HeimAðsóknartölurGreining | "Hrútar" í um ellefu þúsund gesti eftir þriðju sýningarhelgi

Greining | „Hrútar“ í um ellefu þúsund gesti eftir þriðju sýningarhelgi

-

1218291_Rams

Hrútar er áfram á góðri siglingu í miðasölunni og nálgast nú ellefu þúsund gesti eftir þriðju sýningarhelgi. 

842 sáu myndina um helgina en alls 3.602 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 10.914 manns. Myndin er áfram í þriðja sæti aðsóknarlistans.

Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, fellur um eitt sæti í það níunda eftir sjöttu sýningarhelgi, en 424 sáu hana í vikunni sem leið. Helgaraðsóknin nam 50 manns en heildaraðsókn er komin í 7.123 manns.

Fúsi Dags Kára er komin í 11.406 manns í heildaraðsókn. Hún situr áfram í 11. sæti eftir 12 sýningarhelgar. 44 sáu hana um helgina en alls 215 í vikunni.

Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 8.-14. júní 2015:

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
3Hrútar3.60210.914
6Bakk424 7.123
12Fúsi215 11.406
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR