HeimEfnisorðBíó Paradís

Bíó Paradís

Bíó Paradís hlýtur hvatningarverðlaun ÖBÍ

Bíó Paradís hlaut í dag hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka en þau voru afhent við hátíðlega athöfn fyrr í dag. Fá þau verðlaunin fyrir frumkvæði að því að efla aðgengi fyrir alla með sérstöku tilliti til ólíkra hópa.

Bíó Paradís hugsað út frá fjölbreyttum þörfum

Unnið hefur verið að bættu aðgengi fyrir hreyfihamlaða í allri aðstöðu Bíó Paradísar og bíósýningar hafa verið aðlagaðar til að mynda fyrir blinda, heyrnarskerta og einhverfa. Einnig hefur verið boðið upp á sýningar á óhefðbundnum tímum fyrir þau sem vilja.

Samsöngssýning á KARLAKÓRNUM HEKLU í Bíó Paradís undir stjórn leikstýrunnar

Endurunnin útgáfa af Karlakórnum Heklu eftir Guðnýju Halldórsdóttur verður sýnd í Bíó Paradís á sérstakri samsöngssýningu í Bíó Paradís sunnudaginn 19. mars kl. 17.

Aðsókn eykst hjá Bíó Paradís

Bíó Paradís kom vel undan nýliðnu ári og framundan eru margvíslegir viðburðir. Í stuttri skýrslu er fjallað um stöðuna hjá bíóinu sem sett var á fót af fagfélögum kvikmyndagerðarfólks í landinu.

Uppgjör ársins 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur og Ragnari Bragasyni

Umræða um það helsta sem íslenski kvikmyndabransinn gekk í gegnum á árinu 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðanda, leikstjóra og stjórnanda Skjaldborgarhátíðarinnar og Ragnari Bragasyni leikstjóra, handritshöfundi og formanni Samtaka kvikmyndaleikstjóra.

Afmælissýningar á GUÐFÖÐURNUM

Í dag eru 50 ár síðan Guðfaðirinn eftir Francis Ford Coppola var frumsýnd í New York. Af þessu tilefni er myndin sýnd í nýrri stafrænni 4K útgáfu í Bíó Paradís, líkt og víða annarsstaðar.

Franska kvikmyndahátíðin bæði í Bíó Paradís og heimabíóinu

Franska kvikmyndahátíðin fer fram í tuttugusta og fyrsta sinn dagana 4.- 14. febrúar í Bíó Paradís. Hluti myndanna verður einnig í boði á efnisveitunni HeimaBíó Paradís. Opnunarmyndin er Sumarið '85 (Été 85) eftir François Ozon.

Innlendur bíó- og sjónvarpsannáll 2020

Þrátt fyrir heimsfaraldur og tímabundna lokun kvikmyndahúsa (sem að auki keyrðu á hálfum dampi út árið) var 2020 um margt merkilegt ár í íslenskri kvikmyndagerð.

Bíó Paradís vinnur að stofnun eigin streymisveitu

Í dag hefst norræn kvikmyndaveisla í Bíó Paradís í tilefni af kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Hægt verður að nálgast allar tilnefndar myndir á vef kvikmyndahússins en þar er unnið hörðum höndum að því að koma á fót streymisveitu.

Þegar Bíó Paradís opnaði fyrir tíu árum

Bíó Paradís er tíu ára í dag, 15. september, en bíóið opnaði þennan dag árið 2010. Hér er myndband sem gert var í tilefni opnunarinnar á sínum tíma, en höfundur þess er Arnar Sigurðsson.

Bíó Paradís opnar á ný með Skjaldborgarhátíðinni

Skjaldborgarhátíðin, sem átti að fara fram á Patreksfirði um verslunarmannahelgina síðustu, verður opnunarhátíð Bíó Paradísar helgina 18.-20. september.

Hrönn Sveinsdóttir um Bíó Paradís: Get ekki beðið eftir að opna aftur

„Við kunnum okkur ekki læti,“ segir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar í viðtali við Síðdegisútvarp Rásar 2. Í gær var tilkynnt að kvikmyndahúsið yrði opnað aftur í september.

Bíó Paradís opnar aftur í haust

Bíó Paradís mun hefja starfsemi að nýju í haust, en kvikmyndahúsið hefur verið lokað frá 24. mars vegna faraldursins. Fyrir lokunina hafði verið tilkynnt að bíóinu yrði lokað frá 1. maí vegna fjárskorts.

Hrönn Sveinsdóttir um stöðuna hjá Bíó Paradís

Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar er í ítarlegu viðtali við Reykjavik Grapevine þar sem hún fer yfir stöðuna hjá bíóinu þessa dagana og hvort möguleiki sé á að forða lokun í vor.

Europa Cinemas senda frá sér stuðningsyfirlýsingu við Bíó Paradís

Europa Cinemas, samtök 1232 listabíóa í 43 löndum, hafa sent borgarstjóra og mennta- og menningarmálaráðherra bréf þar sem lýst er yfir stuðningi við Bíó Paradís og hvatt til þess að forða bíóinu frá lokun.

Kvikmyndafræðinemar játa Bíó Paradís ást sína

Björn Þór Vilhjálmsson greinaformaður Kvikmyndafræðinnar í Háskóla Íslands hefur tekið saman fjölda ummæla nemenda Kvikmyndafræðinnar um Bíó Paradís og hvers virði bíóið er þeim.

Heimssamtök listabíóa styðja Bíó Paradís

CICAE, alþjóðleg samtök listabíóa, hafa sent frá sér skorinorða stuðningsyfirlýsingu við Bíó Paradís sem hefur tilheyrt þeim félagsskap um árabil. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að kvikmyndahús á borð við Bíó Paradís leggi fyrst og fremst áherslu á að þjóna samfélagi sínu en ekki að hámarka ágóða. Nú sé hætta á að bíóið verði fasteignabraski og græðgi að bráð. Jafnframt er minnt á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem veitt verða í Hörpu í desember næstkomandi og hversu mikilvægt sé að Bíó Paradís verði áfram heimili þeirra kvikmynda sem þar koma við sögu.

Evrópska kvikmyndaakademían: Það verður erfitt að útskýra lokun Bíó Paradísar fyrir gestum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Hörpu í desember

Í bréfi frá Marion Döring, framkvæmdastjóra Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, koma fram áhyggjur vegna þeirrar stöðu sem Bíó Paradís er í um þessar mundir. Döring segir það verða erfitt að útskýra fyrir gestum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, sem verða afhent í Hörpu í desember næstkomandi, að eina kvikmyndahúsið á Íslandi sem sinnir fjölbreyttri kvikmyndamenningu hafi verið lagt niður.

Baráttan um Bíó Paradís

Mikil viðbrögð hafa verið í samfélaginu við fréttum gærdagsins um fyrirhugaða lokun Bíó Paradísar. Hér verður farið yfir það helsta.

Ballaða um hnignun bíóhneigðar og Bíó Paradís

Sumarið 2009 skrifaði ég grein um íslenska kvikmyndamenningu og birti í Lesbók Morgunblaðsins. Fyrirsögnin var Ballaða um hnignun bíóhneigðar. Ég var að skrifa um þann grýtta menningarlega jarðveg sem íslenskar kvikmyndir yxu úr og óskaði mér einhvers betra. Greinin velti af stað atburðarás sem í stuttu máli leiddi til stofnunar Bíó Paradísar rúmlega ári síðar. Sú saga verður betur sögð við tækifæri, en í tilefni þess vanda sem nú steðjar að Bíó Paradís endurbirti ég þessar hugleiðingar.

„The Irishman“ verður sýnd í Bíó Paradís

The Irishman eftir Martin Scorsese verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 22. nóvember næstkomandi, en viku síðar kemur hún á Netflix sem stendur á bakvið gerð hennar. Það er óneitanlega tímanna tákn að nýjasta mynd eins fremsta leikstjóra Bandaríkjanna skuli sýnd í örfáum kvikmyndahúsum (og gjarnan listabíóum) um veröld víða í skamman tíma áður en hún kemur á efnisveitu.

Bergman hátíð í Bíó Paradís

Í tilefni hundrað ára ártíðar Ingmar Bergman stendur Bíó Paradís fyrir Bergman hátíð dagana 30. ágúst til 9. september. Sýndar verða fjórar myndir meistarans og einnig boðið uppá palborðsumræður um verk hans. Frítt er inn á allar sýningar og viðburði í boði sænska sendiráðsins.

Sumardagskrá Bíó Paradísar hafin

Bíó Paradís sýnir í sumar úrval bestu mynda ársins, nýjar og eldri íslenskar myndir með enskum texta, partísýningar halda áfram og þá verður sýnt frá öllum leikjum Íslands á HM, svo eitthvað sé nefnt.

Hrönn Sveinsdóttir um Bíó Paradís: Framtíðin er björt

Cineuropa ræðir við Hrönn Sveinsdóttur framkvæmdastjóra Bíó Paradísar um starfsemina og þær áskoranir sem fylgja því að reka kvikmyndahús sem leggur áherslu á listrænar kvikmyndir, klassíkina og tilheyrandi kvikmyndarómantík.

[Stikla, plakat] „Vetrarbræður“ opnunarmynd RIFF 2017, almennar sýningar í Bíó Paradís

Vetrarbræður Hlyns Pálmasonar verður opnunarmynd RIFF 2017, en Íslandsfrumsýningin verður í Háskólabíói fimmtudaginn 28. september kl. 18. Daginn eftir hefjast almennar sýningar á myndinni með íslenskum texta. Hlynur, Anton Máni Svansson framleiðandi og Maria von Hausswolff tökumaður verða viðstödd fyrstu sýninguna þar og svara spurningum í kjölfarið. Íslenskt plakat myndarinnar sem og stikla hafa verið opinberuð.

Lokað fyrir snemmbúna birtingu á „Out of Thin Air“ á Netflix, frumsýnd í Bíó Paradís 9. ágúst

Heimildamyndin Out of Thin Air sem fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin, verður frumsýnd í Bíó Paradís 9. ágúst. Í gær kom í ljós að myndin var fyrir mistök fáanleg á Netflix, þar á meðal á Íslandi, en búið er að loka fyrir birtingu. Hún verður opinberuð hjá streymisveitunni í lok september en áður, í byrjun septembermánaðar, verður hún sýnd á RÚV.

Guðmundar Bjartmarssonar minnst

Minningarsýning um Guðmund Bjartmarsson kvikmyndatökumann, sem lést fyrir skömmu, fer fram í Bíó Paradís fimmtudaginn 11. maí kl. 20. Sýnd verður kvikmynd Jóhanns Sigmarssonar, Óskabörn þjóðarinnar, en Guðmundur var tökumaður hennar. Á eftir sýningu verður Guðmundar minnst. Jóhann, Björn B. Björnsson og Hjálmtýr Heiðdal ásamt Þorsteini Helgasyni hafa einnig skrifað minningarorð um Guðmund og má lesa þau hér.

Fjöldi nýrra áhugaverðra mynda á Stockfish hátíðinni

Stockfish hátíðin hefst á morgun fimmtudag í Bíó Paradís. Opnunarmyndin er The Other Side of Hope eftir sjálfan Aki Kaurismäki sem  hlaut Silfurbjörninn á nýafstaðinni kvikmyndahátíð Berlinale fyrir bestu leikstjórn. Um 30 kvikmyndir eru sýndar á hátíðinni auk þess sem boðið er uppá fjölda viðburða þar sem kvikmyndir (og sjónvarpsefni) er reifað frá ýmsum sjónarhornum.

„Toni Erdmann“ opnar Þýska kvikmyndadaga í Bíó Paradís

Bíó Paradís og Goethe Institut í Danmörku standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í sjöunda sinn dagana 10. – 19. febrúar í samstarfi við Þýska sendiráðið. Að þessu sinni verða á boðstólnum sex nýjar myndir, en hátíðin hefst með hinni margumtöluðu Toni Erdmann í leikstjórn Maren Ade, sem meðal annars hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna.

[Stikla] Heimildamyndin „Brotið“ frumsýnd 13. október

Heimildamyndin Brotið eftir Hauk Sigvaldason, Stefán Loftsson og Maríu Jónsdóttur var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin er um mannskaðaveðrið í apríl 1963 á Norðurlandi sem tók 16 mannslíf og áhrif þess á samfélagið á Dalvík.

„Sundáhrifin“, „Ransacked“, „Pale Star“ og „InnSæi“ sýndar áfram í Bíó Paradís

Fjórar íslenskar kvikmyndir sem frumsýndar voru á RIFF halda áfram í sýningum í Bíó Paradís. Þetta eru heimildamyndirnar Ransacked og InnSæi ásamt bíómyndunum Sundáhrifin og Pale Star.

„Garn“ í Bíó Paradís

Sýningar á heimildamyndinni Garn eftir Unu Lorenzen hefjast í Bíó Paradís á morgun, 9. september. Heather Millard og Þórður Jónsson framleiða.

Sérstök sýning á „Where To Invade Next“, Michael Moore svarar spurningum eftir sýningu

Bíó Paradís stendur fyrir sérstakri kvikmyndasýningu á nýjustu mynd Michael Moore, Where to Invade Next, kl. 16:00 föstudaginn 29. júlí. Ókeypis er inn og allir velkomnir. Hluti myndarinnar var tekin var upp hér á landi síðastliðið vor. Að sýningu lokinni verða lifandi umræður í gegnum Skype með sjálfum Michael Moore, stjórnanda myndarinnar.

Bíó Paradís leitar vildarvina

Bíó Para­dís er að leita að nýj­um vin­um um þess­ar mund­ir og verður nafn þess er gef­ur kvik­mynda­hús­inu 67 þúsund krón­ur grafið á sæt­is­bakið í ein­um bíósaln­um. Þá verður bíósal­ur núm­er þrjú nefnd­ur í höfuðið á þeim sem gef­ur 1,3 millj­ón­ir króna.

Bíó Paradís: Áhorfendum fjölgar milli ára, plakatasýning Svarta sunnudaga og nýtt hlaðvarp

Bíó Paradís hefur sent frá sér hlaðvarp sem kallast Paradísarpodcastið. Planið er að hlaðvarpið birtist vikulega og að fjallað verði um það sem er í gangi hjá kvikmyndahúsinu hverju sinni. Bíóið, sem nú er á sjötta starfsári, sendi nýlega frá sér tölur um aðsókn síðasta árs sem sýna um 48% aukningu í aðsókn milli ára.

Þýskir kvikmyndadagar í sjötta sinn í Bíó Paradís

Þýskir kvikmyndadagar hefjast í Bíó Paradís í sjötta sinn á föstudag. Sýndar verða sex nýjar myndir. Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar er í viðtali við Fréttablaðið þar sem hún fer yfir hátíðina.

Tilnefningar til Menningarverðlauna DV 2016 kynntar

Tilnefningar til Menningarverðlauna DV voru kynntar í dag. Bíómyndirnar Hrútar og Fúsi, heimildamyndirnar Hvað er svona merkilegt við það? og Öldin hennar og kvikmyndahúsið Bíó Paradís fá tilnefningar í flokki kvikmyndalistar.

Skjaldborgarbíó inn í 21. öldina

Aðstandendur Skjaldborgar – hátíðar íslenskra heimildamynda, vilja vekja athygli á söfnun sem nú stendur yfir á Karolinafund til kaupa á stafrænu sýningarkerfi fyrir Skjaldborgarbíó á Patreksfirði og munu standa fyrir góðgerðarsamkomu í Bíó Paradís þessu til stuðnings. Herlegheitin fara fram laugardaginn 28. nóvember milli 16-18.

Spurt og svarað með Jesper Morthost framleiðanda „Stille hjerte“ í Bíó Paradís mánudagskvöld, 20 frímiðar á myndina í boði

UPPFÆRT: Því miður er Bille August leikstjóri fastur við störf í Kína og verður því fjarrri góðu gamni í kvöld. Í staðinn mun framleiðandi myndarinnar, Jesper Morthost, svara spurningum eftir sýninguna. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt á morgun þriðjudag í Hörpu, en Stille hjerte er tilnefnd til verðlaunanna. Sýningin er semsagt í kvöld, mánudagskvöld, 26. október kl. 20. Frítt er á sýninguna.

Heimildamyndin „Jóhanna – síðasta orrustan“ frumsýnd

Bíó Paradís frumsýnir heimildamynd Björns B. Björnssonar, Jóhanna - síðasta orrustan, fimmtudaginn 15. október næstkomandi. Myndin segir frá síðustu mánuðum Jóhönnu í embætti forsætisráðherra Íslands.

Bíó Paradís tekur upp Bechdel prófið

Dögg Mósesdóttir formaður WIFT tók í dag við Bechdel verðlaununum fyrir hönd WIFT sem Bíó Paradís veitir í tilefni þess að bíóið hefur nú tekið up A-Rating kerfið þar sem allar kvikmyndir í sýningu verða Bechdel prófaðar.

Rússneskir kvikmyndadagar í Bíó Paradís

Dagana 10.-13. september verða Rússneskir kvikmyndadagar í Bíó Paradís í samstarfi við Sendiráð rússneska sambandsríkisins á Íslandi, Menningarmálaráðuneyti Rússlands, Northern Traveling Film Festival og GAMMA. Myndirnar verða sýndar á rússnesku með enskum texta.

Heimildamyndin „Ég vil vera skrítin“ frumsýnd 3. september

Heimildamyndin Ég vil vera skrítin (I Want to be Weird) verður frumsýnd í Bíó Paradís  kl. 20 fimmtudaginn 3. september næstkomandi. Stjórnandi myndarinnar er Brynja Dögg Friðriksdóttir og er þetta hennar fyrsta mynd í fullri lengd.

Bíó Paradís þakkar fyrir sig

Aðstandendur bíósins hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau þakka fyrir frábærar móttökur söfnunar sinnar á Karolina Fund þar sem safnað var yfir fjórum og hálfri milljón króna til að bæta aðstöðu fyrir hjólastólafólk í húsinu.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR