„Fúsi“ fær þrenn verðlaun í Belgíu

Dagur Kári tekur við verðlaununum í Mons.
Dagur Kári tekur við verðlaununum í Mons.

Fúsi Dags Kára hlaut alls þrenn verðlaun á Festival International du Film d’amour í Mons í Belgíu sem lauk á föstudag. Myndin fékk aðalverðlaun hátíðarinnar, Dagur Kári var verðlaunaður fyrir besta handritið og Gunnar Jónsson hlaut verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin hefur nú hlotið alls 15 alþjóðleg verðlaun.

Fúsi eða (L’histoire du géant timide eins og hún kallast á frönsku, sem gæti útlagst sem Sagan af feimna risanum) opnaði í frönskum kvikmyndahúsum nú um helgina og fer í framhaldinu einnig í bíódreifingu í franska hluta Belgíu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR