Greining | Aðsókn á „Fúsa“ eykst um þriðjung milli helga

Ilmur Kristjánsdóttir og Gunnar Jónsson í Fúsa eftir Dag Kára.
Ilmur Kristjánsdóttir og Gunnar Jónsson í Fúsa eftir Dag Kára.

Fúsi Dags Kára hækkar sig úr sjötta sætinu í annað eftir nýliðna sýningarhelgi, en rétt fyrir helgina vann myndin til þrennra verðlauna á hinni virtu Tribeca hátíð í New York, þar á meðal sem besta mynd.

Myndin hefur nú fengið tæplega átta þúsund gesti eftir fimmtu sýningarhelgi. 731 sáu myndina um helgina sem er tæplega þriðjungs aukning milli helga, en alls 804 í vikunni. Heildaraðsókn stendur nú í 7.997 manns.

Þetta er langbesta aðsókn á kvikmynd eftir Dag Kára síðan Nói albínói 2003, en hún fékk alls 18.766 gesti meðan Voksne mennesker fékk aðeins 2.448 gesti 2005 og The Good Heart 5.055 gesti árið 2010.

Austur Jóns Atla Jónassonar fékk 41 gest um helgina og er í 16. sæti aðsóknarlistans. Alls sáu 447 myndina í vikunni. Heildaraðsókn nemur 1.288 gestum.

Blóðberg Björns Hlyns Haraldssonar er í 17. sæti eftir 3. sýningarhelgi, en þá komu 37 á myndina og 147 í vikunni. Alls hafa 476 séð hana í bíó.

Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 20.-26. apríl 2015:

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
5Fúsi804 7.997
2Austur447 1.288
3Blóðberg147 476
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR