Greining | Fín opnunarhelgi hjá “Hrútum”

1218291_Rams

Almennar sýningar á Hrútum Gríms Hákonarsonar hófust s.l. fimmtudag. Myndin er í fyrsta sæti aðsóknarlistans eftir helgina.

2.619 manns sáu myndina um helgina og alls 4.340 með forsýningum. Þetta er opnun á pari við Okkar eigin Osló (2011) sem fékk alls rúmlega 23 þúsund gesti og um helmingi stærri opnun en á nýlegum myndum eins og t.d. Fúsa og Bakk sem virðast ætla að enda sitt hvoru megin við tíu þúsund gesta markið (sjá tölur neðar).

Af öðrum nýlegum myndum má nefna til samanburðar París norðursins sem opnaði með tæpum þrjú þúsund gestum en endaði í rúmlega ellefu þúsund manns og Afann sem opnaði í rúmlega þrjú þúsund gestum og endaði í rúmlega fimmtán þúsund manns.

Þó að ályktanir um heildarfjölda áhorfenda út frá opnunarhelginni séu langt í frá nákvæm vísindi er freistandi að ætla að Hrútar fari yfir tuttugu þúsund gesta múrinn áður en yfir lýkur og nái jafnvel upp í 25 þúsundin þar sem myndin mun fá pláss í bíóunum fram eftir sumri og gott orðspor hennar mun skila eldri áhorfendahópnum þangað inn smám saman.

Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, sígur niður í sjöunda sæti aðsóknarlista FRÍSK eftir fjórðu sýningarhelgi, en 1.220 manns sáu hana í vikunni sem leið. Helgaraðsóknin nam 276 manns en heildaraðsókn er komin í 6.395 manns.

Fúsi Dags Kára er komin í 11.050 manns í heildaraðsókn. Hún er nú í 12. sæti eftir 10 sýningarhelgar. 123 sáu hana um helgina en 391 í vikunni.

Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 25.-31. maí 2015:

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
Hrútar2.6194.340
4Bakk1.2206.395
10Fúsi39111.050
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR