„Fúsi“ fulltrúi Íslands á Kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs

fúsiFúsi Dags Kára er til­nefnd til Kvik­mynda­verðlauna Norður­landaráðs í ár fyrir hönd Íslands. Verðlaunin verða veitt 27. októ­ber í Hörpu og hlýt­ur sig­ur­veg­ari að laun­um 350.000 dansk­ar krón­ur, eða um 7,5 millj­ón­ir ís­lenskra króna.

Mynd­irn­ar sem eru til­nefnd­ar eru:

Stille hjerte (Dan­mörk)
Leik­stjóri Bille Aug­ust, hand­rits­höf­und­ur Christian Torpe og fram­leiðandi Jesper Mort­horst.

He ovat paenn­eet (Þau hafa flúið) (Finn­land)
Leik­stjóri JP Val­keapää, hand­rits­höf­und­ur Pilvi Peltola og fram­leiðandi Al­eksi Bar­dy.

Fúsi (Ísland)
Leik­stjóri/​hand­rits­höf­und­ur Dag­ur Kári Pét­urs­son og fram­leiðend­ur Baltas­ar Kor­mák­ur og Agnes Johan­sen

Mot natur­en (Nor­eg­ur)
Leik­stjóri/​hand­rits­höf­und­ur Ole Giæ­ver og fram­leiðandi Maria Eker­hovd

Gent­lemen (Svíþjóð)
Leik­stjóri Mika­el Marcimain, hand­rits­höf­und­ur Klas Östergren og fram­leiðandi Fredrik Heinig

Í ís­lensku dóm­nefnd­inni sátu Krist­ín Jó­hann­es­dótt­ir, Björn Ægir Norðfjörð og Auður Ava Ólafs­dótt­ir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR