Heim Aðsóknartölur Heildaraðsókn og opnunarhelgar íslenskra kvikmynda frá 1995 til og með 21. september...

Heildaraðsókn og opnunarhelgar íslenskra kvikmynda frá 1995 til og með 21. september 2017

-

íslenskt bíó iconListi yfir (flest)allar íslenskar kvikmyndir sem sýndar hafa verið á reglulegum sýningum í kvikmyndahúsum frá 1995 til og með 21. september 2017 hefur verið uppfærður. Listinn sýnir frumsýningarmánuð, sæti á opnunarhelgi auk tekna þá helgi og heildaraðsókn og heildartekjur. Röð listans er eftir heildaraðsókn og verður hann uppfærður eftir þörfum.

Byggt er á gögnum FRÍSK.

Sú breyting hefur verið gerð að aðgreina bíómyndir í sérlista og heimildamyndir og ýmsar aðrar í öðrum.

Listann yfir bíómyndirnar má sjá hér, en hægt er að ganga að honum vísum undir Staðreyndir og tölur efst á síðunni.

Listann yfir heimildamyndir og aðrar má sjá hér, en hægt er að ganga að honum vísum undir Staðreyndir og tölur efst á síðunni.

25 stærstu opnunarhelgar íslenskra kvikmynda frá 1995 til 21. september 2017 má skoða hér, en hann má einnig finna undir Staðreyndir og tölur efst á síðunni.

 

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.