HeimEfnisorðGunnar Jónsson (Gussi)

Gunnar Jónsson (Gussi)

Hvernig íslenskar kvikmyndir urðu mér huggun í kjölfar sprengingarinnar í Beirut

Á dögunum birti tímaritið Current Affairs grein eftir Greg Burris, bandarískan prófessor í kvikmynda- og menningarfræðum við American University of Beirut, þar sem hann segir frá því hvernig íslenskar kvikmyndir urðu honum afar óvænt huggun í kjölfar hinnar gríðarlegu sprengingar sem varð við höfnina í Beirut í Líbanon í ágúst í fyrra og olli gríðarlegu mannfalli og miklu tjóni.

„Fúsi“ fær þrenn verðlaun í Belgíu

Fúsi Dags Kára hlaut alls þrenn verðlaun á Festival International du Film d’amour í Mons í Belgíu sem lauk á föstudag. Myndin fékk aðalverðlaun hátíðarinnar, Dagur Kári var verðlaunaður fyrir besta handritið og Gunnar Jónsson hlaut verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. Myndin hefur nú hlotið alls 15 alþjóðleg verðlaun.

Gunnar Jónsson verðlaunaður fyrir „Fúsa“ í Króatíu

Gunnar Jónsson fékk sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir leik sinn í kvikmyndinni Fúsi á 18. kvikmyndahátíðinni í Motovun í Króatíu sem haldin var dagana 25.-29. júlí.

Dagur Kári og Gussi ræða „Fúsa“

Dagur Kári leikstjóri og handritshöfundur Fúsa og Gunnar Jónsson (eða Gussi eins og hann er gjarnan kallaður) aðalleikari myndarinnar, ræddu við útvarpsmann hjá Radio Eins í Berlín á dögunum um kvikmyndina.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR