Heim Dreifing Dagur Kári við Politiken: Stundum eins og allt á Íslandi sé á...

Dagur Kári við Politiken: Stundum eins og allt á Íslandi sé á sterum

-

Dagur Kári leikstjóri og handritshöfundur Fúsa.
Dagur Kári leikstjóri og handritshöfundur Fúsa.

Politiken ræðir við Dag Kára í tilefni af sýningum á Fúsa í dönskum bíóum. Myndin, sem hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra, fær mjög góða dóma í sama blaði.

Í viðtalinu segir Dagur Kári meðal annars að Íslendingar lifi í augnablikinu og það geri þeim kleift að koma jafn miklu í verk og raun ber vitni. Í Danmörku sé venjan að horfa lengra út á sjóndeildarhringinn til að reyna að sjá fyrir hugsanleg vandamál en ef maður hugsaði þannig á Íslandi færi maður aldrei út fyrir hússins dyr þar sem það sé í raun ekkert vit í að gera nokkurn skapaðan hlut á Íslandi.

„Í landi þar sem ekkert ætti að vera hægt, hefur maður á tilfinningunni að allt sé mögulegt,“ bætir Dagur Kári við.

Þá fær myndin fimm hjörtu af sex mögulegum hjá Kim Skotte, gagnrýnanda blaðsins, sjá hér.

Viðtalið í heild má sjá hér: Islandsk filminstruktør: »På godt og ondt er det, som om alt i Island er på steroider«

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.