HeimEfnisorðDV

DV

Ólöf Birna Torfadóttir: „Ég var oft kölluð drusla þegar ég var yngri“

Ólöf Birna Torfadóttir sendir frá sér fyrstu bíómynd sína, Hvernig á að vera klassa drusla, þann 3. apríl næstkomandi. DV ræddi við hana um verkið og hugmyndirnar á bakvið það.

DV um „Svaninn“: Ekkert léttmeti

Kristinn H. Guðnason skrifar um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í DV og segir hana nokkuð hægfara dramamynd sem reyni á áhorfandann.

DV um „Rökkur“: Hrollur og hómóerótík

Kristinn H. Guðnason skrifar um Rökkur Erlings Óttars Thoroddsen í DV og segir myndina bera augljós merki þess að vera frumraun, en að framtakið sé vel meinandi, metnaðarfullt og að mörgu leyti áhugavert og gott. Hann gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu.

DV um „Undir trénu“: Hláturinn og samviskubitið

"Undir trénu snertir á flestum þeim mannlegu tilfinningum sem til eru. Maður hlær, verður sorgmæddur, verður vandræðalegur, fyllist óhug og meira segja ógleði," segir Kristinn H. Guðnason í DV.

Kolbrún Bergþórsdóttir hjá DV um „Fanga“: Sigur leikkvenna

"Það eru sérstaklega leikkonunurnar sem skína á skjánum. Þær gefa allt í hlutverk sín og skapa einkar minnisstæðar persónur", segir Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV um þáttaröðina Fanga.

DV um „Eiðinn“: Dýrmæt mynd

Kristján Kormákur Guðjónsson skrifar um Eiðinn Baltasars Kormáks í DV og segir hana afskaplega dýrmæta mynd. Hann gefur henni fjóra og hálfa stjörnu.

DV um „Reykjavík“: Íslenska nóttin

Valur Gunnarsson skrifar um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar í DV. Hann segir meðal annars: "Það besta sem hægt er að segja um myndina er að hún hlífir okkur við vondum bröndurum, því engir brandarar eru í henni yfirhöfuð eftir því sem ég kemst næst. Hún er því hvorki rómantísk né gamanmynd." Hann gefur myndinni eina stjörnu.

DV um „Fyrir framan annað fólk“: Erfitt að eiga við ástina

Valur Gunnarsson skrifar um Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar og segir hana taka mið af samtíma sínum og fara ágætlega af stað, en fljótt fari að halla undan fæti. Hann gefur myndinni tvær stjörnur.

DV um „Veðrabrigði“: Hryðjuverkin í París norðursins

Valur Gunnarsson skrifar um heimildamynd Ásdísar Thoroddsen, Veðrabrigði og segir hana eiga hrós skilið fyrir að minnsta kosti reyna að súmma út, og sýna okkur hvernig stórar ákvarðanir fyrir sunnan hafa áhrif á líf raunverulegs fólks. Myndin fær þrjár og hálfa stjörnu.

Fegurðin í myrkrinu, viðtal við Rúnar Rúnarsson

Rúnar Rúnarsson kvikmyndaleikstjóri ræðir Þresti, karlmennsku og fegurðina, auk ferilsins og vinnuaðferðir sínar í viðtali við Kristján Guðjónsson hjá DV.

DV um „Þresti“: Kyrrlátt kvöld við fjörðinn

Valur Gunnarsson fjallar um Þresti Rúnars Rúnarssonar í DV, en almennar sýningar á myndinni hefjast í kvöld. Hann gefur myndinni fjórar stjörnur og segir hana skipa sér fremsta í flokk þeirra bíómynda sem fjalla um hrylling íslenskrar æsku í dag.

DV um „Webcam“: Klámkynslóðin, taka 2

Kvikmynd sem öskrar á núið segir Valur Gunnarsson í DV um Webcam. "Jú, þetta er Ísland og hér gerum við hlutina í öfugri röð. Sagan fjallar því ekki um að glata sakleysi sínu heldur frekar um að endurheimta það."

DV um „Albatross“: Náttúrukommúnistar og klósettbrandarar

Valur Gunnarsson gefur Albatross þrjár stjörnur í umsögn sinni í DV og segir meðal annars: "Allt er búið í haginn fyrir vel heppnaða sumargrínmynd og ná sumir þræðirnir að lifna við en aðrir ekki."

DV um „Hrúta“: Lömbin fagna

Valur Gunnarsson fjallar um Hrúta Gríms Hákonarsonar í DV, gefur fimm stjörnur og leggur útaf hinni sögulegu vídd, allt aftur til Lands og sona: "Siggi Sigurjóns er kominn aftur í sveitina, en í stað þess að skjóta hross er hann hér að skjóta kindur með tárin í augunum. Þar var sagt frá bændum sem neyddust til að flykkjast á mölina í kreppunni, en hér segir frá þeim fáu eftirlegukindum sem enn hanga í sveitinni. Í millitíðinni hefur allt breyst, og ekkert."

DV um „Bakk“: Spólað í sama farinu

Valur Gunnarsson skrifar í DV um kvikmynd Davíðs Óskars Ólafssonar og Gunnars Hanssonar, Bakk - og segir hana mögulega virka fyrir einhverja sem létta og skemmtilega sumarskemmtun.

DV um „Fúsa“: Til varnar hinum skrýtnu

Valur Gunnarsson skrifar umsögn um kvikmynd Dags Kára, Fúsa. Hann segir titilpersónuna sinn mann og bætir við á Fésbók: "Baldvin Z er Bítlarnir. Haddister er Stóns. Rúnar Rúnars er Dylan en Dagur Kári er Elvis og þetta er hans Comeback Special."

DV um „Austur“: Ágætis stílæfing

Valur Gunnarsson fjallar um Austur Jóns Atla Jónassonar í DV og spyr hvort hún sé ofbeldisfyllsta mynd íslenskrar kvikmyndasögu. "Einhvern veginn finnst manni að svo hljóti að vera, þegar frumsýningargestir streyma út í hrönnum. Á hinn bóginn er ég ekki viss um að það sé neitt ofbeldi í myndinni yfirhöfuð."

Ekkert dregið undan í „Salóme“

Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg hlaut á dögunum Menningarverðlaun DV í flokki kvikmynda. DV fjallar um myndina, birtir umsögn dómnefndar og ræðir við Yrsu.

Leitin að hinni hreinu bíómynd

"Leitin að hinni hreinu bíómynd heldur áfram og er Stockfish-hátíðin kærkominn vettvangur til slíkra starfa á þessum eilífðarvetri," segir Valur Gunnarsson hjá DV í yfirlitsgrein um hátíðina.

DV um „Afann“: Ljúfsár tilvistarkómedía með vafasaman boðskap

Gagnrýnanda DV finnst Sigga Sigurjóns takast á frábærlega tilgerðarlausan hátt að gæða þennan önuglynda mann sympatísku lífi en segir vandamálin ekki dregin nógu skýrt fram í handritinu.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR