spot_img

20 stærstu opnunarhelgar íslenskra kvikmynda 1995-2015

Theódór Júlíusson í Mýrinni frá 1996.
Theódór Júlíusson í Mýrinni frá 1996.

Listinn yfir 20 stærstu frumsýningarhelgar íslenskra mynda frá 1995 er forvitnilegur. Mýrin á stærstu opnunarhelgina og er jafnframt mest sótta myndin á þessu tímabili en þó að margar af tíu mest sóttu myndunum raði sér á þennan lista er eru margar þarna sem hlutu minni heildaraðsókn. Opnunarhelgin er því langt í frá öruggur mælikvarði á heildaraðsókn en gefur engu að síður ákveðnar vísbendingar.

Sérstaklega er áhugavert að skoða barnamyndirnar á listanum. Allar Sveppamyndirnar eru þarna en heildaraðsóknin – þó hún sé vissulega mjög góð á alla mælikvarða – staðnæmist á fjórða tugþúsundinu. Þá er Benjamín dúfa einnig sérstakt tilfelli með mjög stóra opnunarhelgi (yfir átta þúsund manns) en heildaraðsókn aðeins rúmlega tíu þúsund manns.

Englar alheimsins ná ekki inná topp 20 listann, myndin er í 24. sæti yfir stærstu opnunarhelgarnar, en er engu að síður næstmest sótta myndin á tímabilinu.

Til hliðsjónar má nefna að meðaltals opnunarhelgi á íslenska kvikmynd á tímabilinu er 3.245 manns. Um það bil 50 myndir af 130 á heildarlistanum ná því marki. Meðaltals opnunarhelgi 20 efstu myndanna er hinsvegar 9.379 manns og nær helmingur þeirra því marki.

RöðHeiti myndarDreifingaraðiliFrumsýndAðsókn opnunarhelgiHeildaraðsókn
1MýrinSenaokt.0615.79684.428
2BjarnfreðarsonSamfilmdes.0913.84466.876
3Stella í framboðiHáskólabíódes.0212.92228.497
4Algjör Sveppi og Gói bjargar málunumSamfilmokt.1412.22532.623
5Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergiðSamfilmsep.1011.02537.506
6Algjör Sveppi og töfraskápurinnSamfilmsep.1110.26030.602
7Svartur á leikSenamar.1210.11062.783
8DjúpiðSenasep.129.99650.157
9AstrópíaSamfilmágú.079.52346.285
10Algjör Sveppi og leitin að VillaSamfilmsep.098.93332.204
11Benjamín dúfaSamfilm/Stjornubiodes.958.35210.498
12HafiðHáskólabíósep.028.17657.626
13Hetjur Valhallar: ÞórSenaokt.118.09923.976
14DjöflaeyjanIslenska kvikm.samst.nóv.967.78174.754
15VonarstrætiSenamaí.147.67147.982
16A Little Trip to HeavenSenades.056.67115.416
17KaldaljósÍslenska Kvikmyndasamsteypanjan.046.63619.900
18JóhannesMyndformokt.096.63536.223
19Íslenski draumurinnSamfilmsep.006.57234.226
20101 Reykjavík101 ehfjún.006.35026.902
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR