Greining | Íslensku myndirnar að klárast

Hrútar Sigurður Sigurjónsson víttHrútar, Webcam  og Fúsi eru allar á hægri siglingu þessa dagana og má gera ráð fyrir að þær eigi aðeins fáeinar vikur eftir í kvikmyndahúsum.

Hrúta sáu 272 gestir um nýliðna helgi, þá tólftu, sem er reyndar ögn meira en helgina á undan. Alls komu 334 í vikunni en heildarfjöldi gesta nemur nú 19.488 manns.

Webcam fékk 36 gesti um helgina en alls 131 gest yfir vikuna. Alls hefur myndin fengið 2.702 gesti.

Fúsi er nú í Bíó Paradís. Myndin fékk 118 gesti um helgina en um vikuaðsókn er ekki vitað. Heildarfjöldi gesta er komin í 12.216 manns.

Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 10.-16. ágúst 2015:

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
12Hrútar334 19.488
5Webcam131 2.702
21Fúsi11812.216
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR