Íslenska kvikmyndaárið gert upp í Lestrarklefanum

Hrönn Sveinsdóttir (mynd: Lestrarklefinn-Rás 1)

Bryndís Loftsdóttir, Hrönn Sveinsdóttir og Þorgeir Tryggvason gera upp íslenska kvikmyndaárið í Lestrarklefanum á Rás 1 undir stjórn Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur.

„Íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru á allra vörum,“ segir Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradís, í sérlegum áramótaþætti Lestarklefans þar sem kvikmyndaárið var gert upp. „Ég hitti bíóstjóra í Belgíu sem sagði að hún hefði forselt sjö þúsund miða, bara í bíóinu sínu, á Andið eðlilega,“ segir hún.

„Það var ótrúlegt að upplifa það í vetur að Andið eðlilega var í keppni á Sundance. Undir trénu var í keppni haustið áður og var ennþá að svínganga í öllum arthouse-bíóum,“ segir hún. „Ég hitti bíóstjóra í Belgíu sem sagði að hún hefði forselt sjö þúsund miða, bara í bíóinu sínu, á Andið eðlilega.“

Hún nefnir til sögunnar ævintýralega velgengni kvikmyndarinnar Kona fer í stríð. „Hún er frumsýnd á Critics week og það er lengsta standandi lófaklapp sem ég hef upplifað.“ Hún segir jafnframt að íslenskir kvikmyndagerðarmenn séu á allra vörum. „Við eigum allt þetta frábæra fólk, við eigum marga kvikmyndagerðarmenn og -konur sem eru að gera áhugaverðar kvikmyndir sem eru að sigra heiminn og fólk er að tala um. Þetta er alveg ótrúlegt, enn annað íslenskt ævintýri.“

Sjá umræðurnar hér: Enn annað íslenskt ævintýri

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR