Heim RIFF Opið bréf frá Dimitri Eipides vegna RIFF

Opið bréf frá Dimitri Eipides vegna RIFF

-

Dimitri Eipides.
Dimitri Eipides.

Dimitri Eipides, sem var dagskrárstjóri RIFF til 2010, hefur skrifað opið bréf til borgarstjórnar vegna þeirrar ákvörðunar hennar að hætta stuðningi við hátíðina.

Eipides segir í bréfi sínu:

„Ég starfaði sem dagskrárstjóri RIFF frá 2005 til 2010 og frá upphafi voru markmið mín skýr. Ástæða þess að ég ákvað að taka þátt í þessu verkefni var sú að mér fannst Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík vettvangur til að koma á fót viðburði sem gæti leikið lykilhlutverk í að kynna kvikmyndagerð í hæsta gæðaflokki víðsvegar að úr heiminum og auðga þannig kvikmyndamenningu Reykjavíkurborgar. Á þessum árum varð ég mér til mikillar ánægju vitni að því hvernig áhorfendafjöldi jókst og hvernig áhorfendur jafnt sem erlendir fagaðilar notuðu hátíðina á skapandi og gefandi hátt, ekki síst til að gagnast innlendum kvikmyndaiðnaði og framleiðslu.

Það að byggja upp kvikmyndahátíð kallar á mikla fagþekkingu, vinnu og áhuga. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem verður haldin í 11. sinn á þessu ári, hefur orðið að viðurkenndri hátíð alþjóðlega og hefur tekið á móti virtum kvikmyndagerðarmönnum og fagfólki frá öllum heimshornum. Hún hefur hlotið mikið lof alþjóðlegra gesta og fjölmiðla. Án nokkurs vafa eru tækifæri hennar til að þróast áfram og stækka augljós, að því gefnu að ekki séu gerðar tilraunir til að draga úr möguleikum hennar með því að stofna aðra viðburði henni til höfuðs. Það er afar sorglegt að svo merkur áfangi skuli steyta á hindrunum sem ógna framtíð hennar.

Ég vona innilega að borgarstjórn Reykjavíkur muni endurskoða ákvörðun sína og finna lausn sem muni tryggja framtíð hátíðarinnar. Það er trú mín að áframhaldandi stuðningur borgarstjórnar við kvikmyndagerðarlistina og þær stofnanir sem sýnt hafa mikinn árangur á þessu sviði sé skynsamlegasti valkosturinn.“

Þess má og geta að Eipides hefur verið ráðinn dagskrárstjóri heimildamynda vegna næstu RIFF hátíðar.

Sjá einnig hér: Vísir – Opið bréf vegna RIFF.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.