"Ágeng og eftirminnileg períóða með nettum frávikum og skáldaleyfi þar sem öflugir leikarar, frábærir búningar, mögnuð tónlist og kvikmyndataka ásamt íslensku landslagi fara með áhorfendur í krefjandi en þakklátan rannsóknarleiðangur um hinstu rök mannlegrar tilveru," skrifar Þórarinn Þórarinsson um Volaða land Hlyns Pálmasonar í Fréttablaðið.
"Sérlega áferðarfögur vegamynd sem gerist mikið til á seiðandi mörkum ímyndunar og raunveruleika," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu um Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson.
"Hörkufín spennumynd og góð skemmtun á alþjóðlegan mælikvarða," segir Þórarinn Þórarinsson hjá Fréttablaðinu í umsögn um Napóleonsskjölin eftir Óskar Þór Axelsson.
"Einlæg, skemmtileg og hvetjandi mynd sem er einstaklega vel unnin," skrifar Birna Dröfn Jónasdóttir meðal annars í Fréttablaðið um Band eftir Álfrúnu Örnólfsdóttur.
"Sagan er marglaga og styrkleikarnir fleiri en veikleikarnir. Myndin er til þess fallin að ganga í breiðan hóp kvikmyndaunnenda heima og heiman og því er óhætt að mæla með henni fyrir næstu bíóferð," skrifar Nína Richter í Fréttablaðið um Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins.
"Vonandi verður hægt að finna gistingu handa öllum," segir Garðar Örn Úlfarsson í leiðara Fréttablaðsins um fyrirhugað kvikmyndastórverkefni og hækkun á endurgreiðslu. Hann bætir við: "Að minnsta kosti verða kvikmyndagerðarmenn sem eru að taka upp íslenskt efni ekki að þvælast jafn mikið fyrir og áður því framlag ríkisins í Kvikmyndasjóð til þeirra verður lækkað um 433 milljónir króna á næsta ári og verður 1.095 milljónir."
Guðmundur Arnar Guðmundsson veigrar sér ekki við að taka á viðkvæmum málum í nýrri kvikmynd sinni, Berdreymi. Hann fer vítt um völl í viðtali við Björk Eiðsdóttur hjá Fréttablaðinu og ræðir meðal annars um skólakerfi sem þrengi að skapandi hugsun, innsæi, andleg málefni og eitraða karlmennsku.
Þorvaldur S. Helgason segir í Fréttablaðinu að Berdreymi Guðmundar Arnars Guðmundssonar sé einstaklega áhrifarík mynd sem mun án efa vekja athygli bæði innan sem utan landsteinanna.
"Vel unnið og vandað raunsæisdrama um þöggun, áföll og úrvinnslu, og skartar gölluðum kvenpersónum sem er alltaf ánægjulegt," segir Nína Richter meðal annars í Fréttablaðinu um Skjálfta Tinnu Hrafnsdóttur.
"Heldur dampi í hasar og djóki þannig að þversagnakenndar tilraunir með íróníu týnast í dekkjareyk og kúlnahríð," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu um Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar.
Dýrið er stórundarleg og stórmerkileg lítil en samt svo stór kvikmynd sem stendur auðveldlega undir allri jákvæðu athyglinni með því að brenna sig svo seigfljótandi hægt inn í vitund áhorfandans að hann meðtekur möglunarlaust öll þau undur og stórmerki sem Valdimar og Sjón töfra fram, segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu.
"Magnað útlit og sterkur leikhópur ramma áhugaverða sögu svo vel inn að smávægilegir hnökrar hverfa sársaukalítið undir öskulagið," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um þáttaröðina Kötlu.
"Alveg ágætis gamanmynd sem rennur út í heldur ódýrar lausnir," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu um Saumaklúbbinn eftir Göggu Jónsdóttur.
"Vekur trega og gleði á víxl í einföldu en um leið margræðu listaverki sem er eitthvað annað og miklu meira en heimildarmynd í nokkrum hefðbundnum skilningi," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Hálfan álf eftir Jón Bjarka Magnússon.
"Snæfríður Ingvarsdóttir ber uppi margbrotið og ljóðrænt listaverk Kristínar Jóhannesdóttur, sem eins og endranær gerir miklar kröfur til áhorfenda sem líklega uppskera mest með því að reyna að skynja Ölmu frekar en skilja," skrifar Þórarinn Þórarinsson í fréttablaðið um Ölmu Kristínar Jóhannesdóttur.
"Öflugar leikkonur fara á kostum í sérlega bitastæðum hlutverkum í þáttaröðinni Systrabönd sem kallar á hámhorf þar sem forvitni um afdrif persóna vegur þyngra en undirliggjandi spennan í kringum glæpinn sem keyrir atburðarásina áfram," skrifar Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðið.
"Hvernig á að vera klassa drusla er hressandi og skemmtileg mynd sem gerir út á ærslagang og grín þar sem stelpurnar taka völdin, gefa staðalímyndum langt nef, og sýna svo ekki verður um villst að það er alveg hægt að vera klassa drusla," skrifar Edda Karitas Baldursdóttir í Fréttablaðið.
"Ráðherrann er svolítið reikull og rótlaus þar sem góð grunnhugmynd að fallegri pólitískri fantasíu líður fyrir hnökra í handriti, teygðan lopa og hæga framvindu en allt steinliggur þetta í mögnuðum endasprettinum þegar geðveikin tekur öll völd," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í Fréttablaðinu í umsögn sinni um þáttaröðina Ráðherrann.
"Virkilega vel gerðir, notalegir og skemmtilegir þættir þar sem harmur og grín vega hárfínt salt þannig að útkoman er eiginlega bara ógeðslega krúttleg," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um þættina Jarðarförin mín í leikstjórn Kristófers Dignusar Péturssonar.
Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson segjast hafa mætt ákveðnum efasemdum þegar þeir kynntu efni kvikmyndar sinnar, Síðustu veiðiferðarinnar, enda fjalli hún um miðaldra karlmenn í krísu. Þetta og margt annað ræða þeir í viðtali við Fréttablaðið.
"Sigur Hildar Guðnadóttur er sérkafli í afþreyingarmenningarsögunni og Parasite boðar jafnvel hvorki meira né minna en fall Hollywood og heimsmyndar brjáluðu Jókeranna," skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið og ræðir nýliðin Óskarsverðlaun við Ásgeir H. Ingólfsson og Hrönn Sveinsdóttur.
"Spennulausir og klisjukenndir spennuþættir sem valda margþættum vonbrigðum og vekja miklu frekar furðu en áhuga á persónum og leikendum," skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið um glæpaseríuna Brot sem nú er sýnd á RÚV.
"Ádeilutónn Gullregns hljómar jafn skýrt tæpum áratug eftir að það sló í gegn í Borgarleikhúsinu," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um kvikmynd Ragnars Bragasonar.
Þórarinn Þórarinsson súmmerar upp hlutskipti íslenska kvikmyndagagnrýnandans ansi skemmtilega í Fréttablaðinu í dag þar sem hann gerir upp íslenska bíóárið.
"Rúnar Rúnarsson gefur fullkominn skít í hefðbundinn frásagnarhátt og ævafornar reglur Aristótelesar í þeim efnum með djarfri tilraun sem gerir talsverðar kröfur til áhorfenda sem uppskera ríkulega ef þeir nenna að leggja sitt af mörkum til verksins," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu í 4 stjörnu dómi um Bergmál.
Þórarinn Þórarinsson skrifar um þáttaröðina Pabbahelgar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur í Fréttablaðið, en fimmti þáttur af sex verður sýndur á RÚV í kvöld. Hann eys Nönnu Kristínu "lofi fyrir ótrúlega vel heppnaða útfærslu á bráðsnjallri hugmynd sem hefði samt verið svo auðvelt að klúðra."
"Ofboðslega góð kvikmynd. Einföld og látlaus en samt svo yfirþyrmandi víðfeðm og djúp að mann skortir eiginlega orð," segir Þórarinn Þórarinsson meðal annars í fimm stjörnu dómi í Fréttablaðinu um Agnesi Joy Silju Hauksdóttur.
"Þessi lúmskt fyndna tragikómedía úr alíslenskum raunveruleika springur út í dæmisögu sem á við alls staðar á öllum tímum," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Héraðið Gríms Hákonarsonar og gefur henni fjórar stjörnur.
"Heillandi, áhugaverð, undarlega notaleg og róandi bíóupplifun," skrifar Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðið um heimildamyndina Kaf eftir Hönnu Björk Valsdóttur, Önnu Rún Tryggvadóttur og Elínu Hansdóttur.
"Stemningsmynd sem nagar sig hægt og bítandi en af sívaxandi þunga djúpt í vitund áhorfenda," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Hvítan, hvítan dag Hlyns Pálmasonar.
"Tryggð er falleg, fantavel leikin en átakanleg bíómynd sem á brýnt erindi við íslenskan samtíma og okkur öll," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu.
"Fantavel leikin og í grunninn vel gerð bíómynd um brýnt efni sem verður langdregin vegna þess að höfundarnir gera hana af alúð og virðingu og liggur meira á hjarta en formið þolir," segir Þórarinn Þórarinsson hjá Fréttablaðinu um Lof mér að falla Baldvins Z.
"Ofboðslega falleg kvikmynd þar sem heillandi myndmál, frábær leikur, falleg saga, meitlað handrit og mergjuð notkun tónlistar renna saman í náttúruafl," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Kona fer í stríð Benedikts Erlingssonar.
Börkur Sigþórsson ræðir við Fréttablaðið um mynd sína Varg og segir hlutverk listamannsins vera að velta upp spurningum fremur en að predika í verkum sínum.
Þórarinn Þórarinsson skrifar í Fréttablaðið um Adam eftir Maríu Sólrúnu Sigurðardóttur og segir hana litla, hugljúfa og látlausa mynd sem risti djúpt á mjúklegan og hlýjan hátt.
"Ísold Uggadóttir segir mikla og áhrifaríka sögu á töfrandi hátt og lætur engan ósnortinn," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Andið eðlilega eftir Ísoldu Uggadóttur. Myndin fær fjórar stjörnur.
"Hressileg „strákamynd“ sem virkar einhvern veginn betur en maður reiknaði með. Margt gott í gangi og fínn húmor á köflum en sagan er full þvæld," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Fulla vasa Antons Sigurðssonar.
Ísold Uggadóttir ræðir við Fréttablaðið um kvikmynd sína Andið eðlilega sem tekur á hitamálum samtímans, fátækt, flóttamannavandanum og veruleika hinsegin fólks. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í mars.
Þórarinn Þórarinsson hjá Fréttablaðinu segir Lóa - þú flýgur aldrei einn feykilega vel heppnaða teiknimynd, áferðarfallega, fyndna og spennandi. Hann gefur myndinni fimm stjörnur (að ósk 10 ára dóttur sinnar).
"Djörf tilraun sem gengur upp og skilar sér í eftirminnilegri mynd sem engin hugsandi manneskja má missa af," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur.
"Skemmtileg, umræðuverð og vönduð yfirferð yfir aflraunir, persónuleika og galla stórmerkilegs manns. Vel þess virði að kíkja á," segir Tómas Valgeirsson í Fréttablaðinu um Reyni sterka Baldvins Z og gefur fjórar stjörnur.
Tómas Valgeirsson skrifar í Fréttablaðið um Rökkur Erlings Óttars Thoroddsen. Hann segir frammistöðu beggja leikara í burðarhlutverkum tilþrifaríka en stirð og óeðlileg samtöl dragi myndina niður. Tómas gefur Rökkri tvær stjörnur.