„The Congress“ frumsýnd í Bíó Paradís

Úr The Congress eftir Ari Folman.
Úr The Congress eftir Ari Folman.

Það verður nóg um að vera í Bíó Paradís næstu daga.

Heimildamyndir á fimmtudag

Á morgun fimmtudaginn 27. febrúar verður einskonar heimildamyndadagur í Bíó Paradís. Frumsýnd verður fræðslumyndin Allt um einelti eftir Viðar Freyr Guðmundsson kl. 16. Strax kl. 18.00 verður heimildamyndin Call me Kuchu sýnd og mun Angel P‘ojara svara spurningum í lok myndar. Allur ágóði miðasölu rennur til Samtaka hinsegin fólks í Úganda.

The Congress og Inside Llewyn Davies byrja á föstudag

Föstudaginn 28. febrúar verða frumsýndar tvær brakandi ferskar og margverðlaunaðar myndir. Þetta eru The Congress og síðasta útspil þeirra Coen bræðra Inside Llewyn Davis.

Opnunarhátíð Hverfisgötu á laugardag

Laugardaginn 1. mars verður mikið um húllumhæ hér í Bíó Paradís. Dagurinn byrjar kl. 14.00 á skrúðgöngu héðan úr Bíó Paradís undir vel hressandi lúðrablæstri Lúðrasveitar Samma. Tilefnið er opnunarhátíð Hverfisgötunnar og mun Bíó Paradís sýna vel valdar Reykjavíkur myndir að því tilefni. Sýningar hefjast kl. 15.30 en nóg verður við að vera í kringum Paradísina, DJ, Sirkus Íslands dregur lottómiða úr spennandi lukkuhjóli sem allir geta tekið þátt í og þannig mætti lengi telja.

Örmyndahátíð á laugardag

Þann sama dag verður blásið til örmyndaveislu en Örvarpið í samstarfi við RÚV og Bíó Paradís standa að Örmyndahátíð þar sem dómnefnd og áhorfendur munu velja örmynd ársins 2014. Hátíðin hefst kl. 18.00.

Blue Velvet á svörtum sunnudegi

Sunnudagurinn 2. mars verður svartur að vanda. Jafnvel óvenju svartur þar sem á dagskrá Svartra sunnudaga verður David Lynch myndin Blue Velvet kl. 20.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR