„Fúsi“ og „Hrútar“ í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

fúsi-hrútarEuropean Film Academy, EFA, hefur opinberað lista sinn yfir þær kvikmyndir sem koma til greina sem besta mynd ársins á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. Alls eru 52 myndir í pottinum, þar á meðal Fúsi Dags Kára og Hrútar Gríms Hákonarsonar.

Á komandi vikum munu yfir 3000 EFA meðlimir víðsvegar um Evrópu kjósa um hvaða myndir og aðstandendur þeirra af meðmælalistanum munu hljóta tilnefningu til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Meðlimirnir munu kjósa um bestu evrópsku kvikmyndina, leikstjórann, leikara, leikkonu og handritshöfund.

Þá mun 7 manna dómnefnd ákvarða hverjir hljóta verðlaun í flokki besta kvikmyndatökumanns, klippara, leikmyndahönnuðar, búningahönnuðar, tónlistarmanns og hljóðhönnuðar.

Tilnefningarnar verða kunngjörðar þann 7. nóvember á evrópsku kvikmyndahátíðinni í Sevilla á Spáni. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin munu síðan fara fram í 28. skipti þann 12. desember og fer verðlaunaafhendingin að þessu sinni fram í Berlín í Þýskalandi.

Lista yfir myndirnar 52 má skoða hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR