RÚV fær allt útvarpsgjaldið

RÚV húsið(Uppfært 3. desember: Ívitnuð frétt Morgunblaðsins er röng, RÚV fær ekki 400 milljónir króna til viðbótar.)

Boðaðar breytingar á fjárlagafrumvarpi næsta árs fela meðal annars í sér að Ríkisútvarpið fái útvarpsgjaldið óskert en til þessa hefur hluti þess farið í annað. Framlag til RÚV á fjárlögum fer því úr fyrirhugðum 3.5 milljörðum króna í 3.9 milljarða.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag (sjá frétt að neðan).

Fram kom í grein Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra fyrir skemmstu að stjórn RÚV hefði óskað eftir því að fá útvarpsgjaldið óskert til að fjármagna reksturinn og sinna lögboðnu hlutverki sínu.

Magnús Geir sagði meðal annars:

Stjórn RÚV hefur óskað eftir því að félagið fái útvarpsgjaldið óskert eins og kveðið er á um í útvarpslögum. Þannig mætti tryggja áframhaldandi öflugt Ríkisútvarp, með sambærilegar skyldur og hlutverk og verið hefur. Óbreytt útvarpsgjald dugir til að standa undir enn öflugri dagskrá og til að bæta dreifikerfið svo það nái til alls landsins. Ekki er þörf á að hækka útvarpsgjaldið frá því sem nú er eða veita sérstök fjárframlög til RÚV.

mbl-um-ruv-fjarlög-2015

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR