spot_img

Myndin um DSK; „Welcome to New York“ sýnd í Bíó Paradís

Gerard Depardieu og lífið ljúfa í Welcome to New York.
Gerard Depardieu og lífið ljúfa í Welcome to New York.

Föstudaginn 4. júlí hefjast í Bíó Paradís sýningar á kvikmyndinni Welcome to New York í leikstjórn Abel Ferrara. Myndin er byggð á uppákomunum í kringum Dominique Strauss-Kahn, fyrrum forstjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem handtekinn var í New York fyrir fáeinum árum og ákærður fyrir að áreita hótelþernu. Myndin vakti mikla athygli á nýafstaðinni Cannes-hátíð.

Í kynningu Bíó Paradísar segir m.a.:

Gérard Depardieu leikur aðalhlutverkið í Welcome to New York, en nafni Strauss-Kahn hefur verið breytt í hr. Devereaux sem er afar valdamikill maður. Milljarðar dollara fara í gegnum hans hendur á hverjum einasta degi. Hann stýrir efnahagslegum örlögum heilu þjóðanna, en er knúinn áfram af óbeislaðri og villtri kynhvöt. Hr. Devereaux dreymir um að bjarga heiminum, en getur ekki einu sinni bjargað sjálfum sér og er gersamlega skelfingu lostinn. Depardieu hefur ekki farið í grafgötur með andúð sína á fyrrum framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en segir kvikmyndina fyrst og fremst fjalla um völd, einmanaleika og hnignun.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR