Greining | „Ég man þig“ mest sótta íslenska myndin 2017, aðsókn eykst um þriðjung frá fyrra ári

Aðsókn á íslenskar kvikmyndir í bíó 2017 jókst um tæpan þriðjung miðað við 2016. Ég man þig er mest sótta íslenska mynd ársins.

Sjö nýjar bíómyndir litu dagsins ljós á árinu (fjórar myndir 2016) en tvær bíómyndir frá fyrra ári voru einnig í sýningum. Frumsýndar heimildamyndir voru 10 talsins miðað við 11 árið 2016.

Aðsókn á íslenskar myndir 2017 nam 122,591 gesti í samanburði við 91.221 gesti 2016. Þetta er tæplega þriðjungs aukning. Heildarinnkoma nam rúmlega 189 milljónum króna miðað við 111,5 milljónir króna árið 2016

Frumsýndar íslenskar kvikmyndir og heimildamyndir voru 17 á árinu en 15 á árinu 2016. Ég man þig er mest sótta myndin en vinsælasta heimildarmynd ársins er Reynir sterki. Samtals var markaðshlutdeild íslenskra kvikmynda og heimildarmynda í kvikmyndahúsum 11,6% sem er veruleg aukning frá 2016 þegar íslenskar myndir voru 6,6% af markaðinum (athugið að hér er vísað til tekna, hlutdeild aðsóknar er rúm 9,2%)

Hér að neðan má sjá listann yfir aðsókn og tekjur á íslenskar kvikmyndir 2017. Athugað að röðun á listann er eftir aðsókn, sem gæti breytt röðinni lítillega miðað við þann lista sem FRÍSK sendir frá sér þar sem miðað er við tekjur.

Aðsókn á íslenskar myndir 2017

HEITIDREIFINGTEKJURAÐSÓKN
Ég man þigSena76,591,704 kr.47,368
Undir trénuSena67,736,250 kr.42,427
HjartasteinnSena34,440,662 kr.22,684
Reynir sterki**Sena3,355,650 kr.2,286
RökkurSena1,926,230 kr.1,721
SumarbörnSena1,662,499 kr.1,579
Snjór og SalómeSena503,990 kr.972
Eiðurinn*Sena529,155 kr.706
Out Of Thin Air**Bíó Paradís861,450 kr.640
Spólað yfir hafið**Bíó Paradís586,800 kr.560
Varnarliðið - kaldastríðsútvörður**Bíó Paradís244,350 kr.387
690 Vopnafjörður**Bíó Paradís213,300 kr.334
15 ár á Íslandi**Bíó Paradís73,800 kr.254
Skjól og skart**Bíó Paradís162,900 kr.214
Blindrahundur**Bíó Paradís218,700 kr.176
Island songs**Bíó Paradís212,000 kr.169
A Reykjavik PornoBíó Paradís53,100 kr.43
Grimmd*Sena35,312 kr.31
Goðsögnin FC Kareóki**Bíó Paradís31,050 kr.22
Rúnturinn I* **Bíó Paradís10,800 kr.11
Innsæi - The Sea Within* **Bíó Paradís11,250 kr.7
189,329,052 kr.122,591

Heimild: FRÍSK | *Frumsýnd 2016, tölur 2017 | **Heimildamyndir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR