Greining | „Fúsi“ heldur öðru sætinu, komin yfir níu þúsund gesti

Ilmur Kristjánsdóttir og Gunnar Jónsson í Fúsa eftir Dag Kára.
Ilmur Kristjánsdóttir og Gunnar Jónsson í Fúsa eftir Dag Kára.

Fúsi Dags Kára heldur öðru sætinu á aðsóknarlista FRÍSK eftir nýliðna sýningarhelgi en heildaraðsókn er komin yfir níuþúsund manns.

601 sáu myndina um helgina, en alls 1.187  í vikunni. Heildaraðsókn stendur nú í 9.054 manns eftir sex sýningarhelgar.

Austur Jóns Atla Jónassonar fékk fáa gesti um helgina og er í 20. sæti aðsóknarlistans. Heildaraðsókn nemur nú 1.319 gestum eftir þriðju sýningarhelgi.

Blóðberg kemst ekki á lista en bæði hún og Austur er nú komnar í sýningar í Bíó Paradís.

Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 27. apríl til 3. maí 2015:

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
6Fúsi1.1879.054
3Austur651.319
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR