Heim Aðsóknartölur Greining | "Eiðurinn" mest sótta íslenska myndin 2016

Greining | „Eiðurinn“ mest sótta íslenska myndin 2016

-

Rammi úr Eiðinum (Mynd: Lilja Jónsdóttir).

Aðsókn jókst um þriðjung á íslenskar kvikmyndir í bíó 2016 miðað við 2015. Eiðurinn var langmest sótta íslenska myndin 2016 og jafnframt mest sótta og tekjuhæsta kvikmynd ársins.

Fjórar nýjar bíómyndir litu dagsins ljós á árinu (átta myndir 2015) en fjórar bíómyndir frá fyrra ári voru einnig í sýningum. Frumsýndar heimildamyndir voru 11 talsins miðað við 8 2015.

Aðsókn á íslenskar myndir 2016 nam 91.221 gestum í samanburði við 61.847 gesti 2015. Þetta er um þriðjungs aukning. Heildarinnkoma nam um 111,5 milljónum króna miðað við tæpar 74 milljónir króna árið 2015.

Frumsýndar íslenskar kvikmyndir og heimildarmyndir voru 15 á árinu, sem er tveimur myndum fleiri en á árinu 2015. Eiðurinn er mest sótta myndin en vinsælasta heimildarmynd ársins er Jökullinn logar. Samtals var hlutfall íslenskra kvikmynda og heimildarmynda í kvikmyndahúsum 6,6%, sem er aukning frá árinu 2015 þegar íslenskar myndir voru tæp 4,8% af markaðnum.

Hér að neðan má sjá listann yfir aðsókn og tekjur á íslenskar kvikmyndir 2016. Athugað að röðun á listann er eftir aðsókn, sem breytir röðinni lítillega miðað við þann lista sem FRÍSK sendir frá sér þar sem miðað er við tekjur.

Aðsókn á íslenskar kvikmyndir 2016

HEITIDREIFINGTEKJURAÐSÓKN
EiðurinnSena63.713.364 kr.46.786
GrimmdSena17.464.072 kr.19.587
Fyrir framan annað fólkSena14.624.347 kr.10.891
Jökullinn logar**Annað4.222.820 kr.3.619
ReykjavíkSena2.107.894 kr.2.569
Innsæi - The Sea Within**Bíó Paradís3.235.200 kr.2.089
Njósnir, lygar og fjölskyldubönd**Bíó Paradís1.412.400 kr.1.151
Hrútar*Sena1.129.967 kr.921
Baskavígin**Bíó Paradís847.350 kr.800
Ránsfengur (Ransacked)**Bíó Paradís900.450 kr.610
Garn (Yarn)**Bíó Paradís609.300 kr.454
Fúsi*Sena450.680 kr.347
Svarta gengið**Bíó Paradís216.450 kr.344
Keep Frozen**Bíó Paradís106.000 kr.341
Aumingja Ísland**Bíó Paradís40.050 kr.239
Úti að aka - Á reykspúandi Kadilakk yfir Ameríku**Bíó Paradís293.600 kr.221
Rúnturinn I**Bíó Paradís36.850 kr.139
Þrestir*Sena107.600 kr.111
Austur*Sena3.200 kr.2
SAMTALS111.521.594 kr.91.221

Heimild: FRÍSK | *Frumsýnd 2015, tölur 2016 | **Heimildamyndir.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.