Heim Dreifing "París norðursins" ágætlega tekið í Danmörku

„París norðursins“ ágætlega tekið í Danmörku

-

Björn Thors í París norðursins.
Björn Thors í París norðursins.

París norðursins, kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar sem frumsýnd var í fyrra, er nú til sýnis í 11 kvikmyndahúsum í Danmörku. Hér eru brot úr umsögnum nokkurra danskra fjölmiðla um myndina.

Bo Hansen hjá hinu kunna kvikmyndatímariti Ekko segir meðal annars í umsögn um myndina:

„Leikstjóranum Hafsteini Gunnari Sigurðssyni, tekst að komast nálægt aðalpersónu sinni. Við erum með Huga og göngum í gegnum hans reynslu. En stundum sýnir myndavélin okkur persónurnar að ofan, úr íronískri fjarlægð.

Og þannig sé ég myndina: eina stundina erum við inní þjáðum huga aðalpersónunnar en aðra stöndum við á fjallinu Þorfinni og lítum niður á þetta geggjaða fólk sem hleypur um og þræðir sig inn og út úr lífi hvers annars.“

Louise Kidde Sauntved hjá Berlingske Tidende segir:

„París norðursins er hljóðlát kómedía með þurrum húmor og meira hugleiðing en fjör.’

Henrik Queitsch hjá Ekstra bladet segir:

„Myndin sýnir vel samspilið milli hinna einangruðu húsa og stórbrotins landslagsins og hin hæga frásögn af aðalpersónunum er nokkuð hrífandi.“

Per Juul Carlsen hjá Filmland, kvikmyndaþætti DR, segir:

„Það hefði verið gott að hrista svolítið upp í Huga (aðalpersónunni). Meira frumkvæði frá persónum hefði getað sett meiri kraft í frásögnina sem fljótlega hættir að varpa fram nýjum hugmyndum.“

Søren Vinterberg hjá Politiken segir:

„Fjallið sem gnæfir yfir öllu heitir Þorfinnur og það talar jafn skýrt til manns og hinar fámæltu aðalpersónur í þessu afar hægláta drama.“

 

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.