HeimEfnisorðBíó Paradís

Bíó Paradís

Skjaldborgarbíó inn í 21. öldina

Aðstandendur Skjaldborgar – hátíðar íslenskra heimildamynda, vilja vekja athygli á söfnun sem nú stendur yfir á Karolinafund til kaupa á stafrænu sýningarkerfi fyrir Skjaldborgarbíó á Patreksfirði og munu standa fyrir góðgerðarsamkomu í Bíó Paradís þessu til stuðnings. Herlegheitin fara fram laugardaginn 28. nóvember milli 16-18.

Spurt og svarað með Jesper Morthost framleiðanda „Stille hjerte“ í Bíó Paradís mánudagskvöld, 20 frímiðar á myndina í boði

UPPFÆRT: Því miður er Bille August leikstjóri fastur við störf í Kína og verður því fjarrri góðu gamni í kvöld. Í staðinn mun framleiðandi myndarinnar, Jesper Morthost, svara spurningum eftir sýninguna. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs verða veitt á morgun þriðjudag í Hörpu, en Stille hjerte er tilnefnd til verðlaunanna. Sýningin er semsagt í kvöld, mánudagskvöld, 26. október kl. 20. Frítt er á sýninguna.

Heimildamyndin „Jóhanna – síðasta orrustan“ frumsýnd

Bíó Paradís frumsýnir heimildamynd Björns B. Björnssonar, Jóhanna - síðasta orrustan, fimmtudaginn 15. október næstkomandi. Myndin segir frá síðustu mánuðum Jóhönnu í embætti forsætisráðherra Íslands.

Bíó Paradís tekur upp Bechdel prófið

Dögg Mósesdóttir formaður WIFT tók í dag við Bechdel verðlaununum fyrir hönd WIFT sem Bíó Paradís veitir í tilefni þess að bíóið hefur nú tekið up A-Rating kerfið þar sem allar kvikmyndir í sýningu verða Bechdel prófaðar.

Rússneskir kvikmyndadagar í Bíó Paradís

Dagana 10.-13. september verða Rússneskir kvikmyndadagar í Bíó Paradís í samstarfi við Sendiráð rússneska sambandsríkisins á Íslandi, Menningarmálaráðuneyti Rússlands, Northern Traveling Film Festival og GAMMA. Myndirnar verða sýndar á rússnesku með enskum texta.

Heimildamyndin „Ég vil vera skrítin“ frumsýnd 3. september

Heimildamyndin Ég vil vera skrítin (I Want to be Weird) verður frumsýnd í Bíó Paradís  kl. 20 fimmtudaginn 3. september næstkomandi. Stjórnandi myndarinnar er Brynja Dögg Friðriksdóttir og er þetta hennar fyrsta mynd í fullri lengd.

Bíó Paradís þakkar fyrir sig

Aðstandendur bíósins hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem þau þakka fyrir frábærar móttökur söfnunar sinnar á Karolina Fund þar sem safnað var yfir fjórum og hálfri milljón króna til að bæta aðstöðu fyrir hjólastólafólk í húsinu.

Æsispennandi lokasprettur Bíó Paradísar á Karolina Fund

Nú eru aðeins 8 klukkustundir þar til söfnun Bíó Paradísar á Karolina Fund rennur út. Söfnunin snýst um að útvega fé til að koma upp aðgengi fyrir hjólastóla inní sali bíósins ásamt tilheyrandi aðgerðum. Þrír fjórðu hlutar markmiðs hafa náðs og hefur söfnunin tekið gríðarlegan kipp á síðasta sólarhring.

Sumardagskrá Bíó Paradísar kynnt, söfnun vegna aðgengis fatlaðra á lokasprettinum

Bíó Paradís hefur kynnt sumardagskrá sína. Lögð verður áhersla á að sýna nýjar og nýlegar íslenskar kvikmyndir með enskum texta auk úrvals nýrra athyglisverðra kvikmynda. Einnig verður boðið uppá úrval vinsælustu mynda vetrarins. Þá er söfnun sem bíóið stendur fyrir á Karolina Fund vegna aðgengis fólks í hjólastólum á lokasprettinum en betur má ef duga skal.

Evrópsk kvikmyndahátíð fer aftur hringinn

Evrópustofa og Bíó Paradís efna á ný til Evrópskrar kvikmyndahátíðar í samstarfi við Films on the Fringe og bjóða brot af því besta í evrópskri kvikmyndagerð allan hringinn dagana 15.-26. maí.

Safnað fyrir bættu aðgengi fólks í hjólastólum að Bíó Paradís

Söfnun er hafin á Karolinafund sem hefur það markmið að bæta aðgengi fólks í hjólastólum að Bíó Paradís. Söfnunin felst í sölu aðgöngumiða og korta á sýningar Bíó Paradísar og er hægt að velja um marga möguleika til að styrkja málefnið, allt frá því að kaupa miða fyrir tvo á eina sýningu upp í tíu ára árskort í Bíó Paradís.

„Þeir sem þora“ sýnd í Bíó Paradís

Heimildamynd Ólafs Rögnvaldssonar og Kolfinnu Baldvinsdóttur, Þeir sem þora, var frumsýnd á Íslandi í gær og verður sýnd í Bíó Paradís næstu daga. Myndin lýsir baráttu Eystrasaltsríkjanna, – Eistlands, Lettlands og Litháen, – í skjóli umbótastefnu Mikaels Gorbasjovs, fyrir endurreisn sjálfstæðis þeirra árin 1986 til 1991.

Þriðja barnamyndahátíðin tileinkuð friði

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík fer fram í Bíó Paradís dagana 19.-29. mars. Þetta er í þriðja skiptið sem hátíðin er haldin. Sýndar verða verðlaunamyndir víðs vegar að úr heiminum sem og klassískar íslenskar barnamyndir. Næsta kynslóð kvikmyndagerðarmanna og kvikmyndaunnenda munu hafa tækifæri á að kynnast hvernig kvikmyndir og teiknimyndir verða til, upplifa leiklist fyrir kvikmyndir ásamt því að njóta fjölbreyttra alþjóðlegra barnakvikmynda.

Sex myndir á Þýskum dögum í Bíó Paradís frá 12. mars

Ekkert lát er þessa dagana á hverskyns kvikmyndaviðburðum. Á fimmtudag hefjast hinir árlegu Þýsku kvikmyndadagar í Bíó Paradís í samvinnu við Goethe Institut Danmörku og Þýska sendiráðið á Íslandi. Sýndar verða sex nýjar og spennandi myndir.

„Jöklarinn“ frumsýnd í Bíó Paradís

Heimildakvikmynd Kára G. Schram Jöklarinn, brot úr sögu Þórðar Halldórssonar mesta lygara allra tíma - eða hvað? verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun föstudag, en almennar sýningar hefjast á laugardag. Nýja stiklu myndarinnar má sjá hér.

Gagnrýni | Hvíti guðinn

"Ég man ekki eftir að hafa séð öllu magnaðri byrjun á bíómynd heldur en þegar ég horfði á Hvíta guðinn í bíói í Búdapest," segir Ásgeir H. Ingólfsson í umsögn sinni um myndina, sem sýnd er í Bíó Paradís.

„Leviathan“ sýnd á Rússneskum kvikmyndadögum í Bíó Paradís

Bíó Paradís stendur fyrir Rússneskum kvikmyndadögum dagana 23.-27. október. Sýndar verða fimm myndir, þar á meðal Leviathan, nýjasta mynd Andrey Zvyagintsev, fremsta leikstjóra Rússa nú um stundir. Ókeypis er á opnunarmynd hátíðarinnar á fimmtudag kl. 18; Postman´s White Nights sem mætti helst lýsa sem síðkommúnískri nostalgíu með vodkabragði. Myndin vann Silfurbjörninn, aðalverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Hátíðin er í samstarfi við Sendiráð rússneska sambandsríkisins á Íslandi.

Spennandi haustdagskrá í Bíó Paradís

Á haustdagskrá Bíó Paradísar gætir margra spennandi grasa. Þar á meðal eru margar myndir sem hafa slegið í gegn og unnið til verðlauna á öllum helstu kvikmyndahátíðum heims á undanförnum mánuðum.

Kvikmyndafræðsla í Bíó Paradís inn í námsskrána

Bíó Paradís stendur fyrir kvikmyndafræðslu fyrir börn og unglinga sex vikur í senn á hvorri önn skólaársins en sýningar eru á þriðjudögum og fimmtudögum á skólatíma. Tilgangurinn með sýningunum er að veita börnum og unglingum möguleika á að kynnast kvikmyndum sem hafa alþjóðlega gæðastimpla, eru ýmist klassískar perlur frá öllum skeiðum kvikmyndasögunnar eða eru lykilkvikmyndir sem hafa skapað sér sess innan kvikmyndasögunnar.

Myndin um DSK; „Welcome to New York“ sýnd í Bíó Paradís

Byggð á uppákomunum í kringum Dominique Strauss-Kahn, fyrrum forstjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem handtekinn var í New York fyrir fáeinum árum og ákærður fyrir að áreita hótelþernu. Myndin vakti mikla athygli á nýafstaðinni Cannes-hátíð.

Hvernig þú byggir upp þinn eigin áhorfendahóp

Dreifingarsérfræðingurinn Peter Broderick mun halda „master class“ fyrirlestur um dreifingu kvikmynda í Bíó Paradís þann 12. júní næstkomandi. Fyrirlesturinn hefst klukkan 16:30 í sal 2. Aðgangur er ókeypis.

The Guardian fjallar um ferðalag Evrópsku kvikmyndahátíðarinnar um landið

Jon Henley blaðamaður The Guardian skrifar ítarlega grein um Evrópsku kvikmyndahátíðina sem nú rúntar um landið. Leiðin liggur um Ólafsvík, til Hólmavíkur og loks Súðavíkur. Lýst er upplifunum á hverjum stað og rætt við heimamenn sem og aðstandendur hátíðarinnar.

Hvað gerir sýningarstjóri kvikmyndahúss?

Á vefnum Spyr.is er að finna fróðlegt viðtal við Gunnar Ásgeirsson sýningarstjóra Bíó Paradísar, þar sem hann fer yfir starf sýningarstjórans og þær miklu breytingar sem orðið hafa á starfinu á undanförnum árum með tilkomu stafrænna sýningartækja.

„Walesa. Maður vonar“ opnunarmynd Pólskra kvikmyndadaga

Bíó Paradís og Sendiráð Lýðveldis Póllands á Íslandi standa fyrir Pólskum kvikmyndadögum í fjórða sinn dagana 25.-26. apríl. Myndirnar eru á pólsku með enskum texta og frítt er inn á allar sýningar.

Sex myndir á Indverskri kvikmyndahátíð 8.-13. apríl

Indversk kvikmyndahátíð fer fram í Bíó Paradís dagana 8.-13. apríl. Sýndar verða fimm nýjar og nýlegar kvikmyndir auk hins sígilda "karrývestra" Sholay. Þetta er í annað sinn sem indversk kvikmyndahátíð fer fram í bíóinu en sú fyrri, sem haldin var 2012, sló í gegn.

„Antboy“ hlýtur áhorfendaverðlaun Alþjóðlegrar barnamyndahátíðar

Hátíðin var afar vel sótt og hin mikla þrjúbíósstemning sem myndaðist á nokkrum vinsælustu sýningum hátíðarinnar vakti upp mikla nostalgíu meðal eldri gesta hátíðarinnar.

Gagnrýni | Tore dansar (Tore tanzt)

"Tore er heittrúaður unglingspiltur. Hann er líka munaðarlaus og flogaveikur. Þetta hljómar kannski eins og klassísk nútímauppfærsla einhverrar Biblíusögunnar frá popúlískum kristniboðasamtökum – en það er áður en við ræðum allan hreinræktaða djöfulskapinn sem Tore kynnist í myndinni," segir Ásgeir Ingólfsson um myndina sem sýnd er áfram í Bíó Paradís eftir að hafa vakið athygli á Þýskum kvikmyndadögum.

Viðhorf | Sjö punktar um Paradís og Mekka

"Tilraun þín til að lýsa Bæjarbíói og Bíó Paradís sem óskyldum fyrirbrigðum er líka ótrúverðug fyrir þá sök að dagskrá Bíó Paradísar er einmitt að mörgu leyti eins og safnabíó Kvikmyndasafnsins ætti að vera," segir Ásgrímur Sverrisson meðal annars í svari sínu til Erlendar Sveinssonar forstöðumanns Kvikmyndasafnsins (sjá Bíó Paradís og baráttan um Bæjarbíó).

Viðhorf | Bíó Paradís og baráttan um Bæjarbíó

Verði ekki af samkomulagi milli Hafnarfjarðar og ríkisins um áframhaldandi kvikmyndasýningar þá leggjast þær af í Bæjarbíói eins og fram hefur komið en þær flytjast ekki inn í Bíó Paradís, segir Erlendur Sveinsson forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands í ítarlegri grein þar sem hann fer yfir stöðuna í málefnum Bæjarbíós.

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Bíó Paradís 20.-30. mars

Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík er nú haldin í Bíó Paradís í annað sinn. Sýndar verða áhugaverðar myndir um allt milli himins og jarðar. Leiknar myndir, teiknimyndir, heimildamyndir og stuttmyndir fyrir börn á öllum aldri auk sérviðburða í tengslum við hátíðina.

Gagnrýni | Tvö líf (Zwei leben)

Formúlur þurfa ekki endilega að vera bragðvondar uppskriftir og það eyðileggur ekki endilega bíómyndir að vera fyrirsjáanlegar. En stærsti gallinn við Tvö líf (Zwei leben) er að hún er svo mekanísk – það liggur við að maður sjái strengina þegar handritshöfundurinn lætur aðalpersónurnar tala sig í gegnum næstu stóru uppljóstrun," segir Ásgeir Ingólfsson um opnunarmynd Þýskra kvikmyndadaga.

Gagnrýni | Hunang (Miele)

Ásgeir Ingólfsson segir leikkonuna Valerie Golino reynast lunkin leikstýra með sinni fyrstu mynd sem fjallar um stúlku sem vinnur við að hjálpa fólki við líknardráp. "Karakterinn minnir um margt á Lisbeth Salander – týnda stúlkan sem er algjör harðjaxl – og rækilega brynjuð gegn umheiminum."

Viðhorf | Safnabíó Kvikmyndasafnsins á heima í Bíó Paradís

Fyrirætlanir Hafnarfjarðarbæjar um að fá áhugasaman aðila til að annast rekstur Bæjarbíós eru tilvalið tækifæri til að finna safnabíói Kvikmyndasafnsins stað í alfaraleið, nánar tiltekið við Hverfisgötuna í Reykjavík, segir Ásgrímur Sverrisson.

Þýskir kvikmyndadagar hefjast í kvöld

Þýskir kvikmyndadagar hefjast í kvöld í Bíó Paradís og standa frá 13.-23. mars. Að þessu sinni verða á boðstólnum sex nýjar og nýlegar myndir sem eru þverskurður af því besta sem þýsk kvikmyndalist hefur upp á að bjóða.

Gagnrýni | The Congress

Ásgeir Ingólfsson fjallar um The Congress eftir Ari Folman sem nú er sýnd í Bíó Paradís og segir að hún "[ýki] einfaldlega veröld sem við erum nú þegar stigin inn í – heim alltumlykjandi tölvuvæðingar og sífellt tölvuteiknaðri bíómynda. Heim sem einhvern tímann hefði verið kallaður gerviheimur en verður sífellt raunverulegri."

Þýskir kvikmyndadagar í fjórða sinn

Þýskir kvikmyndadagar verða í Bíó Paradís 13.-23. mars og að þessu sinni verða á boðstólnum sex nýjar og nýlegar myndir sem eru þverskurður af því besta sem þýsk kvikmyndalist hefur upp á að bjóða.

„Kjöt“ er örmynd ársins

Myndin Kjöt eftir Heimi Gest Valdimarsson var valin örmynd ársins 2013 í samkeppni um Örvarpann, verðlaun fyrir örmynd ársins. Úrslitin voru kynnt á hátíð í Bíó Paradís á laugardagskvöld. Einar Baldvin Arason hlaut áhorfendaverðlaun fyrir örmyndina Echos- Who Knew.

„The Congress“ frumsýnd í Bíó Paradís

Allt um einelti, Call Me Kuchu, The Congress, Inside Llewyn Davies, opnunarhátíð Hverfisgötu, Örmyndahátíð og Blue Velvet. Það verður nóg um að vera í Bíó Paradís næstu daga.

Hrönn um Bíó Paradís

Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar er í spjalli við vefsíðu Europa Cinemas samtakanna sem bíóið tilheyrir. Hrönn mun sitja í dómnefnd samtakanna á komandi Berlínarhátíð.

Hin rómantíska þráhyggja Brian De Palma

Svartir sunnudagar heiðra meistara Brian De Palma í Bíó Paradís um næstu helgi en þá verða sýndar þrjár mynda hans frá föstudegi til sunnudags; Dressed to Kill, Scarface og Blow Out. Hér eru nokkrir punktar um manninn.

„Íslendingar dæma mig ekki“

Kvikmyndir.is ræða við Jahmil X. T. Qubeka, leikstjóra kvikmyndarinnar Of Good Report, sem nú er sýnd í Bíó Paradís og hlaut meðal annars samframleiðslustyrk úr Kvikmyndasjóði.

Bíó Paradís opnar VOD-leigu

Bíó Paradís opnar sérstaka VOD rás á Leigunni hjá Vodafone 28. janúar. Boðið verður upp á dagskrá áhugaverðra kvikmynda frá öllum heimshornum sem koma til með að auka framboð kvikmynda á íslenskum leigumarkaði.

Bíó Paradís lítur yfir árið

Fullkomnar stafrænar sýningargræjur, heimsókn Ulrich Seidl og Paradísar þríleikur hans, heimsókn Agniezska Holland, evrópsk kvikmyndahátíð og kennsla í kvikmyndalæsi fyrir börn og unglinga meðal hápunkta ársins.

Viðburðabíó mun bjarga kvikmyndunum

Viðburðabíó verður bjargvættur kvikmyndaiðnaðarins og þar er jafnvel fólgin framtíð kvikmyndahúsa. Hið gamla viðskiptamódel er að líða undir lok og framundan eru miklar breytingar, segja breskir fagaðilar.

Gagnrýni | Paradís: Von

Atli Sigurjónsson fjallar um þriðju myndina í Paradísarþríleik Ulrich Seidl; Paradies: Hoffnung (Paradís: Von). "Myndinni tekst best upp sem einhvers konar lýsingu á gelgjuskeiðinu."
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR