Benedikt Erlingsson svarar pistli Óðins í Viðskiptablaðinu þar sem leikstjórinn var sakaður um vanþakklæti og "skapandi málflutning" varðandi niðurskurð til kvikmyndamála.
Hross í oss, sem farið hefur sigurgöngu um heimsbyggðina á árinu, er á lista breska kvikmyndaritsins Empire yfir 50 bestu myndir ársins. Myndin hlaut einróma lof í Bretlandi þegar hún var sýnd þar á fyrri hluta ársins.
Óðinn, pistlahöfundur Viðskiptablaðsins undir dulnefni, tjáir sig um ummæli Benedikts Erlingssonar við afhendingu Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs á dögunum þar sem leikstjórinn gagnrýndi harðlega niðurskurð til kvikmyndamála á Íslandi.
Sölufyrirtækið Film Sharks International hefur selt Hross í oss til Ástralíu og Nýja Sjálands, Þýskalands (sjónvarpsstöðvarinnar NDR), Austurríkis, Argentínu og Uruguay, auk Ítalíu á American Film Market (AFM) sem nú stendur yfir i Los Angeles.
Benedikt Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri, kvaðst standa við hvert orð í þakkarræðu sinni í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT. Menn ættu ekki bara að brosa þegar þeir fengju verðlaun. Benedikt segir að mögulega hafi hann þó eyðilagt kvöldið fyrir íslenskum stjórnmálamönnum. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Benedikt Erlingsson notaði tækifærið þegar hann tók á móti Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs í gærkvöldi fyrir Hross í oss og sendi íslenskum stjórnvöldum og Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra beiska pillu, en Illugi var viðstaddur.
Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson var rétt í þessu að hljóta Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs en verðlaunaafhendingin stendur yfir þessa stundina. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun, en jafnframt eru þetta 25. verðlaunin sem myndin hlýtur.
Benedikt Erlingsson hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn fyrir mynd sína Hross í oss á Eurasia International Film Festival sem fram fór í Almaty í Khazakstan 15.-20. september.
Breskir gagnrýnendur taka Hross í oss fagnandi, en sýningar á henni hefjast í London og víðar í Bretlandi í dag. The Guardian, Daily Telegraph og Financial Times gefa öll myndinni fjórar stjörnur.
Bandaríska dreifingarfyrirtækið Music Box mun dreifa kvikmynd Benedikts Erlingssonar Hross í oss á bandarískum markaði. Þetta kemur fram í Variety, en gengið var frá samningum í Cannes.
Hross í oss hlaut tvenn verðlaun á nýyfirstaðinni kvikmyndahátíð í Aubagne í Suður-Frakklandi, en á hátíðinni er aðaláherslan lögð á tónlist og hljóðvinnslu í kvikmyndum. Myndin hefur því hlotið alls 21 verðlaun hingað til, þar af sex Eddur.
IndieWire fjallar bæði um myndina sjálfa og lýsir einni sýningunni en þar sátu leikstjórinn Benedikt Erlingsson og framleiðandinn Friðrik Þór Friðriksson fyrir svörum ásamt Roman Estrada sem leikur í myndinni.
Hross í oss tekur þátt í hinni árlegu hátíð Film Society of Lincoln Center og MoMA, New Directors/New Films, sem hefst í dag og stendur til 30. mars. A. O. Scott gagnrýnandi The New York Times fjallar um myndina.
"Það er unun að sjá nánd milli manna og dýra lýst eins meistaralega og raun ber vitni í þessari kvikmynd," segir Mikael Godö, gagnrýnandi hins norska Dagbladet í umsögn sinni um Hross í oss.
Sýningar á Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson hefjast í dag í norskum kvikmyndahúsum. Aftonbladet segir myndina brokkgenga, sérviskulega sjarmasprengju með fullt af svörtum húmor og óvæntum fléttum og gefur henni fjórar stjörnur af sex mögulegum.
Kosningin er spennandi í ár fyrir þá sök að handhafi Eddu fyrir bíómynd ársins blasir ekki afgerandi við. Ásgrímur Sverrisson veltir vöngum yfir mögulegum úrslitum. Hér er líka smá könnun þar sem þú getur spáð.
"Hægt er að skipta fréttum um íslenska kvikmyndagerð í tvennt: Annaðhvort fjalla þær um niðurskurð í kvikmyndasjóði eða framgang íslenskra kvikmynda erlendis. Þessi grein fjallar um hvort tveggja," segir Ari Gunnar Þorsteinsson í nýjasta hefti Kjarnans þar sem hann fjallar um íslenskar kvikmyndir í sviðsljósinu á nýafstaðinni Gautaborgarhátíð.
Gautaborgarhátíðinni lýkur í dag en þar hefur íslenskum kvikmyndum verið gert hátt undir höfði. Verðlaunaafhending fór fram í gær og hlaut Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson áhorfendaverðlaun hátíðarinnar sem og verðlaun FIPRESCI, alþjóðasamtaka gagnrýnenda. Myndin hefur því hlotið alls 13 verðlaun hingað til.
Jörundur Rafn Arnarson hjá myndbrellufyrirtækinu Reykjavík IO hefur sent frá sér stutta mynd þar sem farið er í gegnum gerð myndbrellna fyrir Hross í oss Benedikts Erlingssonar. Alls voru 112 myndbrellur í myndinni, en sjón er sögu ríkari.
Íslenskri kvikmyndagerð verður gert hátt undir höfði á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Hátíðin, sem nú er haldin í 37. skipti, hófst síðastliðinn föstudag og lýkur þann 3. febrúar. Alls verða 13 íslenskar kvikmyndir sýndar á hátíðinni.
Hross í oss Benedikts Erlingssonar hlaut áhorfendaverðlaunin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tromsö sem lauk í gær. Þetta eru 11. verðlaun myndarinnar.
Sölufyrirtækið FilmSharks gekk frá sölunni á Palm Springs hátíðinni í Kalíforníu sem lauk á dögunum. Myndin verður sýnd í kvikmyndahúsum í löndunum þremur í mars.
Benedikt Erlingsson leikstjóri mun segja stuttlega frá gerð myndarinnar og svara spurningum gesta eftir sýningu sem hefst í Háskólabíói í dag kl. 17:30.
Kjarninn birtir viðtal við Benedikt Erlingsson leikstjóra þar sem hann ræðir um íslensk stjórnmál, stöðu íslensks menningarlífs, hugmyndafræðileg átök og eigin feril í kvikmyndagerð.
Besta fyrsta mynd leikstjóra, besta myndatakan (Bergsteinn Björgúlfsson) og hlaut ennfremur verðlaun alþjóðasamtaka gagnrýnenda, FIPRESCI, sem besta mynd hátíðarinnar.
Gunnar Theodór Eggertsson kvikmyndagagnrýnandi Víðsjár fjallar um tvær nýjar íslenskar kvikmyndir: Málmhaus eftir Ragnar Bragason og Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson.
Jay Weissberg hjá Variety skrifar um Hross í oss Benedikts Erlingssonar og er ekki að skafa utan af því:
"Flabbergasting images and a delightfully dry...