Skapandi málflutningur

viðskiptablaðið-styrkir-til-kvikmyndaÓðinn, pistlahöfundur Viðskiptablaðsins undir dulnefni, tjáir sig um ummæli Benedikts Erlingssonar við afhendingu Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs á dögunum þar sem leikstjórinn gagnrýndi harðlega niðurskurð til kvikmyndamála á Íslandi.

Óðni finnst lítið til gagnrýninnar koma og segir meðal annars:

Sagði hann, eins og kvikmyndagerðarmenn margir hafa gert undanfarið, að fjárframlög til kvikmyndagerðar hafi verið skorin niður um heil 42% á þessu ári miðað við hvað veitt var árið 2013. Óþarfi er svo sem að rifja upp enn á ný á hvers konar vitleysu þessi gagnrýni er byggð, en látið nægja að stikla á stóru.

***

Vissulega setti fráfarandi ríkisstjórn ný met í framlögum til kvikmyndasjóða í fyrra, þegar ákveðið var að bæta 450 milljónum króna við þær 570 milljónir sem ákveðið hafði verið í fjárlögum að veita til sjóðanna. Í fyrra fór því rúmur milljarður í íslenska kvikmyndasjóði. Þessar 450 milljónir voru hluti af svokallaðri fjárfestingaráætlun, sem var „ófjármagnað risakosningaloforð Samfylkingar og VG“, eins og aðstoðarmaður forsætisráðherra orðaði það. Þetta var einskiptisframlag sem engin leið var að framlengja. Það ber í fyrsta lagi vott um lélegt raunveruleikaskyn og í öðru lagi vanþakklæti hjá Benedikt og félögum að ætlast til þess að tvöföldun fjárframlaga yrði varanleg.

***

Svo má ekki gleyma því að framlög til kvikmyndasjóða eru í ár tæpar 625 milljónir króna og hafa aldrei verið hærri, ef horft er framhjá aukaframlaginu í fyrra. Margir teldu þessum fjármunum betur varið í annað.

Sjá pistilinn í heild hér: Viðskiptablaðið – Skapandi málflutningur.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR