Velta bransans 12,1 milljarður króna 2013

Velta í framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis nam alls rúmlega 12.1 milljarði króna á árinu 2013 og er það um 12% samdráttur frá árinu 2012 sem er veltumesta ár í sögu íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Veltan 2013 er þó sú næst mesta.
Posted On 02 Apr 2014

Viðhorf | Ódramatísk athugasemd um aðsókn

Afhverju var þessi dræma aðsókn á íslenskar myndir á síðasta ári? Er ástæða til að hafa áhyggjur af þróuninni? Svarið við fyrri spurningunni er loðið og teygjanlegt en þeirri seinni má svara neitandi.

Greining | Fall í aðsókn á íslenskar myndir milli ára

Samdráttur í aðsókn á íslenskar kvikmyndir nemur um tveimur þriðju milli ára. Leita verður aftur til 2005 til að finna lakari aðsóknartölur.

Fyrsta Hobbitamyndin mest sótt 2013

Samdráttur í kvikmyndahúsaaðókn nemur 4% milli ára. Engin íslensk mynd meðal tuttugu mest sóttu myndanna.

175 milljónir króna frá Media áætlun ESB og Eurimages til íslenskra kvikmyndaverkefna 2013

Evrópskir stofnanir á borð við MEDIA áætlun Evrópusambandsins og Eurimages kvikmyndasjóð Evrópuráðsins hafa aldrei verið gjöfulli til íslenskra kvikmyndaverkefna en á síðasta ári.
Posted On 05 Jan 2014

33 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2013

Alls hlutu íslenskar kvikmyndir 33 verðlaun á alþjóðlegum hátíðum 2013, þar á meðal á stórum hátíðum á borð við Cannes, Karlovy Vary, San Sebastian og Tokyo. Hross í oss og Hvalfjörður leiða fríðan flokk.
Posted On 02 Jan 2014

Atli Sigurjónsson gerir upp íslenska kvikmyndaárið

Líklega seint talið eitt af þeim bestu en engu að síður athyglisvert að mörgu leyti, segir Atli Sigurjónsson kvikmyndagagnrýnandi í yfirliti sínu um íslenska kvikmyndaárið 2013 sem birtist í Kjarnanum.
Posted On 30 Dec 2013

Bíó Paradís lítur yfir árið

Fullkomnar stafrænar sýningargræjur, heimsókn Ulrich Seidl og Paradísar þríleikur hans, heimsókn Agniezska Holland, evrópsk kvikmyndahátíð og kennsla í kvikmyndalæsi fyrir börn og unglinga meðal hápunkta ársins.
Posted On 29 Dec 2013

Greining | Mælingar sýna mikla hylli íslenskra mynda

Heildaraðsókn á íslenskar kvikmyndir 2012 var 131.345 manns og hefur aðsóknin ekki verið meiri s.l. 12 ár. Flestir komu að sjá Svartan á leik og Djúpið eða alls um 110.000 manns. Góðu fréttirnar eru þær að þetta er enn eitt árið þar sem íslenskar kvikmyndir ná gríðarmikilli aðsókn, en sú hefur verið raunin samfleytt síðan 2006 þegar afar rysjóttu tímabili lauk með sýningu Mýrinnar eftir Baltasar Kormák. Þetta má sjá skýrt í grafinu hér til hliðar; á flestum þessara ára er aðsókn yfir 110. 000 manns og sum árin langt yfir því. Lakari fréttirnar eru þær að ekki blæs byrlega fyrir yfirstandandi ári, en aðeins 20.623 hafa séð þær fimm myndir sem sýndar hafa verið það sem af er. Enn eru ósýndar M
12