Greining | “Hrútar” nálgast tuttugu þúsund gesti

Hrútar Sigurður Sigurjónsson víttHrútar er komin upp undir tuttugu þúsund gesta markið, Webcam siglir lygnan sjó og Fúsi kemur aftur í sýningar í Bíó Paradís.

Hrútar taka góðan kipp milli sýningarhelga en 239 gestir sá hana um nýliðna helgi, þá elleftu, miðað við 136 helgina á undan. Alls komu 538 í vikunni en heildarfjöldi gesta nemur nú 19.121 manns.

Webcam fékk 84 gesti um helgina en alls 147 gesti yfir vikuna. Alls hefur myndin fengið 2.619 gesti.

Fúsi er komin í sýningar á ný og nú í Bíó Paradís. Myndin fékk 53 gesti um helgina og 109 í vikunni. Heildarfjöldi gesta er komin í 12.098 manns.

Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 3.-9. ágúst 2015:

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
11Hrútar538 19.121
4Webcam1472.619
20Fúsi109 12.098
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR