Bíóaðsókn rýkur upp

Aðsókn í kvikmyndahús hefur tekið mikinn kipp síðustu tvær helgar. Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu.

Á mbl.is segir:

„Þetta er mjög góð til­finn­ing. Hér er allt komið af stað og maður sér gleðina í and­lit­um kvik­mynda­húsa­gesta,“ seg­ir Konst­antín Mika­els­son, yf­ir­maður kvik­mynda­deild­ar Senu.

Greint var frá því í gær að aðsókn í kvik­mynda­hús væri loks á upp­leið eft­ir mikla þrauta­göngu vegna kór­ónu­veirunn­ar. Síðasta helgi var sú stærsta frá því veir­an lét á sér kræla hér á landi.

„Síðustu tvær helg­ar sýna það greini­lega að lands­menn hafa beðið óþreyju­full­ir eft­ir að kom­ast í kvik­mynda­hús en fyrri helg­ina mátti sjá 166% fjölg­un á gest­um í kvik­mynda­hús­um lands­ins. Síðastliðna helgi bætti svo um bet­ur en 61% fjölg­un var á gest­um frá und­an­far­inni helgi,“ sagði í til­kynn­ingu frá Frísk, fé­lagi rétt­hafa í sjón­varps- og kvik­myndaiðnaði.

Sam­komutak­mark­an­ir höfðu mik­il áhrif á kvik­mynda­hús en auk þess hef­ur úr­val mynda til sýn­inga verið tals­vert minna en jafn­an vegna ákvörðunar er­lendra kvik­mynda­fram­leiðenda að fresta frum­sýn­ing­um nýrra kvik­mynda sök­um ástands­ins í heim­in­um. Þetta breyt­ist nú hratt. Fimm mynd­ir hafa verið frum­sýnd­ar síðustu tvær helg­ar, þar með tal­in Sauma­klúbbur­inn, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR