Everest Baltasars Kormáks hefur verið tilnefnd til tvennra verðlauna Visual Effects Society (VES) fyrir sjónrænar brellur. Verðlaun þessi hafa verið veitt frá 2002. RVX myndbrellufyrirtækið í Reykjavík hafði yfirumsjón með verkinu.
2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 15 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).
Tvær myndir íslenskra leikstjóra er að finna á listum ritstjóra og blaðamanna fagritsins Screen International yfir myndir ársins; Hrútar eftir Grím Hákonarson og Everest eftir Baltasar Kormák.
Veðrabrigði, heimildamynd Ásdísar Thoroddsen, sem frumsýnd var 26. nóvember í Bíó Paradís, hefur fengið ágæta aðsókn. Everest Baltasars verður líklega stærsta bíómynd ársins hér á landi og er komin yfir 200 milljónir dollara í tekjur á heimsvísu. Hrútar Gríms Hákonarsonar verður mest sótta íslenska kvikmyndin á árinu og Stúlkurnar frá Kleppjárnsreykjum er stærsta heimildamynd ársins og einnig hin síðari ár, með yfir þrjú þúsund gesti.
Everest Baltasars Kormáks er tilnefnd til Satellite verðlaunanna sem International Press Academy hefur veitt frá 1996. Tilnefningin er í flokki sjónrænna brellna (Visual Efects).
Litlar breytingar eru á aðsóknarlistanum þessa vikuna. Þrestir Rúnars Rúnarssonar er áfram í tíunda sæti eftir þriðju sýningarhelgi og Everest Baltasars áfram í því þriðja.
Sérstök spurt og svarað sýning verður haldin á kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, fimmtudaginn 5. nóvember í Sambíóunum í Egilshöll. Sýningin er haldin í samstarfi við 66°Norður, Félag íslenskra fjallalækna (FÍFL), Sambíóin og RVK Studios.
Þrestir Rúnars Rúnarssonar eru í tíunda sæti á opnunarhelginni meðan Everest Baltasars snýr aftur í efsta sætið. Heimildamyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum gengur ágætlega.
Everest Baltasars Kormáks datt í annað sætið á íslenska aðsóknarlistanum eftir þrjár vikur á toppnum, en dönsku sprelligosarnir í Klovn Forever tóku toppsætið. Hrútar og Fúsi eru komnar aftur í sýningar í Bíó Paradís eftir RIFF.
American Cinematographer birtir eitt af sínum kunnu viðtölum við tökumenn á vef sínum. Að þessu sinni er rætt við Salvatore Totino tökumann Everest um verkefnið og einnig spjallað við Baltasar Kormák leikstjóra myndarinnar.
Everest Baltasars Kormáks er þriðju helgina í röð á toppnum á íslenska aðsóknarlistanum. Myndin er jafnframt orðin sú tekjuhæsta af myndum Baltasars á heimsvísu.
Variety birtir hugleiðingar um mögulegar Óskarstilnefningar og telur Hrúta Gríms Hákonarsonar meðal þeirra mynda sem hvað helst koma til greina sem besta myndin á erlendu tungumáli. Miðillinn telur Everest Baltasars Kormáks einnig eiga möguleika á tilnefningu í ýmsa flokka, þar á meðal bestu mynd og besta leikstjóra.
Everest varð í fimmta sæti í Bandaríkjunum eftir opnunarhelgina sem þykir góður árangur, enda myndin aðeins á 545 IMAX/PLF (Premium Large Format) tjöldum, en opnar svo á margfalt fleiri tjöldum um næstu helgi.
Everest Baltasars Kormáks er efst á aðsóknarlistum í tólf löndum eftir frumsýningarhelgina með alls 28.2 milljónir dollara í tekjur, eða um 3.6 milljarða króna, sem telst afar gott. Myndin kemur dreifingaraðilanum Universal yfir fjögurra billjón dollara heildartekjumarkið alþjóðlega, fyrst allra kvikmyndaveranna.
Everest Baltasars Kormáks hitti svo sannarlega í mark hjá íslenskum bíógestum yfir frumsýningarhelgina með aðsókn uppá 14.254 manns með forsýningum. Þetta er með stærri opnunarhelgum síðan mælingar hófust.
Everest fær yfir heildina jákvæðar umsagnir vestanhafs og í Bretlandi með 73% heildarskor af 100% á Rotten Tomatoes sem stendur. Alls hafa 148 gagnrýnendur tjáð sig og af þeim eru 108 jákvæðir. Myndin virðist einnig gera sig vel í miðasölunni vestra og spilar yfir væntingum. Alþjóðleg miðasala gengur einnig vel en myndin var frumsýnd í 36 löndum s.l. föstudag. Á Íslandi er talið að þetta verði stærsta opnunarhelgi ársins en það liggur fyrir á morgun.
Baltasar Kormákur er í viðtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur hjá RÚV vegna frumsýningar Everest. Þar ræðir hann um gerð myndarinnar og vinnubrögð sín. Hann segir meðal annars að hann hafi gert miklar kröfur til leikara myndarinnar og ýtt þeim út á ystu brún til að þeir upplifðu erfiðar aðstæður á eigin skinni.
Sýningar hefjast í dag á Everest Baltasars Kormáks víða um heim, þar á meðal á Íslandi. Myndin er einnig frumsýnd í 34 öðrum löndum, þar á meðal Bretlandi, Þýskalandi, Spáni, Mexikó og Argentínu auk Bandaríkjanna þar sem hún opnar í 540 IMAX bíóum en fer svo á þúsundir tjalda viku síðar.
Baltasar Kormákur segir að mynd hans Everest hafi fengið góðar viðtökur á frumsýningu á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í kvöld. Henni hafi verið fagnað með lófataki í lokin. Baltasar segir þetta það langstærsta sem hann hafi upplifað. RÚV greinir frá.
Fjölmargir miðlar hafa birt umsagnir um Everest Baltasars Kormáks sem er opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar nú í kvöld. Myndin er sem stendur með 75% skor á Rotten Tomatoes, sem þýðir að jákvæðar umsagnir eru í miklum meirihluta.
Todd McCarthy, hinn gamalreyndi gagnrýnandi The Hollywood Reporter, segir margar góðar ástæður til að sjá Everest Baltasars Kormáks. Myndin sé kraftmikil og vel gerð, myndrænar brellur séu afar vel leystar og fái mann til að finnast sem maður sé kominn á fjallið, auk þess sem hinu fjölmenna persónugalleríi séu gerð sannfærandi skil þannig að maður láti sig örlög þeirra varða. Hann telur að Universal geti bætt þessari mynd á lista sinn yfir metsölumyndir, en fyrirtækið hefur átt óvenju gott ár hvað varðar árangur í miðasölunni.
Útivistarvefurinn Outside birtir ítarlega umfjöllun um undirbúning og gerð Everest. Meðal annars er rætt við Baltasar Kormák, leikarana Jason Clarke, Jake Gyllenhaal og Josh Brolin, Tim Bevan framleiðanda og fjallgöngumennina Guy Cotter og David Breashears sem voru ráðgefandi við gerð myndarinnar.
Ný stikla fyrir Everest Baltasars Kormáks hefur verið gefin út. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í byrjun september en almennar sýningar hefjast skömmu síðar.
Baltasar Kormákur segist í viðtali við Fréttablaðið vilja setja kynjakvóta á úthlutanir úr kvikmyndasjóði og að ríkið taki föstum höndum að auka hlut kvenna í kvikmyndagerð. „Ég er að segja, ókei strákar, förum í þetta mál. Styðjum við þetta. Hættum að berjast á móti. Við erum að stækka pottinn. Það er ekki verið að taka neitt frá neinum. Þetta er öllum til góða.”
The Guardian birtir hugleiðingar um þær kvikmyndir sem þykja líklegar til að taka þátt í komandi Óskarsverðlaunum. Alls eru um 40 myndir nefndar til sögu og er farið yfir helstu möguleika hverrar myndar, þar á meðal hinnar væntanlegu myndar Baltasars Kormáks.
Helstu erlendu kvikmyndamiðlarnir hafa fjallað um valið á Everest Baltasars sem opnunarmynd Feneyjahátíðarinnar og benda á að þetta þyki mikið hnoss fyrir myndina og auki möguleika hennar við væntanlegar Óskarstilnefningar.
Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks verður opnunarmynd Feyneyjahátíðarinnar sem fram fer 2.-12. september næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur leikstjóri á opnunarmynd einnar virtustu kvikmyndahátíðar heims.
Framleiðslufyrirtækið Working Title hefur sent frá sér kynningarstiklu um gerð Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks. Rætt er við Baltasar og helstu leikara myndarinnar og sýnt frá tökum.
Stikla Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks var opinberuð s.l. föstudag og hefur verið til umfjöllunar víða í alþjóðlegu kvikmyndapressunni. Ljóst er að áhugi á myndinni er mikill, bæði hjá fjölmiðlum en ekki síður hjá væntanlegum áhorfendum sem eru ósparir á komment. Hér eru nokkrar umsagnir.
Playlist bloggið hjá IndieWire fjallar um hina væntanlegu mynd Baltasars, Everest. Dálkahöfundurinn Edward Davis segir ekki ólíklegt að hún eigi eftir að vekja meiri athygli en fyrri Hollywood-myndir þessa hæfileikaríka leikstjóra sem hafi verið hvunndagslegar.
Útlit er fyrir metár í frumsýningum íslenskra bíómynda, en samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum gætu allt að 12 íslenskar kvikmyndir ratað á bíótjöld í ár.
Guðni Halldórsson um Godzilla stikluna, mest spennandi myndir ársins, Everest tökur í Róm, hver vinnur Óskarinn og Mark Cousins um framtíð kvikmyndagagnrýni í Heimskringlu dagsins.
Tim Bevan, framleiðandi hjá Working Title, segir í viðtali við kvikmyndatímaritið Empire að Baltasar Kormákur hafi hentað kvikmyndinni Everest fullkomlega. Myndin hafði verið á teikniborðinu í þrettán ár þegar framleiðendurnir ræddu við Baltasar og þá loks komst hreyfing á hlutina.
Baltasar Kormákur og Leifur B. Dagfinnsson leggja áherslu á enn eigi eftir að fullnýta þá möguleika sem felast í framleiðslu erlendra kvikmynda hér á landi.