta efni sem birtist á íslensku sjónvarpsstöðvunum 2014.

Sjónvarpsáhorf hefur ekki minnkað, aðeins breyst

Valgeir Vilhjálmsson, markaðsrannsóknastjóri hjá RÚV, hefur gert athugasemd við fréttaskýringu Kjarnans um minnkað sjónvarpsáhorf sem Klapptré sagði frá. Valgeir bendir á að sjónvarpsáhorf hafi alls ekki minnkað jafn mikið og fram kom í fréttaskýringu Kjarnans. Hann byggir þar á gögnum Capacent sem heldur utan um mælingar á fjölmiðlaneyslu hér á landi.

Mikill samdráttur í sjónvarpsáhorfi

Miklar breytingar hafa átt sér stað í neyslu sjónvarpsefnis á undanförnum árum. Þannig hefur áhorf landsmanna á íslenskar sjónvarpsstöðvar dregist saman um 38 prósent frá árinu 2008 og um 46% þegar horft er á áhorf þeirra sem eru á aldrinum 12 til 49 ára. Þetta er hægt að sjá út úr fjölmiðlamælingum Capacent sem aðgengilegar eru á vefnum. Kjarninn fjallar um málið í fréttaskýringu.

Viðhorf | Nú verða (ekki) sagðar fréttir

Fyrirætlanir stjórnvalda um lækkun útvarpsgjalds virðast ætla að ganga eftir, þó ekki sé útséð enn hvernig það fari. Erfitt er að koma auga á skynsemina í þessu plani þegar búið er að skerða opinbera fjármögnun stofnunarinnar um fjórðung á undanförnum áratug þannig að henni er illkleift að standa við skyldur sínar samkvæmt lögum, segir Ásgrímur Sverrisson.

Stjórn RÚV varar við niðurskurðarhugmyndum

Komið hefur í ljós að frétt Morgunblaðsins um að RÚV fengi 400 milljónir króna til viðbótar á næsta ári er á misskilningi byggð. Líkt og stjórnvöld höfðu áður sagt verður útvarpsgjaldið lækkað á næsta ári og einnig því þar næsta, en látið renna óskert til RÚV. Stjórn RÚV hefur sent frá sér einstæða yfirlýsingu af þessu tilefni þar sem varað er eindregið við þessum hugmyndum.

Viðhorf | Hvað varð um sóknaráætlun skapandi greina?

Af einhverjum ástæðum bólar enn ekkert á svokallaðri sóknaráætlun skapandi greina sem forsætisráðherra kynnti í síðasta áramótaávarpi að kæmi fram á árinu. Ásgrímur Sverrisson rifjar upp ummæli forsætisráðherra og menntamálaráðherra um þetta mál.

RÚV fær allt útvarpsgjaldið

Boðaðar breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs fela meðal annars í sér að Ríkisútvarpið fái útvarpsgjaldið óskert en til þessa hefur hluti þess farið í annað. Framlag til RÚV á fjárlögum fer því úr fyrirhugðum 3.5 milljörðum króna í 3.9 milljarða. (Uppfært 3. desember: Ívitnuð frétt Morgunblaðsins er röng, RÚV fær ekki 400 milljónir króna til viðbótar.)

RÚV um „Salóme“: Frumleg og forvitnileg heimildamynd

Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um heimildamyndina Salóme í pistli á Víðsjá á Rás 1 Ríkisútvarpsins. Hann segir viðfangsefnið "skemmtilegan fýlupúka" og að eftir sitji frumleg og forvitnileg heimildamynd.

Viðhorf | Ríkisútvarp okkar allra – til framtíðar

"Við viljum sinna menningu þjóðarinnar enn betur en gert hefur verið, í útvarpi, sjónvarpi og á vef. Við erum staðráðin í að efla innlenda dagskrárgerð. Sér í lagi þarf að bæta framboð á íslensku leiknu efni og gæðaefni fyrir börn á íslensku enda verður á næstu árum gerð enn ríkari krafa um að Ríkisútvarpið bjóði nýjum kynslóðum Íslendinga upp á vandað íslenskt efni þegar erlent afþreyingarefni á erlendum tungumálum er á hverju strái," segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri meðal annars í pistli þar sem hann gerir grein fyrir sýn sinni á hvert RÚV skuli stefna og hvernig megi komast þangað.

Íslenskar kvikmyndir í kreppu?

Gagnrýnendur Djöflaeyjunnar, Hlín Agnarsdóttir og Gunnar Smári Egilsson, ræddu um íslenskar kvikmyndir í tilefni þess að á dögunum voru alls sex slíkar í sýningum á bíóunum. Þeim fannst heilt yfir frekar lítið til þessara mynda koma, nefndu flatar persónur, áberandi karllæga sýn og að handrit væru almennt ekki nógu áhugaverð.

RÚV um „Grafir og bein“: Of margar sögur í einu

Gunnar Theódór Eggertsson fjallaði um Grafir og bein í útvarpsþættinum Víðsjá á Rás 1 og segir myndina vilja segja aðeins of margar sögur í einu. "Handritið inniheldur ýmsar áhugaverðar hugmyndir [...] en myndin þjáist af því að fara í of margar áttir í einu og missa of mikinn fókus í leiðinni, þangað til á lokasprettinum. Myndin kann að vera með hjartað á réttum stað, en mér þótti hún einfaldlega hvorki nógu spennandi né ógnvekjandi á heildina litið."

Miklar breytingar á sjónvarpsáhorfi

Um helmingur þjóðarinnar horfði á spennuþættina Hraunið sem sýndir voru á RÚV. Það er svipað áhorf og undanfarinn, Hamarinn, hlaut 2009. Munurinn er þó sá að í tilfelli Hamarsins var nær allt áhorf við frumsýningu þáttar en aðeins um tveir þriðju horfðu á frumsýningar Hraunsins. Restin stundaði svokallað "hliðrað áhorf", horfði gegnum plússtöðvar, Sarp, Tímaflakk og Frelsi.

Viðhorf | Sjónvarp í almannaþágu

"Víðast hvar erlendis þegar Danmörku ber á góma eru leiknu þáttaraðir danska ríkissjónvarpsins það fyrsta jákvæða sem kemur upp í huga fólks. Þessi mikilvægi samfélagsspegill danskra er einnig þeirra mikilvægasta útflutningsvara síðustu ára. Víðtæk jákvæð áhrif þessa þarf ég ekki að tíunda hér. En gæði dansks sjónvarpsefnis er ekki tilviljun," segir Ragnar Bragason.

Viðhorf | Dönsk sjónvarpssería um Bráðamóttökuna?

"Af hverju skyldu Danir hafa náð svona langt? Það skyldi þó aldrei vera að í Danmörku ríki talsvert meiri skilningur á mikilvægi danskrar kvikmyndagerðar og sterkum ríkisfjölmiðli sem leggur rækt við menningarlega sérstöðu?," spyr Margrét Örnólfsdóttir formaður FLH.

Skarphéðinn: RÚV getur lært margt af dönsku leiðinni

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Sjónvarpsins segir í viðtali við Síðdegisútvarp Rásar 2 að stofnunin verði að standa sig betur við framleiðslu á að leiknu innlendu efni. Rætt var við Skarphéðinn vegna pistils Friðriks Erlingssonar um leikna innlenda dagskrárgerð sem Klapptré birti s.l. þriðjudag og vakið hefur mikla athygli.

Útvarpsstjóri segir óskert útvarpsgjald duga

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV, og Anna Bjarney Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri rekstrar, fjármála og tækni, sendu starfsmönnum fyrirtækisins tölvupóst í dag, þar sem þau tiltaka tíu staðreyndir varðandi fjárhagslega stöðu RÚV.

Viðhorf | Íslensk sjónvarpsþáttagerð – Danmörk: 14 – Ísland: 2

Friðrik Erlingsson skrifar um stöðu leikins íslensks sjónvarpsefnis og spyr meðal annars: "Hvað var að ‘Hrauninu’? Og hvað var að flestum íslenskum sjónvarpsseríum sem við höfum framleitt til þessa? Svarið er skelfilega einfalt: Það skortir alla sannfæringu. Sannfæring verður til þegar maður veit hver maður er. Ef ætti að skilgreina þjóðina út frá íslenskum sjónvarpsseríum þá sést undir eins að við höfum ekki hugmynd um hver við erum, hvert við ætlum, og ennþá síður – og það er eiginlega sorglegast – hvaðan við komum."

„Hraunið“ kostaði 200 milljónir

Þáttaröðin Hraunið kostaði um tvö hundruð millj­ón­ir í fram­leiðslu og hef­ur sýn­ing­ar­rétt­ur­inn verið seld­ur til í Nor­egs, Svíþjóðar, Finn­lands, Tékk­lands, Lett­lands, Belg­íu, Hol­lands og Lúx­em­borg­ar. Viðræður um fram­hald eru þegar hafn­ar, segir mbl.is.

„Hraunið“: kitlan er hér

Sjónvarpsþættirnir Hraunið í leikstjórn Reynis Lyngdal og eftir handriti Sveinbjarnar I. Baldvinssonar, eru væntanlegir í RÚV í lok september.

„Hvalfjörður“, „Borgríki“ og „Hreint hjarta“ á dagskrá Sjónvarpsins um páskana

Verðlaunastuttmynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar sýnd að kvöldi skírdags sem og glæpaþriller Ólafs Jóhannessonar, sigurvegari Skjaldborgarhátíðarinnar 2012 eftir Grím Hákonarson sýnd föstudaginn langa.

„Draumurinn um veginn“ sýndur í heild í Sjónvarpinu yfir páskana

Þessi heimildamyndabálkur Erlends Sveinssonar fjallar um pílagrímsgöngu rithöfundarins Thors Vilhjálmssonar til Santiago de Compostela á Norður-Vestur Spáni. Thor gengur inn í heim pílagrímavegarins og aðlagast honum eftir því sem á gönguna líður. Thor var áttræður þegar hann gekk þessa 800 kílómetra leið árið 2005 en hann lést 2. mars árið 2011.

Skarphéðinn Guðmundsson áfram dagskrárstjóri Sjónvarpsins

Skarphéðinn Guðmundsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Sjónvarpsins. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri tilkynnti þetta á fundi í Efstaleiti rétt í þessu.

Illugi Gunnarsson um RÚV: „Framleiðsla innlends efnis er aðalatriði“

Í seinni hluta viðtals Ásgríms Sverrissonar við Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra er rætt um málefni Ríkisútvarpsins. Hann segir meðal annars að stofnunin sé í fullum færum með að sinna lögbundnum skyldum sínum þrátt fyrir niðurskurðinn og telur einnig hugsanlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði sé horft til lengri tíma. Þá segir hann framleiðslu innlendrar dagskrár og sjálfstæði RÚV lykilatriði.

„Ern eftir aldri“: Myndin sem RÚV þorði ekki að sýna?

Vefurinn Wheel of Work fjallar um heimildamynd Magnúsar Jónssonar, Ern eftir aldri frá 1975, í tilefni sýninga á henni í Bæjarbíói. Í myndinni er lagt útaf sjálfsmynd þjóðarinnar í tilefni þjóðhátíðarinnar 1974. Haft er eftir Árna Bergmann rithöfundi að RÚV hafi ekki þorað að sýna myndina. Vefurinn gerir því skóna að þetta hafi verið af pólitískum ástæðum þrátt fyrir að RÚV hafi fjármagnað gerð hennar; myndin hafi með engu móti passað í sparifötin sem öllum var gert að klæðast á þessari sameiningarhátíð.

Viðhorf | RÚV endurnýjar samband sitt við þjóðina

Ráðagerðir Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra benda til þess að markmiðið sé að horfast í augu við veruleikann og freista þess að stilla upp nýju Ríkisútvarpi sem endurnýjar samband sitt við almenning gegnum sterka innlenda dagskrá um leið og það tekst á við fjölmiðlaumhverfi sem er að ganga í gegnum stórstígar breytingar. Þetta verður vandrötuð leið en vissulega þess virði að fara, segir Ásgrímur Sverrisson.

Magnús Geir sker upp RÚV

Nú er ljóst að Magnús Geir Þórðarson ætlar að láta hressilega til sín taka á upphafsdögum sínum sem útvarpsstjóri. Í dag tilkynnti hann að leggja ætti aukna áherslu á innlenda dagskrá, ná sérstaklega til yngri aldurshópa og efla nýmiðlun. Þá hefur hann sagt upp öllum deildarstjórum RÚV og verða stöður þeirra auglýstar á ný, auk þess sem undirbúningur er hafinn að flutningi í hagkvæmara húsnæði. Ennfremur á að opna samfélagslega umræðu um hlutverk og dagskrá RÚV og kappkosta að sú umræða skili sér í áherslum og stefnu fyrirtækisins.

Saga | Dagsljós fjallar um „Citizen Kane“ og klám

Klapptré komst yfir tvö stórskemmtileg innslög úr Dagsljósi Sjónvarpins þar sem fjallað er um Citizen Kane eftir Orson Welles annarsvegar og síðan spurt í seinna innslaginu hvað er klám? Við sögu koma Þorfinnur Ómarsson, Sigurður Valgeirsson, Oddný Sen, Gísli Snær Erlingsson, Hilmar Oddsson, Sigurbjörn Aðalsteinsson og fleiri.

Samkeppnin á íslenskum fjölmiðlamarkaði er alþjóðleg, segir Ari Edwald

DV heldur því fram að áskrifendur Stöðvar 2 séu á bilinu 23-27 þúsund og áskrifendur Skjásins í kringum 23 þúsund. Þá segir miðillinn að um 17% þjóðarinnar séu áskrifendur að Netflix, sem gerir yfir 54 þúsund manns. Rætt er við Ara Edwald, forstjóra 365.

„Amma“ hittir í mark á RÚV

Heimildamynd Gunnars Konráðssonar, Amma - saga Stellu Stefánsdóttur, var sýnd á RÚV s.l. sunnudagskvöld. Myndin hefur vakið mikla athygli og fengið mjög góð viðbrögð. Myndina má skoða á vef RÚV næstu vikur.

„Orðbragði“ beint að unga fólkinu

Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason fara yfir hugmyndirnar á bakvið þáttaröðina Orðbragð sem naut mikilla vinsælda á RÚV í vetur og er nú tilnefnd til Edduverðlauna.

„Framtíðin er björt,“ segir Magnús Geir

„Þetta leggst afskaplega vel í mig og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þessa skemmtilegu áskorun. Það eru ótal möguleikar í Ríkisútvarpinu og framtíðin er björt,“ segir verðandi útvarpsstjóri.

Magnús Geir Þórðarson ráðinn útvarpsstjóri

Það kemur væntanlega fæstum á óvart að Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri Borgarleikhússins hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins.

Um tilvist Ríkisútvarpsins

Magnús Ragnarsson aðstoðarmaður menntamálaráðherra skrifar grein í helgarútgáfu Fréttablaðsins þar sem hann ræðir um RÚV og hlutverk þess.

Áskorun stjórnar WIFT vegna ráðningar útvarpsstjóra

Í tilefni af yfirvofandi ráðningu nýs útvarpsstjóra RÚV hefur stjórn Wift sent stjórn RÚV ohf áskorun um að virða jafnréttislög við ráðningu í stjórnunarstöður og um leið rétta hlut kvenna innan stofnunarinnar.

Viðhorf | Páls tími Magnússonar og sýnin á RÚV

Hvernig útvarpsstjóri var Páll Magnússon? Hvernig birtist það í dagskránni, því eina sem í raun skiptir máli? Hvert stefnir RÚV nú þegar stjórnvöld eru (enn og aftur) að þrengja verulega að stofnuninni?

Ný frétt: Útvarpsstjóri hættir

Segir Páll: "Tel mig ekki njóta nægilegs trausts í stjórn Ríkisútvarpsins til að gegna stöðunni áfram með árangursríkum hætti á erfiðum tímum."

Níu dagar eftir af Örvarpinu

Örvarpið, örmyndahátíð RÚV á netinu, hefur verið í gangi síðan í haust og sýnt 11 myndir hingað til. 50 myndir hafa verið sendar inn og segja aðstandendur það framar öllum vonum.

Dagskrá RÚV skerðist vegna niðurskurðar

Nokkrir dagskrárliðir hverfa, öðrum fækkar og enn aðrir breytast og þynnast. Ekki flatur niðurskurður á dagskrá heldur verður forgangsraðað segir útvarpsstjóri.

Misheppnaður spurningaleikur á RÚV

Ragnar Þór Pétursson kennari skrifar á Eyjuna um Vertu viss, spurningaþátt RÚV. Hann telur þáttinn misheppnaðan og færir fyrir því fjórþætt rök.

Þingmaður býsnast yfir nýjum sjónvarpsþætti

Segist ekki vita hvaðan 10 milljónir í verðlaunafé komi, en segir jafnframt að kostun sé ekki heimil á RÚV og það sé með ólíkindum ef nota eigi skattfé almennings með þessum hætti. Löngu ljóst að Íslandsspil útvegar verðlaunafé. Kostun heimil á RÚV til áramóta, eftir það gilda takmarkanir skv. nýjum lögum.

Greining | Skerðing eða aukning? Veltur á útfærslunni

Mikið veltur á hvernig hugmynd menntamálaráðherra um breytingar á fjármögnun RÚV verður útfærð. Ýmislegt bendir til þess að um frekari skerðingu verði að ræða auk þess sem fé til kaupa á dagskrárefni frá sjálfstæðum framleiðendum minnkar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR