Breytingar á aðsóknarlista íslenskra kvikmynda

Listi yfir heildaraðsókn íslenskra kvikmynda hefur verið uppfærður.

Listinn sýnir heildaraðsókn (ásamt heildartekjum sem ekki eru núvirtar) íslenskra bíómynda og heimildamynda sem sýndar hafa verið á reglulegum sýningum í kvikmyndahúsum frá 1995 þegar formlegar mælingar hófust til og með 27. febrúar 2023.

Nokkrar breytingar hafa orðið á röðun innan topp tíu listans frá því listinn var uppfærður síðast, 27. október 2021. Svartur á leik hefur færst upp fyrir Bjarnfreðarson og er nú í 4. sæti. Þetta er í kjölfar endursýninga á myndinni síðasta haust. Vonarstræti er komin í 11. sætið og Djúpið fór niður um eitt sæti, í það tíunda. Nýtt verk er komið á lista, Villibráð, sem er í níunda sæti.

Tíu vinsælustu kvikmyndirnar samkvæmt listanum eru:

KVIKMYND DREIFING FRUMSÝND HEILDARTEKJUR HEILDARAÐSÓKN
Mýrin Sena 20.10.2006 90.954.270 kr. 84.445
Englar alheimsins Ísl.kvikm.s. 67.788.000 kr. 82.264
Djöflaeyjan Ísl.kvikm.s. 54.764.000 kr. 75.663
Svartur á Leik Sena 2.3.2012 91.382.494 kr. 67.202
Bjarnfreðarson Samfilm 25.12.2009 78.397.550 kr. 66.876
Hafið Háskólabíó 54.858.850 kr. 57.626
Brúðguminn Sena 18.1.2008 60.264.550 kr. 55.300
Lof mér að falla Sena 7.9.2018 88.035.543 kr. 52.963
Villibráð (í sýningum) Sena 6.1.2023 105.344.601 kr. 50.742
Djúpið Sena 21.9.2012 69.200.405 kr. 50.280

Heildarlistann má skoða hér en hægt er að ganga að honum vísum undir Staðreyndir og tölur efst á síðunni.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR