HeimEfnisorðGrímur Hákonarson

Grímur Hákonarson

Grímur Hákonarson: Það er líf eftir Lilju

Grímur Hákonarson leikstjóri er meðal þeirra sem á undanförnum vikum hafa gagnrýnt störf Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Hann leggur útaf stuðningsyfirlýsingu kvikmyndaframleiðenda við ráðherra og hvetur kvikmyndagerðarfólk til að kjósa eftir sannfæringu sinni í komandi kosningum.

Leikstjórar gagnrýna málflutning ráðherra

Leikstjórarnir Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir birta nýja grein á Vísi þar sem þau gagnrýna málflutning Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra í tengslum við niðurskurð Kvikmyndasjóðs.

Leikstjórar segja vegið að íslenskri kvikmyndagerð

Leikstjórarnir Grímur Hákonarson, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Hrafnhildur Gunnarsdóttir birta á Vísi harðorða gagnrýni á niðurskurð Kvikmyndasjóðs.

Fullt hús á VARÐI FER Á VERTÍÐ

Bíótekið sýndi síðasta sunnudag heimildamynd Gríms Hákonarsonar, Varði fer á vertíð (2001). Húsfyllir var á sýningunni og komust færri að en vildu.

Grímur Hákonarson: Laufey á mikinn þátt í gróskunni í íslenskri kvikmyndagerð

Grímur Hákonarson leikstjóri og handritshöfundur leggur út af viðtali við Laufeyju Guðjónsdóttur við Nordic Film and TV News þar sem hún ræðir feril sinn. Hann þakkar henni meðal annars fyrir ómetanlegt framlag til íslenskrar kvikmyndagerðar.

HÉRAÐIÐ fær góða dóma vestanhafs

Héraðið eftir Grím Hákonarson er nú í sýningum í Bandaríkjunum. Myndin hefur fengið fjölmargar jákvæðar umsagnir gagnrýnenda og á Rotten Tomatoes hefur hún fengið stimpilinn "Certified Fresh".

LA Times um HÉRAÐIÐ: Kona klekkir á feðraveldi

Michael Rechtshaffen gagnrýnandi Los Angeles Times ber Héraðið eftir Grím Hákonarson saman við Erin Brockovich og Norma Rae og segir Arndísi Hrönn Egilsdóttur íslensku útgáfuna af Frances McDormand umsögn sinni. Sýningar á myndinni hefjast í dag í Bandaríkjunum.

Miles Teller, Shailene Woodley og William Hurt í nýrri mynd Gríms Hákonarsonar, THE FENCE

Miles Teller (Whiplash), Shailene Woodley (Adrift) og William Hurt munu fara með helstu hlutverk í nýrri kvikmynd Gríms Hákonarsonar, The Fence. Fyrirhugað er að tökur hefjist í Bandaríkjunum í mars á næsta ári.

Grímur Hákonarson fann fyrir afbrýðisemi íslenskra kollega eftir HRÚTA

Grímur Hákonarson leikstjóri er í viðtali við The Guardian í tilefni af því að sýningar á mynd hans Héraðinu hefjast í Bretlandi í dag. Þar ræðir hann meðal annars um upplifun sína af viðbrögðum sumra kollega sinna hér á landi í kjölfar velgengni Hrúta.

The Guardian um HÉRAÐIÐ: Barist fyrir réttlæti

Peter Bradshaw skrifar um Héraðið eftir Grím Hákonarson í The Guardian, en myndin er frumsýnd í Bretlandi (Curzon Home Cinema) 22. maí. Hann gefur meðal annars Arndísi Hrönn Egilsdóttur glimrandi umsögn og myndinni fjórar stjörnur.

HÉRAÐIÐ keppir um stærstu peningaverðlaun í heimi

Héraðið Gríms Hákonarsonar er meðal átta mynda sem keppa um Drekaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem fer fram dagana 24. janúar til 3. febrúar nk. Hátíðin er sú stærsta á Norðurlöndunum og verður nú haldin í 43. skipti. Drekaverðlaunin eru stærstu peningaverðlaun sem þekkjast á kvikmyndahátíðum, en þau nema einni milljón sænskra króna (rúmum 13 milljónum íslenskra króna).

Fréttablaðið um „Héraðið“: Góðir Framsóknarmenn!

"Þessi lúmskt fyndna tragikómedía úr alíslenskum raunveruleika springur út í dæmisögu sem á við alls staðar á öllum tímum," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Héraðið Gríms Hákonarsonar og gefur henni fjórar stjörnur.

Menningarsmygl um „Héraðið“: Þegar mjólkin súrnar

Flatneskjuleg“ var fyrsta orðið sem ég heyrði um Héraðið þegar fyrstu dómarnir fóru að detta í hús. Það er eitthvað til í því – en það merkilega er að það er að einhverju leyti styrkur myndarinnar," segir Ásgeir H. Ingólfsson á vef sínum Menningarsmygl um kvikmynd Gríms Hákonarsonar.

Jón Viðar Jónsson um „Héraðið“: Spennandi og formúlukennd átakamynd

Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi tjáði sig á dögunum um kvikmyndina Héraðið eftir Grím Hákonarson. Hann segir Grími "takast býsna vel að búa um þetta spennandi og formúlukennda átakamynd um klassískt minni, baráttu einstaklings gegn voldugu og spilltu ofurefli."

180⁰ reglan – nýtt hlaðvarp um kvikmyndagerð

Farið er af stað nýtt hlaðvarp um kvikmyndagerð, 180⁰ reglan, þar sem rætt er við kvikmyndagerðarfólk úr ýmsum áttum. Freyja Kristinsdóttir hefur umsjón með hlaðvarpinu en tveir þættir eru þegar komnir á netið.

Cineuropa um „Héraðið“: Áhrifamikil saga um uppreisn

"Þegar upp er staðið er mynd Gríms áhrifamikil saga um uppreisn í lokuðu samfélagi sem stendur fyrir öll undirokuð samfélög," segir Davide Abbatescianni í Cineuropa um Héraðið Gríms Hákonarsonar.

Screen um „Héraðið“: Áhorfendavæn baráttusaga

Allan Hunter hjá Screen skrifar um Héraðið Gríms Hákonarsonar frá Toronto hátíðinni og segir hana baráttusögu í anda mynda Frank Capra, sem sé vel til þess fallin að koma í kjölfar annarrar baráttumyndar frá Íslandi, Kona fer í stríð.

Baksvið atburðanna í „Héraðinu“

Stundin fjallar um baksvið þeirra atburða sem sjá má í kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Héraðinu. „Héraðið er í rauninni bara smækkuð mynd af Íslandi. Það er mjög mikil einokun á mörgum sviðum á Íslandi, það er okur og spilling og svo þessi mikla þöggun. Þetta eru allt sterk element í myndinni. Ég hugsa Ingu sem persónugervingur nýja Íslands á meðan kaupfélagið er gamla Ísland,“ segir Grímur í spjalli við Stundina.

Fimm íslenskar bíómyndir í haust

Alls er útlit fyrir að fimm íslenskar bíómyndir verði í sýningum þetta haustið. Héraðið eftir Grím Hákonarson er nýkomin í sýningar, en væntanlegar eru Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason, Hæ hó Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur, Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson og Gullregn eftir Ragnar Bragason sem kemur rétt eftir áramót. Auk þess verður kvikmyndin End of Sentence eftir Elfar Aðalsteinsson sýnd á RIFF.

Morgunblaðið um „Héraðið“: Kraftmikil kvikmyndaupplifun

"Snjöll og skemmtileg mynd með sterka pólitíska slagsíðu sem á erindi við alla, hvort sem þeir búa í sveit eða borg," segir Brynja Hjálmsdóttir gagnrýnandi Morgunblaðsins meðal annars í umsögn sinni um Héraðið eftir Grím Hákonarson, sem hún gefur fjórar stjörnur.

Rás 1 um „Héraðið“: Efniviðurinn ber kvikmyndaformið ofurliði

Sagan sem slík náði einhverra hluta vegna aldrei alveg að fanga mig þrátt fyrir að vera að flestu leyti mjög vel gerð kvikmynd sem tekur á gríðarlega áhugaverðu efni," segir Marta Sigríður Pétursdóttir kvikmyndarýnir Tengivagnsins á Rás 1 um Héraðið eftir Grím Hákonarson.

Grímur Hákonarson og Arndís Hrönn Egilsdóttir ræða „Héraðið“

Héraðið eftir Grím Hákonarson verður frumsýnd um land allt í dag. Myndin byggist á sönnum atburðum í kringum Kaupfélag Skagfirðinga, svo lygilegum að leikstjórinn fann sig að eigin sögn knúinn til að setja þá á svið. Rætt var við Grím og Arndísi Hrönn Egilsdóttur, sem fer með aðalhlutverkið, í Mannlega þættinum á Rás 1.

„Héraðið“ til Toronto

Héraðið eftir Grím Hákonarson mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta Toronto hátíðarinnar sem hefst 5. september. Þetta er alþjóðleg frumsýning myndarinnar en sýningar á henni hefjast í Senubíóunum 14. ágúst.

Grímur Hákonarson ræðir „Héraðið“ og næstu verkefni

Grímur Hákonarson leikstjóri er í viðtali við Morgunblaðið í tilefni frumsýningar nýjustu myndar hans Héraðið. Í viðtalinu ræðir Grímur bakgrunn sinn og feril auk væntanlegra verkefna, en líkur eru á að næsta mynd hans verði gerð í Bandaríkjunum.

„Litla Moskva“ keppir í Gautaborg

Heimildamynd Gríms Hákonarsonar, Litla Moskva, mun taka þátt í keppni norrænna heimildamynda (Nordic Documentary Competition) á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg, dagana 25. janúar - 4. febrúar. Hátíðin er sú stærsta á Norðurlöndunum og fer nú fram í 42. skipti.

Morgunblaðið um „Litlu Moskvu“: Kommar og helbláar íhaldskerlingar

Brynja Hjálmsdóttir skrifar um Litlu Moskvu eftir Grím Hákonarson í Morgunblaðið og segir hana vel gerða og þétta með fjölbreyttum og áhugaverðum persónum. Hún gefur myndinni fjórar stjörnur.

Lestin á Rás 1 um „Litlu Moskvu“: Sumir byggja stíflur meðan aðrir sprengja þær

Marta Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndarýnir Lestarinnar á Rás 1, segir Litlu Moskvu eftir Grím Hákonarson vera merka heimild um liðna tíð, og sé enn lifandi saga í minni íbúa Neskaupstaðar.

Heimildamyndin „Litla Moskva“ frumsýnd

Litla Moskva, ný heimildarmynd eftir Grím Hákonarson fer í almennar sýningar í Bíó Paradís föstudaginn 16. nóvember. Myndin fjallar um Neskaupstað og hvernig bærinn hefur breyst í tímans rás, frá því að sósíalistar réðu ríkjum í bænum og til dagsins í dag.

Tökur hafnar á ástralskri útgáfu af „Hrútum“

Tökur eru hafnar á kvikmyndinni Rams í Ástralíu, en myndin er endurgerð á Hrútum Gríms Hákonarsonar. Hinn heimskunni ástralski leikari Sam Neill fer með annað aðalhlutverkið, Gumma, sem Sigurður Sigurjónsson lék í mynd Gríms. Michael Caton fer með hlutverk Kidda sem Theódór Júlíusson lék. Verkið er sagt "endursköpun" (reimagining) í fréttatilkynningu frá framleiðendum.

„Héraðið“ selst víða

New Europe Film Sales hefur þegar gengið frá sölu á Héraðinu, nýrri bíómynd Gríms Hákonarsonar, til margra landa. Tökur eru nýafstaðnar en myndin er kynnt á Cannes hátíðinni sem nú stendur yfir.

„Héraðið“ og „Flateyjargáta“ fá stuðning Norræna sjóðsins

Héraðið, kvikmynd Gríms Hákonarsonar og Flateyjargáta, þáttaröð Björns B. Björnssonar hlutu í dag styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Verkin fara í tökur á næsta ári.

„Hrútar“ vinnur í Gimli, sýnd í Nýja-Sjálandi

Hrútar Gríms Hákonarsonar vann á dögunum sín 29. alþjóðlegu verðlaun, en hún var valin besta mynd Gimli Film Festival sem lauk 24. júlí í Manitoba, Kanada. Sýningar á myndinni hefjast í dag í Nýja-Sjálandi en fyrir skemmstu var hún sýnd í aströlskum kvikmyndahúsum við góðan orðstí.

Screen ræðir við Grím Hákonarson um hátíðaflakk og næsta verkefni

Grímur Hákonarson er nú staddur í Jerúsalem þar sem hann tekur þátt í dómnefnd hins alþjóðlega hluta Jerusalem Film Festival. Screen ræddi við hann um velgengni Hrúta og upplifun hans af hátíðarúntinum undanfarið ár, auk verkefna framundan.

Tvenn verðlaun til „Hrúta“ í Íran

Hrútar hlutu tvenn verðlaun á Fajr International Film Festival sem lauk í Tehran í Íran í gær. Myndin var valin besta mynd hátíðarinnar og einnig hlutu Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson leikaraverðlaun hátíðarinnar.

„Hrútar“ fær glimrandi dóma í Danmörku, sýningar hefjast í dag

Sýningar á Hrútum Gríms Hákonarsonar hefjast í dag í dönskum kvikmyndahúsum á vegum Scanbox. Myndin, sem kallast á dönsku Blandt mænd og får (Meðal manna og sauða) fær almennt góða dóma gagnrýnenda.

„Hrútar“ fá góðar viðtökur í bíóum víða um heim

Hrútar Gríms Hákonarsonar hefur verið sýnd víða um heim á undanförnum mánuðum og gengið vel í miðasölunni. Myndin opnaði í Svíþjóð um síðustu helgi og alls sáu hana þá 2,351 gestur.

„Hrútar“ með nær fullt hús stiga hjá bandarískum gagnrýnendum

Á samantektarsíðuni Rotten Tomatoes er að finna umsagnir alls 43 bandarískra gagnrýnenda um Hrúta Gríms Hákonarsonar og er óhætt að segja að myndin sé hlaðin lofi (nú með 98% skor).

„Hrútar“ í norsk bíó, Bretland og Bandaríkin í næstu viku

Hrútar verður frumsýnd í Noregi á morgun og fær góða dóma þarlendra gagnrýnenda. Myndin verður síðan frumsýnd í breskum og bandarískum bíóum í næstu viku.

Guðmundur Ingi Þorvaldsson og „Hrútar“ tilnefnd til National Film Awards í Bretlandi

Guðmundur Ingi Þorvaldsson er tilnefndur til National Film Awards í Bretlandi fyrir leik sinn í myndinni Chasing Robert Barker sem meðal annars var sýnd á síðustu RIFF-hátíð. Michael Fassbender, Tom Courtenay, Colin Firth, Tom Hardy og Daniel Craig fá einnig tilnefningu. Hrútar Gríms Hákonarsonar er tilnefnd sem besta erlenda mynd ársins.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR