Greining | „Hrútar“ upp um sæti

Sigurður Sigurjónsson í Hrútum Gríms Hákonarsonar.
Sigurður Sigurjónsson í Hrútum Gríms Hákonarsonar.

Hrútar færast upp um eitt sæti milli sýningarhelga í annars dræmri aðsóknarviku þar sem gott veður spilar líklega inní.

Myndin er því í fjórða sæti eftir nýliðna helgi sem var sú fimmta í röðinni. 470 sáu myndina um helgina en alls 1.388 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 14.127 manns.

Albatross Snævars Sölvasonar er í níunda sæti eftir þessa sýningarhelgi og fellur um tvö sæti. Myndin fékk 142 gesti um helgina en alls 959 í vikunni. Heildaraðsókn er því komin í 3.601.

Fúsi Dags Kára er komin í 11.579 manns í heildaraðsókn og situr nú í 12. sæti eftir 14 sýningarhelgar. 62 sáu hana um helgina en alls 91 í vikunni.

Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, er áfram í þrettánda sæti eftir áttundu sýningarhelgi, en 118 sáu hana í vikunni sem leið. Helgaraðsóknin nam 52 manns en heildaraðsókn er komin í 7.401 manns.

Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 22.-28. júní 2015:

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
5Hrútar1.38814.127
2Albatross9593.601
8Bakk118 7.401
14Fúsi9111.579
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR