HeimEfnisorðFúsi

Fúsi

Hvernig íslenskar kvikmyndir urðu mér huggun í kjölfar sprengingarinnar í Beirut

Á dögunum birti tímaritið Current Affairs grein eftir Greg Burris, bandarískan prófessor í kvikmynda- og menningarfræðum við American University of Beirut, þar sem hann segir frá því hvernig íslenskar kvikmyndir urðu honum afar óvænt huggun í kjölfar hinnar gríðarlegu sprengingar sem varð við höfnina í Beirut í Líbanon í ágúst í fyrra og olli gríðarlegu mannfalli og miklu tjóni.

71 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2016

Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.

„Fúsi“ fær Amanda verðlaunin sem besta erlenda myndin

Fúsi Dags Kára var valin besta erlenda myndin á norsku Amanda verðlaununum sem veitt voru í Haugasundi í gær. Louder than Bombs eftir Joachim Trier var valin mynd ársins og hlaut alls fern verðlaun.

Dagur Kári við Politiken: Stundum eins og allt á Íslandi sé á sterum

Politiken ræðir við Dag Kára í tilefni af sýningum á Fúsa í dönskum bíóum. Myndin, sem hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra, fær mjög góða dóma í sama blaði.

„Fúsi“ fær þrenn verðlaun í Belgíu

Fúsi Dags Kára hlaut alls þrenn verðlaun á Festival International du Film d’amour í Mons í Belgíu sem lauk á föstudag. Myndin fékk aðalverðlaun hátíðarinnar, Dagur Kári var verðlaunaður fyrir besta handritið og Gunnar Jónsson hlaut verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin hefur nú hlotið alls 15 alþjóðleg verðlaun.

Tilnefningar til Menningarverðlauna DV 2016 kynntar

Tilnefningar til Menningarverðlauna DV voru kynntar í dag. Bíómyndirnar Hrútar og Fúsi, heimildamyndirnar Hvað er svona merkilegt við það? og Öldin hennar og kvikmyndahúsið Bíó Paradís fá tilnefningar í flokki kvikmyndalistar.

102 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2015

2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 15 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).

Greining | Á fjórða hundrað hafa séð „Veðrabrigði“

Veðrabrigði, heimildamynd Ásdísar Thoroddsen, sem frumsýnd var 26. nóvember í Bíó Paradís, hefur fengið ágæta aðsókn. Everest Baltasars verður líklega stærsta bíómynd ársins hér á landi og er komin yfir 200 milljónir dollara í tekjur á heimsvísu. Hrútar Gríms Hákonarsonar verður mest sótta íslenska kvikmyndin á árinu og Stúlkurnar frá Kleppjárnsreykjum er stærsta heimildamynd ársins og einnig hin síðari ár, með yfir þrjú þúsund gesti.

„Fúsi“ verðlaunuð í Kairó

Fúsi Dags Kára heldur áfram að bæta blómum í hnappagatið en Dagur hlaut leikstjórnarverðlaunin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kairó sem lauk í gær. Kairó hátíðin er meðal örfárra hátíða í heiminum sem teljast til svokallaðra A-hátíða. Þetta eru tólftu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

„Fúsi“ og stuttmyndin „Þú og ég“ verðlaunaðar í Frakklandi

Fúsi Dags Kára hlaut tvenn verðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Arras í Frakklandi um síðustu helgi. Þá hlaut stuttmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Þú og ég, verðlaun á hinni virtu Brest stuttmyndahátíð í sama landi.

„Fúsi“ fær þrennu í Lübeck, „Hrútar“ með ein verðlaun

Fúsi eftir Dag Kára hlaut þrenn verðlaun á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck í Þýskalandi sem lýkur á morgun. Hrútar Gríms Hákonarsonar, sem verið var að tilnefna til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, vann ein verðlaun.

Greining | Litlar breytingar á aðsókn

Litlar breytingar eru á aðsóknarlistanum þessa vikuna. Þrestir Rúnars Rúnarssonar er áfram í tíunda sæti eftir þriðju sýningarhelgi og Everest Baltasars áfram í því þriðja.

„Hrútar“ og „Fúsi“ sigursælar á Valladolid hátíðinni

Hrútar Gríms Hákonarsonar hlaut þrenn verðlaun á nýafstaðinni Valladolid hátíðinni á Spáni. Gunnar Jónsson var einnig valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í Fúsa Dags Kára á sömu hátíð.

„Fúsi“ fær kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Fúsi Dags Kára Péturssonar hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2015 sem afhent voru í Hörpu í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem íslensk kvikmynd vinnur þessi verðlaun.

„Þrestir“ opnar í tíunda sæti, „Everest“ aftur á toppinn

Þrestir Rúnars Rúnarssonar eru í tíunda sæti á opnunarhelginni meðan Everest Baltasars snýr aftur í efsta sætið. Heimildamyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum gengur ágætlega.

Greining | Tæplega 55.000 séð „Everest“ á Íslandi, alþjóðlegar tekjur 159 milljón dollarar

Everest Baltasars Kormáks datt í annað sætið á íslenska aðsóknarlistanum eftir þrjár vikur á toppnum, en dönsku sprelligosarnir í Klovn Forever tóku toppsætið. Hrútar og Fúsi eru komnar aftur í sýningar í Bíó Paradís eftir RIFF.

Greining | Risastór Íslandsopnun á „Everest“

Everest Baltasars Kormáks hitti svo sannarlega í mark hjá íslenskum bíógestum yfir frumsýningarhelgina með aðsókn uppá 14.254 manns með forsýningum. Þetta er með stærri opnunarhelgum síðan mælingar hófust.

„Fúsi“ og „Hrútar“ í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

European Film Academy, EFA, hefur opinberað lista sinn yfir þær kvikmyndir sem koma til greina sem besta mynd ársins á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Alls eru 52 myndir í pottinum, þar á meðal Fúsi Dags Kára og Hrútar Gríms Hákonarsonar.

Dagur Kári var ekki viss um að „Fúsi“ næði í gegn

Morgunblaðið ræðir við Dag Kára í kjölfar vals Fúsa sem fulltrúa Íslands í Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs og þátttöku myndarinnar á BFI London Film Festival.

„Fúsi“ á BFI London Film Festival

Fúsi Dags Kára hefur verið valin til þátttöku á BFI London Film Festival sem haldin er árlega af Bresku kvikmyndastofnuninni (BFI). Hátíðin fer fram dagana 7.-18. október og verður myndin til sýnis í flokki ástarmynda.

„Fúsi“ fulltrúi Íslands á Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs

Fúsi Dags Kára er til­nefnd til Kvik­mynda­verðlauna Norður­landaráðs í ár fyrir hönd Íslands. Verðlaunin verða veitt 27. októ­ber í Hörpu og hlýt­ur sig­ur­veg­ari að laun­um 350.000 dansk­ar krón­ur, eða um 7,5 millj­ón­ir ís­lenskra króna.

IndieWire telur valið um Óskarsframlagið standa milli „Hrúta“ og „Fúsa“

IndieWire fjallar um þær myndir sem miðillinn telur koma til greina sem framlag viðkomandi landa til Óskarsverðlaunanna (besta erlenda myndin), alls vel á fjórða tug. IndieWire telur að valið á Íslandi komi til með að standa á milli Hrúta og Fúsa. Kosning um framlag Íslands til Óskarsins fer fram dagana 2.-7. september. Kosningarétt hafa meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar.

„Fúsi“ selst vel víða um heim

Fúsi Dags Kára hefur selst vel um heimsbyggðina að undanförnu og er enn á hátíðarúntinum, nú síðast í Haugasundi og Sarajevo. Variety segir hana í hópi mest seldu norrænu myndanna á síðastliðnum tólf mánuðum.

„Sjóndeildarhringur“ Friðriks Þórs til Toronto

Ný heimildamynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Sjóndeildarhringur, verður heimsfrumsýnd á Toronto hátíðinni og Þrestir Rúnars Rúnarssonar á San Sebastian eins og Klapptré hefur þegar sagt frá. Fúsi, Vonarstræti og finnsk/íslenska myndin The Grump taka einnig þátt í hátíðum haustsins. Fastlega má búast við að tilkynnt verði um aðrar myndir og hátíðir innan skamms.

Gunnar Jónsson verðlaunaður fyrir „Fúsa“ í Króatíu

Gunnar Jónsson fékk sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir leik sinn í kvikmyndinni Fúsi á 18. kvikmyndahátíðinni í Motovun í Króatíu sem haldin var dagana 25.-29. júlí.

Greining | Líf í „Webcam“ og „Hrútum“

Webcam Sigurðar Antons Friðþjófssonar er í tíunda sæti eftir aðra sýningarhelgi en myndin fékk 841 gest í vikunni. Hrútar Gríms Hákonarsonar er áfram á góðu skriði eftir níundu sýningarhelgi.

Greining | „Webcam“ opnar í níunda sæti, aðsókn eykst milli helga á „Hrúta“

Webcam Sigurðar Antons Friðþjófssonar er í níunda sæti eftir frumsýningarhelgina en Hrútar Gríms Hákonarsonar tekur góðan kipp uppávið eftir áttundu sýningarhelgi. Sýningum á Bakk er lokið en Albatross er enn í Háskólabíói.

Greining | „Hrútar“ komin yfir sextán þúsund gesti

Aðsókn á Hrúta Gríms Hákonarsonar er áfram á fínu róli eftir sjöundu sýningarhelgi. Myndin er í sjöunda sæti aðsóknarlistans en 454 sáu myndina um helgina og alls 1.005 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 16.327 manns.

Greining | Yfir fimmtán þúsund á „Hrúta“

Aðsókn á Hrúta Gríms Hákonarsonar er áfram á með ágætum að lokinni sjöttu sýningarhelgi. Myndin er í sjötta sæti aðsóknarlistans en 409 sáu myndina um helgina og alls 1.211 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 15.277 manns.

Greining | „Albatross“ svífur af stað, áfram góður stígandi hjá „Hrútum“

Albatross í sjöunda sæti eftir frumsýningarhelgina og góðan forsýningasprett með alls 2.825 gesti. Áfram góður stígandi hjá Hrútum sem komin er fast að þrettán þúsund manns eftir fjórðu sýningarhelgi. 

„Hrútar“, „Fúsi“ og „Hjónabandssæla“ taka þátt í Karlovy Vary

Hrútar Gríms Hákonarsonar, Fúsi Dags Kára og stuttmyndin Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson taka þátt í alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi sem fram fer í 50. skipti dagana 3. til 11. júlí. Hátíðin er ein sú elsta í heiminum og ein fárra svokallaðra „A“ hátíða.

Greining | „Bakk“ komin á sjötta þúsundið

Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, er áfram í þriðja sæti aðsóknarlista FRÍSK, en 1.575 manns sáu hana í vikunni sem leið.

Greining | Fínn gangur á „Bakk“

Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, heldur ágætlega milli sýningarhelga, en rúmlega ellefu hundruð manns sáu hana um helgina.

Greining | „Bakk“ í öðru sæti eftir opnunarhelgina

Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, fékk 1.338 gesti á frumsýningarhelginni en alls 2.088 með forsýningum. Þetta er á pari við frumsýningarhelgi Fúsa Dags Kára í mars, en sú mynd er nú í fimmta sætinu á aðsóknarlista FRÍSK eftir nýliðna sýningarhelgi og er heildaraðsókn að nálgast tíu þúsundin eftir sjö sýningarhelgar.

Greining | Aðsókn á „Fúsa“ eykst um þriðjung milli helga

Fúsi Dags Kára hækkar sig úr sjötta sætinu í annað eftir nýliðna sýningarhelgi, en rétt fyrir helgina vann myndin til þrennra verðlauna á hinni virtu Tribeca hátíð í New York, þar á meðal sem besta mynd.

Variety um „Fúsa“: Ekki feilnóta slegin

Ronnie Scheib gagnrýnandi Variety skrifar umsögn um Fúsa Dags Kára frá Tribeca hátíðinni og segir hana líklega til að láta ljós sitt skína á markaði listrænna kvikmynda.

DV um „Fúsa“: Til varnar hinum skrýtnu

Valur Gunnarsson skrifar umsögn um kvikmynd Dags Kára, Fúsa. Hann segir titilpersónuna sinn mann og bætir við á Fésbók: "Baldvin Z er Bítlarnir. Haddister er Stóns. Rúnar Rúnars er Dylan en Dagur Kári er Elvis og þetta er hans Comeback Special."

Allt að 12 íslenskar bíómyndir í ár?

Útlit er fyrir metár í frumsýningum íslenskra bíómynda, en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum gætu allt að 12 íslenskar kvikmyndir ratað á bíótjöld í ár.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR