HeimEfnisorðRagnar Bragason

Ragnar Bragason

Svona eru kjör leikstjóra og handritshöfunda á Íslandi

Ragnar Bragason leikstjóri og handritshöfundur hefur að undanförnu unnið að kjarakönnun meðal kollega sinna í leikstjóra- og handritshöfundastétt. Hér eru niðurstöðurnar.

Þáttaröðin FELIX & KLARA í tökum frá 23. apríl fram í miðjan júlí, Ragnar hefur ekki áhyggjur af framboðsundirbúningi Jóns Gnarr

Þáttaröðin Felix & Klara í leikstjórn Ragnars Bragasonar fer í tökur 23. apríl. Jón Gnarr fer með aðalhlutverk ásamt Eddu Björgvinsdóttur. Ragnar segir Jón vera í hverri senu en hefur engar áhyggjur af verkefnum hans vegna forsetaframboðs.

Ný þáttaröð Ragnars Bragasonar og Jóns Gnarr fær rúmar 18 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Felix og Klara, sem skrifuð er af Ragnari Bragasyni og Jóni Gnarr, hefur hlotið rúmlega 18 milljón króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Mystery framleiðir fyrir RÚV.

Uppgjör ársins 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur og Ragnari Bragasyni

Umræða um það helsta sem íslenski kvikmyndabransinn gekk í gegnum á árinu 2022 með Kristínu Andreu Þórðardóttur framleiðanda, leikstjóra og stjórnanda Skjaldborgarhátíðarinnar og Ragnari Bragasyni leikstjóra, handritshöfundi og formanni Samtaka kvikmyndaleikstjóra.

Hefnd í heimi ofbeldis og örlagatrúar, spjall um THE NORTHMAN

Ásgeir H.Ingólfsson ræðir við Ragnar Bragason, Hauk Valdimar Pálsson og Ásgrím Sverrisson um kvikmyndina The Northman eftir Robert Eggers í þættinum Menningarsmygl á YouTube rásinni Samstöðinni.

Benedikt Erlingsson og Ragnar Bragason í sjöunda þætti Leikstjóraspjallsins

Í sjöunda þætti Leikstjóraspjallsins ræðir Ragnar Bragason við kollega sinn Benedikt Erlingsson um leikstjórn, samstarf, verk Benedikts og ýmsar aðrar hliðar fagsins.

Ragnar Bragason og Kristín Jóhannesdóttir í fimmta þætti Leikstjóraspjallsins

Í fimmta þætti Leikstjóraspjallsins ræðir Ragnar Bragason við kollega sinn Kristínu Jóhannesdóttur um verk hennar og feril sem og ýmsar hliðar fagsins, samskipti við upptökur, samband leikstjóra og framleiðenda og margt fleira.

BERGMÁL og SÍÐASTA HAUSTIÐ keppa á Nordisk Panorama, GULLREGN til Toronto

Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg og Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson keppa um titilinn Norræn heimildamynd ársins á Nordisk Panorama. Gullregn Ragnars Bragasonar hefur verið valin á Toronto hátíðina.

Lestin um GULLREGN: Vítahringur ofbeldis sem erfist milli kynslóða

Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndarýnir Lestarinnar á Rás 1 segir Gullregn vera tragikómískan sálfræðitrylli um rasisma og vítahring ofbeldis sem flyst frá einni kynslóð til annarrar. Þó henni fatist aðeins flugið í blálokin sé hún á heildina litið mjög vel gerð kvikmynd sem skilji eftir sig óþægilega tilfinningu að áhorfi loknu.

Menningin um GULLREGN: Áhugavert, rásandi en vandað

„Sé litið á Gullregn sem stúdíu á mannlegri hegðun, þar sem stjórnsemi, þöggun og skömm ráða för, er hún uppfull af áhugaverðum atriðum þar sem hinn sterki leikhópur myndarinnar nýtur sín vel,“ segir í umfjöllun Heiðu Jóhannsdóttur um kvikmyndina Gullregn í Menningunni á RÚV.

Fréttablaðið um GULLREGN: Ó­nýtt fólk

"Ádeilutónn Gullregns hljómar jafn skýrt tæpum áratug eftir að það sló í gegn í Borgarleikhúsinu," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um kvikmynd Ragnars Bragasonar.

[Stikla] „Gullregn“ frumsýnd 10. janúar

Gullregn eftir Ragnar Bragason verður frumsýnd í Senubíóunum þann 10. janúar næstkomandi. Stikla myndarinnar hefur verið opinberuð og má skoða hér.

Fimm íslenskar bíómyndir í haust

Alls er útlit fyrir að fimm íslenskar bíómyndir verði í sýningum þetta haustið. Héraðið eftir Grím Hákonarson er nýkomin í sýningar, en væntanlegar eru Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason, Hæ hó Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur, Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson og Gullregn eftir Ragnar Bragason sem kemur rétt eftir áramót. Auk þess verður kvikmyndin End of Sentence eftir Elfar Aðalsteinsson sýnd á RIFF.

Hvað með 250 milljón króna vilyrðið?

Hvergi bólar á þeim framlögum til sjóðsins sem vilyrði voru gefin um í Samkomulaginu 2016. Kristinn Þórðarson formaður SÍK segir félagið munu þrýsta á um þessi framlög. Ýmsir kvikmyndagerðarmenn tjá sig um frumvarpið og láta sér fátt um finnast.

Ragnar Bragason í viðtali: Heimur kvenna er vannýttur

Stundin birti á dögunum ítarlegt viðtal við Ragnar Bragason leikstjóra þar sem hann fer yfir feril sinn, segir frá upprunanum, ræðir um Fanga og einnig framtíðarplön.

„Fangar“ tilnefnd til nýrra norrænna sjónvarpsverðlauna

Ragnar Bragason og Margrét Örnólfsdóttir eru tilnefnd til nýrra norrænna sjónvarpsverðlauna fyrir handrit þáttaraðarinnar Fanga, sem veitt verða á Gautaborgarhátíðinni í febrúarbyrjun. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn stendur að verðlaununum.

Rætt við aðstandendur „Fanga“

Menningin á RÚV ræddi við Ragnar Bragason, Unni Ösp Stefánsdóttur og Nínu Dögg Filippusdóttir, helstu aðstandendur þáttaraðarinnar Fanga, sem hefst á nýársdag á RÚV.

Prufuþáttur af „Heimsendi“ gerður fyrir bandaríska sjónvarpsstöð

Bandaríska áskriftastöðin TBS hefur óskað eftir svokölluðum „pilot“ eða prufuþætti af amerísku útgáfunni af Heimsendi, íslenskri sjónvarpsþáttaröð í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Þættirnir eru byggðir á handriti Jonathan Ames eftir íslensku þáttunum. Með aðalhlutverkin í „pilot“-þættinum fara leikararnir Hamish Linklater og Wanda Sykes.

Þáttaröðin „Fangar“ fær um 27 milljóna króna styrk frá Norræna sjóðnum

Þáttaröðin Fangar fékk á dögunum tæplega 27 milljóna króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Verkefnið, sem fer í tökur í vor undir stjórn Ragnars Bragasonar, hefur þegar verið selt til norrænu sjónvarpsstöðvanna og víðar auk RÚV. Mystery framleiðir.

Þáttaröðin „Fangar“ verður sýnd á öllum Norðurlöndunum og víðar

Sjón­varpsþáttaröðin Fang­ar verður sýnd á öllum ríkissjónvarpsstöðum Norður­landanna, DR í Dan­mörku, NRK í Nor­egi, SVT í Svíþjóð og YLE í Finn­landi auk RÚV á Íslandi. Þá hefur hún einnig verið seld til Canal+ í Póllandi. Sölu­fyr­ir­tækið Global Screen annast sölu á alþjóðlegum vettvangi, en tökur á þáttaröðinni hefjast á vormánuðum undir stjórn Ragnars Bragasonar.

Sjónvarpsþáttaröðin „Fangar“ í tökur á næsta ári

Sjónvarpsþáttaröðin Fangar hefur hlotið stuðning Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og tökur eru fyrirhugaðar um mitt næsta ár. Framleiðendur eru Davíð Óskar Ólafsson og Árni Filippusson fyrir Mystery Productions (Á annan veg, Málmhaus, Bakk).

Ragnar Bragason: Góð stuttmynd er yfirleitt stutt

Ragnar Bragason var heiðursgestur Kvikmyndahátíðar framhaldsskólanna sem fram fór í febrúar síðastliðnum. Af því tilefni ræddi Níels Thibaud Girerd við hann um líf í listum, hvernig hann kynntist kvikmyndagerð, ferilinn, kvikmyndahátíðir, stuttmyndagerð og ýmislegt annað.

„Málmhaus“ lofuð í Village Voice

Málmhaus Ragnars Bragasonar, sem nú er til sýnis í New York, fær lofsamleg ummæli í The Village Voice, einum þekktasta miðli borgarinnar.

„Hálendið“ Ragnars Bragasonar fær stuðning frá Nordic Genre Boost

Hálendið, eftir handriti og í leikstjórn Ragnars Bragasonar, er meðal sjö verkefna sem valin hafa verið á Nordic Genre Boost, sérstakt átaksverkefni Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins.

„Málmhaus“ sýnd í Bandaríkjunum eftir áramót

Málmhaus eftir Ragnar Bragason verður sýnd í Bandaríkjunum í byrjun næsta árs. Nýstofnað dreifingarfyrirtæki, Cinelicious Pics, dreifir myndinni í völdum kvikmyndahúsum og á VOD.

Viðhorf | Sjónvarp í almannaþágu

"Víðast hvar erlendis þegar Danmörku ber á góma eru leiknu þáttaraðir danska ríkissjónvarpsins það fyrsta jákvæða sem kemur upp í huga fólks. Þessi mikilvægi samfélagsspegill danskra er einnig þeirra mikilvægasta útflutningsvara síðustu ára. Víðtæk jákvæð áhrif þessa þarf ég ekki að tíunda hér. En gæði dansks sjónvarpsefnis er ekki tilviljun," segir Ragnar Bragason.

Viðbrögð við pistli Friðriks Erlingssonar: á að skjóta sendiboðann eða fagna umræðunni?

Pistill Friðriks Erlingssonar um stöðu íslenskra sjónvarpsþáttaraða, sem Klapptré birti s.l. þriðjudag hefur vakið mikla athygli og fengið gríðarlegan lestur. Margir af stærri miðlum landsins á borð við Vísi, RÚV, DV og Kjarnann hafa fjallað um hann og þess verður óneitanlega vart á Fésbók að töluverðar umræður hafa skapast bæði um pistilinn sem og viðfangsefni hans; leikið sjónvarpsefni.

„Heimsendir“ endurgerð í Bandaríkjunum

Bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime ætlar að endurgera sjónvarpsþáttaröð Ragnars Bragasonar, Heimsendi, sem sýndur var á Stöð 2 fyrir þremur árum. Jonathan Ames, höfundur sjónvarpsþáttanna Bored to Death, hefur verið fenginn til að skrifa handrit að bandarísku útgáfunni. RÚV segir frá og vísar í frétt Hollywood Reporter í gærkvöldi.

Þessi eru tilnefnd til Menningarverðlauna DV fyrir kvikmyndir

DV hefur opinberað tilnefningar til menningarverðlauna sinna. Í flokki kvikmynda hljóta tilnefningu Kvikmyndaskóli Íslands, Ragnar Bragason, starfsfólk RÚV, Elísabet Ronaldsdóttir og Marteinn Sigurgeirsson.

„Málmhaus“ fær afar góðar móttökur í Svíþjóð

Sýningar á Málmhaus Ragnars Bragasonar hófust í Svíþjóð um helgina og er myndin sýnd í 11 borgum. Myndin hefur gegnumsneytt fengið afar jákvæð viðbrögð gagnrýnenda.

Viðhorf | Hver fær Edduna fyrir bíómynd ársins?

Kosningin er spennandi í ár fyrir þá sök að handhafi Eddu fyrir bíómynd ársins blasir ekki afgerandi við. Ásgrímur Sverrisson veltir vöngum yfir mögulegum úrslitum. Hér er líka smá könnun þar sem þú getur spáð.

Myndbrellurnar í „Málmhaus“

Daði Einarsson og Gísli Þórólfsson hjá RVX unnu myndbrellurnar fyrir Málmhaus Ragnars Bragasonar og hér má skoða myndbút þar sem farið er í gegnum þær.

Íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu í Gautaborg

Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.

Deilt um styrki til kvikmyndahátíða

Sú ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar að styrkja Heimili kvikmyndanna ses til að endurvekja Kvikmyndahátíð Reykjavíkur en ekki RIFF eins og undanfarin tíu ár, er umdeild.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR