HeimEfnisorðAðsókn

Aðsókn

Hvað ef HYGGE væri íslensk og VILLIBRÁÐ dönsk?

Hér er smá leikur að tölum þar sem bornar eru saman ýmsar lykiltölur aðsóknar í Danmörku og á Íslandi á því herrans ári 2023. Lengi lifi Friðrik konungur tíundi og heill sé forseta vorum og fósturjörð!

Meðalaðsókn á íslenskar kvikmyndir dregst saman

Tölur sýna að meðalaðsókn síðustu fimm ár hefur dregist nokkuð saman miðað við síðustu fimm ár þar á undan. Myndum sem fá aðsókn yfir 20 þúsund gesti hefur einnig fækkað mjög. Myndum í heild á tímabilinu hefur ögn fjölgað.

VILLIBRÁÐ vinsælasta íslenska myndin 2023, mikil aukning í aðsókn milli ára

Villibráð Elsu Maríu Jakobsdóttur er mest sótta íslenska kvikmyndin í bíói 2023. Átta íslenskar bíómyndir voru frumsýndar 2023 miðað við 11 árið 2022. Heildaraðsókn eykst gríðarlega milli ára.

Vinsælustu bíómyndirnar 2022, tekjur aukast um 18% milli ára

Bíóaðsókn og tekjur kvikmyndahúsanna jukust nokkuð 2022 miðað við fyrra ár, enda samkomutakmarkanir vegna Covid aðeins í gildi í byrjun árs. Aðsóknin nemur rétt rúmum 66% af aðsókn ársins 2019.

LEYNILÖGGA mest sótta íslenska myndin 2021

Tíu íslenskar bíómyndir litu dagsins ljós 2021, sem og aðrar tíu heimildamyndir. Heildaraðsókn jókst milli ára um 15%. Leynilögga er vinsælasta íslenska kvikmynd ársins.

Vinsælustu bíómyndirnar 2021, tekjur aukast um rúm 62%

Bíóaðsókn jókst hressilega 2021 miðað við fyrra ár, eða um tæp 50%. Aðsóknin nemur rétt rúmum 60% af aðsókn ársins 2019. Tekjur 2021 jukust um rúmlega 62% miðað við fyrra ár. James Bond myndin No Time to Die er vinsælasta mynd ársins.

Smá um opnunarhelgar og tekjumet

Leynilögga Hannesar Þórs Halldórssonar fær mikla aðsókn í bíó þessa dagana og er það vel. Fregnir um nýtt tekjumet myndarinnar á opnunarhelginni eru þó ekki alveg réttar.

Greining | SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN mest sótta íslenska myndin 2020, aðsókn eykst milli ára þrátt fyrir faraldurinn

Aðsókn á íslenskar kvikmyndir í bíó 2020 jókst verulega miðað við 2019, sem reyndar var slappt ár aðsóknarlega. Aukningin er um 15%. Síðasta veiðiferðin er mest sótta bíómynd ársins.

Greining | Vinsælustu bíómyndirnar 2019, aðsókn dregst saman

Lokamyndin með Avengers (Endgame) var lang tekjuhæsta kvikmynd síðasta árs í kvikmyndahúsum en hún halaði inn rúmar 92 milljónir króna, sem gerir hana að fimmtu tekjuhæstu kvikmynd kvikmyndahúsanna síðasta áratuginn. Samtals sáu rúmlega 66 þúsund manns myndina. Tekjur af bíóaðsókn dragast saman um 12% milli ára.

Greining | AGNES JOY mest sótta íslenska myndin 2019, aðsókn dregst mikið saman milli ára

Aðsókn á íslenskar kvikmyndir í bíó 2019 dróst mikið saman miðað við 2018 og nam tæplega 54 þúsund gestum. Samdrátturinn nemur rúmlega tveim þriðju, en þetta er ögn lakari heildaraðsókn en árið 2015. Agnes Joy er mest sótta íslenska mynd ársins.

Greining | Íslenskum bíómyndum fjölgar og aðsókn eykst

Hvernig ná íslenskar kvikmyndir almennt til fólksins í landinu? Komið hefur fyrir á undanförnum árum í óformlegu spjalli við kvikmyndaframleiðendur og aðra sem fylgast með íslenskum kvikmyndum að áhyggjur eru viðraðar um að aðsókn á íslenskar kvikmyndir fari dvínandi, eða að aðsókn sé ekki nægileg yfir höfuð. En tölulegar staðreyndir segja aðra sögu.

Greining | „Lof mér að falla“ mest sótta íslenska myndin 2018, mesta heildaraðsókn síðan 2000

Aðsókn á íslenskar kvikmyndir í bíó 2018 jókst um 35% miðað við 2017 og nam rúmlega 160 þúsund gestum. Þetta er stærsta ár í aðsókn á íslenskar kvikmyndir síðan 2000. Lof mér að falla er mest sótta íslenska mynd ársins.

Greining | Vinsælustu bíómyndirnar 2018

Árið 2018 var mjög gott fyrir íslensk kvikmyndahús og var tekjuaukning um 6,4% frá árinu áður en samtals voru seldir miðar í kvikmyndahús fyrir kr. 1.688.453.577 á árinu 2018. Þá sóttu tæplega 74.000 fleiri gestir kvikmyndahús á árinu 2018 en 2017, sem er tæplega 5,4% fjölgun.  Á síðasta ári lögðu 1.445.445 gestir leið sína í kvikmyndahús landsins.

Hallgrímur Kristinsson hjá FRÍSK: „Íslenskar kvikmyndir lifa oft lengur“

Hallgrímur Kristinsson formaður Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði (FRÍSK) ræddi við RÚV í tilefni þess að á síðasta ári voru myndirnar Undir trénu og Ég man þig tekjuhæstar í íslenskum kvikmyndahúsum.  Hallgrímur segir að íslenskar kvikmyndir eigi sér oft lengra líf í kvikmyndahúsum en erlendar.

Greining | Vinsælustu bíómyndirnar 2017

Í fyrsta skipti síðan mælingar hófust eru tvær íslenskar kvikmyndir stærstu myndir ársins. Þetta eru kvikmyndirnar Ég man þig sem þénaði tæpar 76,6 milljónir kr. (47.368 gestir) og Undir trénu sem þénaði 67,7 milljónir kr. (42.427 gestir).

Viðhorf | Ögn um aðsókn og væntingar

Frétt í Cineuropa um aðsókn á franskar bíómyndir í Frakklandi á síðasta ári vakti athygli mína. Í fréttinni er því slegið upp að 16 franskar myndir hafi fengið meira en milljón áhorfendur hver. Hollywood Reporter lætur einnig mikið með þetta og segir Frakka í góðum málum. En það skrýtna er að sambærileg aðsókn hér þætti ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Heildaraðsókn og opnunarhelgar íslenskra kvikmynda frá 1995 til og með 21. september 2017

Listi yfir (flest)allar íslenskar kvikmyndir sem sýndar hafa verið á reglulegum sýningum í kvikmyndahúsum frá 1995 til og með 21. september 2017 hefur verið uppfærður. Listinn sýnir frumsýningarmánuð, sæti á opnunarhelgi auk tekna þá helgi og heildaraðsókn og heildartekjur. Röð listans er eftir heildaraðsókn og verður hann uppfærður eftir þörfum.

Greining | „Eiðurinn“ mest sótta íslenska myndin 2016

Aðsókn jókst um þriðjung á íslenskar kvikmyndir í bíó 2016 miðað við 2015. Eiðurinn var langmest sótta íslenska myndin 2016 og jafnframt mest sótta og tekjuhæsta kvikmynd ársins.

Greining | Vinsælustu bíómyndirnar 2016

Eiðurinn eftir Baltasar Kormák var tekjuhæsta og mest sótta bíómynd ársins 2016. Aðsókn í kvikmyndahús eykst um 2,74% frá fyrra ári og er það annað árið í röð sem aðsókn eykst.

Greining | „Hrútar“ mest sótta íslenska myndin 2015

Íslenskum myndum í kvikmyndahúsum fjölgaði nokkuð 2015 en um leið varð töluverður samdráttur í aðsókn og markaðshlutdeild miðað við 2014 sem var eitt besta ár íslenskra kvikmynda hvað aðsókn varðar síðan mælingar hófust. Hrútar varð mest sótta íslenska myndin 2015.

Greining | „Everest“ mest sótta myndin á Íslandi 2015, aðsókn eykst í bíó

Aðsókn í kvikmyndahúsin jókst lítillega á síðasta ári miðað við það síðasta, eða um 2,8%. Þá jukust tekjur um 4,44% miðað við 2014. Þetta er nokkur viðsnúningur frá undanförnum árum þar sem hægur samdráttur í aðsókn og tekjum átti sér stað. Everest Baltasars Kormáks varð mest sótta myndin á árinu.

20 stærstu opnunarhelgar íslenskra kvikmynda 1995-2015

Listinn yfir 20 stærstu frumsýningarhelgar íslenskra mynda frá 1995 er forvitnilegur. Mýrin á stærstu opnunarhelgina og er jafnframt mest sótta myndin á þessu tímabili en þó að margar af tíu mest sóttu myndunum raði sér á þennan lista er eru margar þarna sem hlutu minni heildaraðsókn. Opnunarhelgin er því langt í frá öruggur mælikvarði á heildaraðsókn en gefur engu að síður ákveðnar vísbendingar.

Heildaraðsókn og opnunarhelgar íslenskra kvikmynda frá 1995 til og með 12. júlí 2015

Listi yfir (flest)allar íslenskar kvikmyndir sem sýndar hafa verið á reglulegum sýningum í kvikmyndahúsum frá 1995 til og með 12. júlí 2015 hefur verið uppfærður. Listinn sýnir frumsýningarmánuð, sæti á opnunarhelgi auk tekna þá helgi og heildaraðsókn og heildartekjur. Röð listans er eftir heildaraðsókn og verður hann uppfærður eftir þörfum.

Greining | 2014 næstbesta ár í aðsókn á íslenskar myndir síðan mælingar hófust

Íslenskar kvikmyndir áttu einstaklega gott ár í kvikmyndahúsunum 2014 og hefur samanlögð aðsókn ekki verið hærri síðan árið 2000, en þá komu flestir að sjá innlendar myndir frá því mælingar hófust 1996. Þá er markaðshlutdeild innlendra mynda hærri en nokkru sinni fyrr. Vonarstræti trónir á toppnum og er jafnframt stærsta kvikmynd ársins í bíónum, hvort sem litið er til tekna eða aðsóknar.

Greining | „Vonarstræti“ er stærsta mynd ársins 2014

Aðsóknartekjur í kvikmyndahúsum árið 2014 voru nokkurn veginn á pari miðað við árið 2013 en aðsókn dróst saman um 2,3% miðað við 4% árið áður. Íslenskar kvikmyndir gerðu það gott á árinu og var tekjuhæsta mynd ársins íslensk. Markaðshlutdeild íslenskra mynda var 13,3%, sem er hæsta hlutfall frá því mælingar hófust.

Heildaraðsókn og opnunarhelgar íslenskra kvikmynda frá 1995 til 30. júní 2014

Klapptré birtir nú í fyrsta sinn heildarlista SMÁÍS yfir (flest)allar íslenskar kvikmyndir sem sýndar hafa verið á reglulegum sýningum í kvikmyndahúsum frá 1995 til og með 30. júní 2014. Listinn sýnir frumsýningarmánuð, sæti á opnunarhelgi auk tekna þá helgi og heildaraðsókn og heildartekjur.

Stefnir í gott bíóár fyrir íslenskar myndir

Nú þegar árið er hálfnað er ljóst að 2014 verður ágætis bíóár - og raunar líklegt að það verði meðal þeirra bestu aðsóknarlega séð þegar horft er t.d. yfir síðastliðin 10-15 ár.

Viðhorf | Ódramatísk athugasemd um aðsókn

Afhverju var þessi dræma aðsókn á íslenskar myndir á síðasta ári? Er ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni? Svarið við fyrri spurningunni er loðið og teygjanlegt en þeirri seinni má svara neitandi.

Greining | Mælingar sýna mikla hylli íslenskra mynda

Heildaraðsókn á íslenskar kvikmyndir 2012 var 131.345 manns og hefur aðsóknin ekki verið meiri s.l. 12 ár. Flestir komu að sjá Svartan á leik og Djúpið eða alls...

Dræm aðsókn á íslenskar myndir það sem af er ári

Fréttatíminn fjallar um aðsókn á íslenskar kvikmyndir á þessu ári. Fram kemur að það sem af er ári hafi aðeins 20.623 komið á þær fimm myndir sem sýndar hafa verið. Undanfarin ár hefur ársaðsókn á íslenskar myndir verið á bilinu 100-150.000 manns.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR