Í tilefni mikillar velgengni Dýrsins í Bandaríkjunum þessa dagana birtist hér uppfærður listi yfir þær kvikmyndir íslenskar sem fengið hafa mesta aðsókn í bíóum á heimsvísu.
Sýningar á þáttaröðinni Stella Blómkvist hefjast á Sundance Now streymisveitunni á morgun, 31. janúar, en veitan nær til Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Þá eru sýningar á Lói - þú flýgur aldrei einn hafnar í norskum kvikmyndahúsum og fer myndin vel af stað þar í landi.
Óvenju mikið af íslenskum kvikmyndaverkum eru í sýningum í kvikmyndahúsum á alþjóðlegum vettvangi um þessar mundir eða fimm talsins. Auk þess eru tvær þáttaraðir í víðri dreifingu á efnisveitum á evrópskum markaði.
Lói - þú flýgur aldrei einn í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar var frumsýnd í Frakklandi um þarsíðustu helgi og var myndin í tíunda sæti eftir þá helgi.
Adrift Baltasars Kormáks er með um ellefu þúsund og fimm hundruð gesti eftir fimmtu sýningarhelgi. Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson með um fjórtán þúsund og fimm hundruð gesti eftir áttundu sýningarhelgi.
Adrift Baltasars Kormáks er með tæpa ellefu þúsund gesti eftir fjórðu sýningarhelgi . Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson með tæpa fjórtán þúsund gesti eftir sjöundu sýningarhelgi.
Adrift Baltasars Kormáks er í með rúma 9,600 gesti eftir þriðju sýningarhelgi . Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson með yfir þrettán þúsund gesti eftir sjöttu sýningarhelgi.
Adrift Baltasars Kormáks er í með tæpa átta þúsund gesti eftir aðra sýningarhelgi . Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur nú fengið yfir tólf þúsund gesti eftir fimmtu sýningarhelgi.
Adrift Baltasars Kormáks var frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum um síðustu helgi og er i öðru sæti aðsóknarlistans með rúmlega 4 þúsund gesti. Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson hefur nú fengið um 10,600 gesti eftir fjórðu sýningarhelgi
Lói - þú flýgur aldrei einn í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar hlaut aðalverðlaun Alþjóðlegu barnamyndahátíðarinnar í Kristiansand í Noregi í dag. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar en hún tekur þátt í ýmsum hátíðum þessar vikurnar. Á undanförnum vikum hefur myndin verið tekin til sýninga í ýmsum löndum og er nú á topp tíu listum í Rússlandi, Mexíkó og Argentínu og hefur halað inn yfir 200 milljónir króna. Nú um helgina bætast fleiri lönd við.
Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson er áfram í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir fimmtu sýningarhelgi og er heildarfjöldi áhorfenda kominn að 30 þúsund manns.
Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson er nú í þriðja sæti aðsóknarlistans eftir fjórðu sýningarhelgi og er heildarfjöldi áhorfenda kominn að 28 þúsund manns.
Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson er í fyrsta sæti aðsóknarlistans þriðju helgina í röð og er heildarfjöldi áhorfenda kominn yfir 25 þúsund manns.
Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson heldur áfram að ganga vel í miðasölunni en nú hafa tæplega tuttugu þúsund gestir séð myndina, sem er áfram í efsta sæti aðsóknarlistans.
Víti í Vestmannaeyjum eftir Braga Þór Hinriksson fékk yfir tíu þúsund gesti á opnunarhelginni og er lang aðsóknarmesta myndin þessa helgina. Þetta er áttunda stærsta opnunaraðsókn á íslenska kvikmynd síðan mælingar hófust og næststærsta opnun síðastliðinna fimm ára.
Fullir vasar eftir Anton Sigurðsson hefur nú fengið tæplega sex þúsund gesti eftir aðra helgi. Lói - þú flýgur aldrei einn er komin yfir átján þúsund gesti eftir fimmtu sýningarhelgi.
Fullir vasar eftir Anton Sigurðsson fékk tæplega fjögur þúsund gesti á opunarhelginni og er í öðru sæti. Lói - þú flýgur aldrei einn hefur nú fengið yfir sextán þúsund gesti eftir fjórðu sýningarhelgi.
Friðrik Erlingsson handritshöfundur ræðir við Vísi um þá gagnrýni sem Lói - þú flýgur aldrei einn hefur fengið vegna framsetningar kvenpersóna sem og birtingarmyndar karllægra viðhorfa. Hann kallar þessar athugasemdir pínlegan þvætting.
Vilhjálmur Ólafsson skrifar um Lóa - þú flýgur aldrei einn í Engar stjörnur, gagnrýnendasíðu Kvikmyndafræði Háskólans. Hann segir heimssköpun myndarinnarbæði frumlegri og skemmtilegri en í ýmsum öðrum teiknimyndum, en kvenpersónur myndarinnar hefðu mátt eiga stærri þátt í framvindunni.
Þórarinn Þórarinsson hjá Fréttablaðinu segir Lóa - þú flýgur aldrei einn feykilega vel heppnaða teiknimynd, áferðarfallega, fyndna og spennandi. Hann gefur myndinni fimm stjörnur (að ósk 10 ára dóttur sinnar).
Teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn er frumsýnd í kvikmyndahúsum Senu í dag. Myndin hefur þegar verið seld til 55 landa en kostnaður nemur 1,1 milljarði króna. Árni Ólafur Ásgeirsson leikstýrir ásamt Gunnari Karlssyni og Ives Agemans. Friðrik Erlingsson skrifar handritið.
Áheyrnarprufur fyrir talsetningu teiknimyndarinnar Lói - þú flýgur aldrei einn fara fram í Smárabíói laugardaginn 21. október frá 10 til 14. Leitað er að strák á aldrinum 10-14 til þess að talsetja Lóa og stelpu á sama aldri til að talsetja Lóu.
Útlit er fyrir fjölda frumsýninga íslenskra kvikmynda í haust og á fyrrihluta næsta árs eða sextán bíómynda og að minnsta kosti átta heimildamynda í fullri lengd. Aldrei áður hafa jafn margar myndir verið tilbúnar eða á lokastigum vinnslu.
Teikinimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn verður kynnt kaupendum í Cannes nú í vikunni. ARRI Media International, sem annast sölu myndarinnar á heimsvísu, hefur tilkynnt um þrjár sölur nú á hátíðinni og hefur þá myndin verið seld til um 60 landa.
Kitla teiknimyndarinnar Lói - þú flýgur aldrei einn hefur verið opinberuð í tengslum við kynningu á verkinu erlendis. Hana má sjá hér. Áætlað er að myndin verði frumsýnd um næstu jól.
Á þriðja tug íslenskra kvikmynda og þáttaraða er nú á mismunandi stigum vinnslu, allt frá því að vera í fjármögnunar- og/eða undirbúningsferli til þess að vera nýkomnar út og í sýningum. Hér er yfirlit yfir nýjar og væntanlegar bíómyndir og sjónvarpsþáttaraðir á þessu og næsta ári, en nokkuð víst er að fleiri verkefni eigi eftir að bætast við.
Teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn hlaut rúmar 37 milljónir í styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum á dögunum. Verkefnið, sem er byggt á handriti Friðriks Erlingssonar og í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar og Gunnars Karlssonar, verður frumsýnt 2017. GunHil framleiðir.
Teiknimyndafyrirtækið GunHil hefur undirritað samninga við belgíska fyrirtækið Cyborn vegna framleiðslu á teiknimyndinni Lói - þú flýgur aldrei einn. Myndin verður ein allra dýrasta íslenska myndin sem gerð hefur verið, en frameiðslukostnaður hennar nemur rúmum milljarði króna.
Nýtt kynningarplakat teiknimyndarinnar Lói: þú flýgur aldrei einn (Ploey: You Never Fly Alone) hefur verið afhjúpað í tengslum við kvikmyndamarkaðinn í Cannes sem nú stendur yfir.
Klapptré hefur heimildir fyrir því að teiknimyndin Lói - þú flýgur aldrei einn hafi fengið vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð uppá 90 milljónir króna. Verkefnið hefur verið nokkur ár í vinnslu á vegum GunHil, fyrirtækis Hilmars Sigurðssonar og Gunnars Karlssonar, sem einnig stóðu að teiknimyndinni Þór - hetjur Valhallar.