HeimEfnisorðKona fer í stríð (A Woman at War)

Kona fer í stríð (A Woman at War)

18 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2020

Íslenskar kvikmyndir hlutu alls 18 alþjóðleg verðlaun á Covid-árinu 2020. Alls fengu 6 bíómyndir, 2 heimildamyndir og 4 stuttmyndir verðlaun á árinu. 

Ísold, Halldóra og Davíð Þór verðlaunuð vestanhafs

Ísold Uggadóttir var valin besti leikstjórinn fyrir mynd sína Andið eðlilega á verðlaunahátíð Chlotrudis Society for Independent Film í Massachussets í Bandaríkjunum um liðna helgi. Halldóra Geirharðsdóttir var einnig valin besta leikkonan fyrir leik sinn í Kona fer í stríð og Davíð Þór Jónsson fékk einnig verðlaun fyrir tónlist í sömu mynd.

33 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2019

Íslenskar kvikmyndir hlutu alls 33 alþjóðleg verðlaun á árinu 2019. Hæst bera verðlaun til handa Ingvari E. Sigurðssyni fyrir Hvítan, hvítan dag í Cannes (Critics' Week) og aðalverðlaun dómnefndar unga fólksins í Locarno fyrir Bergmál Rúnars Rúnarssonar.

„Kona fer í stríð“ meðal bestu mynda ársins (hingað til) að mati Variety og Rotten Tomatoes

Það er ekki á hverjum degi sem íslensk kvikmynd er talin meðal bestu kvikmynda í heiminum þá stundina, en bæði Variety og Rotten Tomatoes setja Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson á lista sína yfir bestu myndir ársins hingað til.

„Kona fer í stríð“ með tíu Edduverðlaun

Edduverðlaunin voru afhent í Austurbæ föstudaginn 22. febrúar 2019. Kona fer í stríð hlaut alls 10 Eddur og Lof mér að falla fjórar. UseLess var valin heimildamynd ársins og Mannasiðir leikið sjónvarpsefni ársins. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur hlaut alls þrenn verðlaun, sem frétta- eða viðtalsþáttur ársins, sem sjónvarpsefni ársins að vali almennings og einn umsjónarmanna Sigríður Halldórsdóttir var valin sjónvarpsmaður ársins. Egill Eðvarðsson upptökustjóri og kvikmyndaleikstjóri hlaut heiðursverðlaun ÍKSA.

Davíð Þór Jónsson fær Hörpu

Davíð Þór Jónsson tónskáld hlaut Norrænu kvikmyndatónskáldaverðlaunin 2019 í Berlín í dag fyrir tónlist sína í kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð.

69 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2018

Íslenskar kvikmyndir hlutu alls 69 alþjóðleg verðlaun á árinu 2018. Hæst bera verðlaun verðlaun til Ísoldar Uggadóttur á Sundance hátíðinni fyrir bestu leikstjórn myndar af erlendum uppruna (Andið eðlilega) og Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs til handa kvikmyndinni Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson ásamt SACD verðlaununum í Cannes fyrir sömu mynd. Þá verður einnig að nefna Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason sem hlaut bæði dönsku Robert (alls 9 verðlaun) og Bodil verðlaunin (2) á síðasta ári.

Jodie Foster verður Dóra Wonder

Eða nákvæmara: Jodie Foster mun leikstýra og fara með aðalhlutverkið í endurgerð kvikmyndarinnar Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson þar sem Halldóra Geirharðsdóttir lék titilhlutverkið.

„Kona fer í stríð“ fær Lux verðlaunin

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hlaut í dag Lux verðlaun Evrópuþingsins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur þessi verðlaun sem hafa verið veitt árlega síðan 2007.

Halldóra Geirharðsdóttir tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir leik sinn í „Kona fer í stríð“

Halldóra Geirharðsdóttir hlýtur tilnefningu til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Kona fer í stríð eftir Bendikt Erlingsson. Tilnefningarnar voru kynntar í gær en verðlaunin verða veitt í Sevilla á Spáni 15. desember næstkomandi.

Aðsókn | „Kona fer í stríð“ nálgast 20 þúsund gesti í kjölfar Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Sýningar eru hafnar á ný á kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, sem hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs á dögunum sem og fern verðlaun í Lubeck. Myndin nálgast 20 þúsund gesta markið. Rúmlega 51 þúsund hafa nú séð Lof mér að falla og Undir halastjörnu er komin yfir þrjú þúsund gesti.

„Kona fer í stríð“ vinnur þrennu

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur bætt þremur alþjóðlegum verðlaunum í safnið á síðustu dögum. Myndin var valin besta dramað og besta myndin á Byron Bay Film Festival í Ástralíu og Halldóra Geirharðsdóttir var valin besta leikkonan á Valladolid hátíðinni á Spáni.

Aðsókn | „Lof mér að falla“ með tæplega 47 þúsund gesti eftir sjöttu helgi, „Undir halastjörnu“ í 7. sæti

Undir halastjörnu eftir Ara Alexander er í 7. sæti aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Lof mér að falla er komin upp að Vonarstræti, síðustu mynd Baldvins Z, í aðsókn eftir sjöttu sýningarhelgi, en alls hafa tæplega 47 þúsund manns séð hana hingað til.

Aðsókn | Mikil aðsókn á „Lof mér að falla“

Lof mér að falla eftir Baldvin Z er áfram í efsta sæti aðsóknarlistans eftir aðra sýningarhelgi, en alls hafa um 23,500 séð hana hingað til, sem þýðir að yfir fimmtán þúsund manns sáu hana í síðustu viku.

Aðsókn | Stór opnunarhelgi hjá „Lof mér að falla“

Lof mér að falla eftir Baldvin Z er í efsta sæti aðsóknarlistans eftir helgina með vel yfir átta þúsund gesti. Þetta eru mun stærri opnunartölur heldur en á síðustu mynd Baldvins, Vonarstræti (2014).

„Undir trénu“ og „Kona fer í stríð“ í forvali Evrópuverðlauna

Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson eru báðar í forvali Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, en þar er að finna 49 bíómyndir og 15 heimildamyndir.

„Kona fer í stríð“ og „Vetrarbræður“ tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson og Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir hönd Íslands og Danmerkur. Tilnefningar voru kynntar í dag.

Fimm íslenskar bíómyndir og tvær þáttaraðir í alþjóðlegri dreifingu

Óvenju mikið af íslenskum kvikmyndaverkum eru í sýningum í kvikmyndahúsum á alþjóðlegum vettvangi um þessar mundir eða fimm talsins. Auk þess eru tvær þáttaraðir í víðri dreifingu á efnisveitum á evrópskum markaði.

„Kona fer í stríð“ tilnefnd til Lux verðlaunanna

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur verið tilnefnd til Lux verðlauna Evrópuþingsins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur tilnefningu til þessara verðlauna.

„Kona fer í stríð“ vekur sterk viðbrögð í Frakklandi

Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar hefur fengið afar jákvæðar umsagnir og góða aðsókn í Frakklandi en þar er hún nú sýnd í á þriðja hundrað kvikmyndahúsum.

Aðsókn | „Adrift“ nálgast tólf þúsund gesti eftir fimm vikur, „Kona fer í stríð“ nálgast fimmtán þúsund eftir átta

Adrift Baltasars Kormáks er með um ellefu þúsund og fimm hundruð gesti eftir fimmtu sýningarhelgi. Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson með um fjórtán þúsund og fimm hundruð gesti eftir áttundu sýningarhelgi.

Aðsókn | „Adrift“ nálgast ellefu þúsund gesti eftir fjórar vikur, „Kona fer í stríð“ með um fjórtán þúsund eftir sjö

Adrift Baltasars Kormáks er með tæpa ellefu þúsund gesti eftir fjórðu sýningarhelgi . Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson með tæpa fjórtán þúsund gesti eftir sjöundu sýningarhelgi.

„Kona fer í stríð“ á stuttlista LUX verðlaunanna

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson er meðal tíu mynda á stuttlista LUX verðlaunanna sem Evrópuþingið veitir. Myndirnar tíu eru nú kynntar á Karlovy Vary hátíðinni en þær þrjár sem hljóta endanlega tilnefningu verða kynntar í lok sumars.

Aðsókn | „Adrift“ nálgast tíu þúsund gesti, „Kona fer í stríð“ með yfir þrettán þúsund

Adrift Baltasars Kormáks er í með rúma 9,600 gesti eftir þriðju sýningarhelgi . Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson með yfir þrettán þúsund gesti eftir sjöttu sýningarhelgi.

Jón Viðar Jónsson um „Kona fer í stríð“: Mun lifa stutt og gleymast

Jón Viðar Jónsson gagnrýnandi fjallar um Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar á Fésbókarsíðu sinni og segir hana vonda mynd, löðrandi í pólitískum rétttrúnaði.

Aðsókn | „Adrift“ með tæpa átta þúsund gesti eftir aðra helgi, „Kona fer í stríð“ með yfir tólf þúsund eftir fimmtu helgi

Adrift Baltasars Kormáks er í með tæpa átta þúsund gesti eftir aðra sýningarhelgi . Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur nú fengið yfir tólf þúsund gesti eftir fimmtu sýningarhelgi.

Aðsókn | „Adrift“ í öðru sæti eftir opnunarhelgina, „Kona fer í stríð“ komin yfir tíu þúsund gesti

Adrift Baltasars Kormáks var frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum um síðustu helgi og er i öðru sæti aðsóknarlistans með rúmlega 4 þúsund gesti. Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur nú fengið um 10,600 gesti eftir fjórðu sýningarhelgi

Fréttablaðið um „Kona fer í stríð“: Rambó skellir sér í skautbúning

"Ofboðslega falleg kvikmynd þar sem heillandi myndmál, frábær leikur, falleg saga, meitlað handrit og mergjuð notkun tónlistar renna saman í náttúruafl," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar.

Morgunblaðið um „Kona fer í stríð“: Ævintýraleg upplifun

"Kona fer í stríð er ævintýri og að horfa á hana er ævintýraleg upplifun. Kvikmyndatakan er frábær, handritið er svakalega vandað og tónlistin er dásamleg, allt við kvikmyndina er í raun til fyrirmyndar," segir Brynja Hjálmsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins um þessa kvikmynd Benedikts Erlingssonar.

Lestin á Rás 1 um „Kona fer í stríð“: Kórstjóri umbreytist í ofurhetju öræfanna

Kvikmyndarýnir Lestarinnar, Gunnar Theódór Eggertsson, segir að Kona fer í stríð nýti sér kunnugleg stef úr spennu- og njósnamyndum á nýstárlegan hátt með því að færa þau inn í íslenska náttúru. Þrátt fyrir að náttúruvernd sé hluti af kjarna myndarinnar prediki hún þó aldrei yfir áhorfendum heldur sýnir þeim sannfærandi mynd af aktívísta sem tekur lögin í eigin hendur.

Helstu fagmiðlar velja „Kona fer í stríð“ og „Arctic“ meðal bestu myndanna í Cannes þetta árið

Cannes hátíðinni er lokið og uppgjör helstu fagmiðla liggja fyrir. Hollywood Reporter segir mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, vera meðal áhugaverðustu mynda hátíðarinnar og bæði Variety og Indiewire setja Arctic á lista sína yfir helstu myndirnar á Cannes þetta árið.

„Kona fer í stríð“ fær SACD verðlaunin í Cannes

Benedikt Erlingsson og Ólafur Egill Egilsson, handritshöfundar Kona fer í stríð, hlutu rétt í þessu SACD verðlaunin sem veitt eru í flokknum Critic's Week á Cannes hátíðinni. Verðlaunin eru veitt af samtökum handritshöfunda og tónskálda.

Dagbókarfærsla Benedikts daginn eftir frumsýningu í Cannes

Benedikt Erlingsson hefur sent frá sér aðra vídeódagbókarfærslu frá Cannes þar sem hann fer yfir viðbrögð gagnrýnenda við mynd sinni, Kona fer í stríð - og fer með dýran kveðskap ásamt Ólafi Egilssyni handritshöfundi.

Variety um „Kona fer í stríð“: Líkleg til að gera gott mót á heimsvísu

Variety hefur bæst í hóp annarra helstu kvikmyndamiðla sem gefa kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, hæstu einkunn. Jay Weissberg, gagnrýnandi miðilsins, spáir myndinni mikilli velgengni á veraldarvísu.

„Kona fer í stríð“ frumsýnd í Cannes

Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson var frumsýnd í dag á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hér má sjá myndbút af langvinnu lófaklappi eftir sýninguna, sem og vídeódagsbókarfærslu Benedikts frá í gær.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR