Jóhannes Geir Gíslason, fyrrum bóndi í Skáleyjum á Breiðafirði, skrifar í Bændablaðið um þau vinnubrögð við heyskap sem sýnd eru í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur.
Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur var valin besta myndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Montreal. Myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku, klippingu og tónlist.
Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur er nú í sýningum í Danmörku. Rikke Bjørnholt Fink hjá Ekko gefur myndinni fimm stjörnur af sex í lofsamlegum dómi.
Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri, handritshöfundur og dósent við Kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands hvetur konur til að sækja um við deildina, en umsóknarfrestur rennur út 12. apríl.
Einföld frásögn um framhjáhald, afbrýði og beiska eftirsjá, en krydduð ljóðrænni angurværð og ástríðum, skrifar Meredith Taylor meðal annars fyrir Filmuforia um Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur sem nú er sýnd á Tallinn Black Nights.
„Þessi aðferð, að sýna frekar en segja, einkennir myndina alla; sögunni vindur fram í vandlega völdum augnablikum sem mynda saman merkingarbæra heild,“ segir Guðrún Elsa Bragadóttir gagnrýnandi Lestarinnar um Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur.
Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur verður frumsýnd 2. september. Hér má skoða ljósmyndir frá tökum myndarinnar sem ljósamaðurinn Bram van Woudenberg tók.
Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndaleikstjóri og Elísabet Ronaldsdóttir klippari spjalla saman um lífið og listina, kvikmyndagerð, að vera kona í bransanum og þeirra samstarf í Tengivagninum á Rás 1.
Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson eru meðal þeirra mörgu væntanlegu mynda sem Screen telur að vekja muni áhuga kvikmyndahátíða á árinu.
Birgitta Björnsdóttir og Skúli Fr. Malmquist, framleiðendur kvikmyndarinnar Svar við bréfi Helgu eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, munu taka þátt í Ontario Creates International Financing Forum (IFF), sem fer fram dagana 8.- 9. september samhliða alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto.
Ása Helga Hjörleifsdóttir mun kynna Svar við bréfi Helgu, nýtt verkefni sitt sem nú er í vinnslu, á samframleiðslumessunni sem fram fer á Les Arcs kvikmyndahátíðinni dagana 15.-22. desember næstkomandi.
Svanurinn, kvikmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, vann til dreifingarverðlauna á kvikmyndahátíðinni í Napólí. Verðlaunin tryggja myndinni dreifingu um alla Ítalíu. Þetta eru fimmtu alþjóðlegu verðlaunin sem myndin hlýtur.
Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri og handritshöfundur mun halda námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands í haust þar sem hún kennir hvernig aðlaga má skáldsögur að kvikmyndaforminu.
Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu dómnefndar á Skip City kvikmyndahátíðinni í Japan. Þetta eru fjórðu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur hlaut um helgina sérstök dómnefndarverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara í Kaliforníu.
"Djörf tilraun sem gengur upp og skilar sér í eftirminnilegri mynd sem engin hugsandi manneskja má missa af," segir Þórarinn Þórarinsson í Fréttablaðinu um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur.
Snæbjörn Brynjarsson og Bryndís Loftsdóttur fjölluðu um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í Menningunni á RÚV. Þau segja myndina vel heppnaða og glæsilegt byrjendaverk.
Gunnar Theódór Eggertsson fjallar um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur í Lestinni á Rás 1 og segir myndina djúpa og úthugsaða með mörg lög af efnivið.
"Brotakennd frásögnin og draumkennd myndatakan kallar fram hugrenningatengsl við myndir Terrence Malick, án þess þó að Svanurinn fari jafngríðarlega frjálslega með frásögn og þær myndir," segir Brynja Hjálmsdóttir í Morgunblaðinu um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttir. Hún gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu.
Valur Gunnarsson skrifar um Svaninn eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttir í Reykjavik Grapevine og segir að áherslan á sakleysið sé það sem geri myndina að hugrökku verki.
Ása Helga Hjörleifsdóttir ræddi við Reykjavik Grapevine síðasta haust um mynd sína Svaninn, sem og íslensku kvikmyndasenuna. Hér eru brot úr viðtalinu sem snúa að því síðarnefnda.
Svanurinn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur var valin besta kvikmyndin á Kvikmyndahátíðinni í Kaíró sem fór fram á dögunum. Þetta eru önnur alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Ása Helga Hjörleifsdóttir var valin besti leikstjórinn fyrir Svaninn á Kolkata International Film Festival í Indlandi sem lauk um síðustu helgi. Þetta eru fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar sem verður frumsýnd hér á landi þann 5. janúar næstkomandi.
Svanurinn, í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, hefur verið seld til dreifingar í Norður-Ameríku, Kína og Litháen. Þýska sölufyrirtækið m-Appeal sér um að selja myndina.
Vassilis Economou skrifar frá Toronto í Cineuropa um Svaninn Ásu Helgu Hjörleifsdóttir og segir Ásu hafa skapað brothætta frásögn um þroskaferil og sjálfskönnun, auk þess sem hann hrósar sérstaklega leik Grímu Valsdóttur.
ScreenDaily birtir viðtal við Ásu Helgu Hjörleifsdóttur leikstjóra og handritshöfund Svansins. Þar fer Ása yfir tilurðarsögu myndarinnar, hugmyndirnar á bakvið hana og hversvegna hún vildi gera myndina síðan hún var níu ára.
Svanurinn, fyrsta bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum. Vefurinn Real Honest Reviews birtir fyrstu umsögn um myndina og fer lofsamlegum orðum um hana.
Svanurinn, fyrsta bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, er opnunarmynd Discovery hluta Toronto hátíðarinnar, en myndin verður frumsýnd á Íslandi í janúarbyrjun. Stikla myndarinnar hefur verið gerð opinber og má sjá hér.
Svanurinn, fyrsta bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, verður opnunarmynd Discovery hluta Toronto hátíðarinnar. Vetrarbræður, bíómyndarfrumraunHlyns Pálmasonar, mun sömuleiðis taka þátt í Discovery hluta hátíðarinnar.
Von er á að minnsta kosti fjórum bíómyndum á næsta ári í leikstjórn og eftir handriti kvenna. Einnig hafa tvær kvikmyndir sem stýrt verður af konum fengið vilyrði um framleiðslustyrk og von er á að minnsta kosti tveimur þáttaröðum þar sem konur eru við stjórn. Þetta er nokkur breyting frá því sem verið hefur.
Klapptré rakst á þessa skemmtilegu ljósmynd af hinum alþjóðlega framleiðendahóp Svansins ásamt leikstjóranum og birtist hún með góðfúslegu leyfi. Tökur á myndinni standa nú yfir.
Tökur í kvikmyndinni Svaninum í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur hafa staðið frá júlíbyrjun. Tökur hafa gengið vel að sögn aðstandenda en þær munu standa fram í ágúst. Einnig verður myndað í Grindavík.
Tökur á Svaninum, fyrstu bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, hefjast nú í júlí. Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Gríma Valsdóttir fara með aðalhlutverkin og meðal annarra leikara eru Ingvar E. Sigurðsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Upptökur fara fram í Svarfaðardal á Norðurlandi.
Tökur á Svaninum, fyrstu bíómynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, hefjast í júlí. Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir hjá Vintage Pictures framleiða. Ása Helga lýsir myndinni meðal annars sem sögu um níu ára stúlku í tilvistarkreppu.
Fúsi Dags Kára hlaut tvenn verðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Arras í Frakklandi um síðustu helgi. Þá hlaut stuttmynd Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Þú og ég, verðlaun á hinni virtu Brest stuttmyndahátíð í sama landi.
Þú og ég er ný stuttmynd eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur með Laufeyju Elíasdóttur, Grímu Valsdóttur og Snorra Engilbertssyni í aðalhlutverkum. Myndin var frumsýnd á Nordisk Panorama og á RIFF en óskar eftir stuðningi á Karolina Fund til að komast á fleiri hátíðir og í almenna dreifingu. Herslumun vantar til að ná takmarkinu en fimm dagar eru til stefnu.
Ása Helga Hjörleifsdóttir leitar nú að ungri leikkonu til að fara með eitt af aðalhlutverkum stuttmyndarinnar Vetur, nótt sem tekin verður upp í janúar. Prufur verða haldnar 16., 17., og 18. desember í húsnæði Kvikmyndaskóla Íslands á Grensásvegi 1. Áhugasömum er bent á að hafa samband við casting.vetur@gmail.com
Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndagerðarkona hélt hátíðargusuna svokölluðu á opnunarkvöldi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag. Ræðuna flutti hún á ensku en þar fór hún yfir hlutskipti kvenna í kvikmyndaiðnaðinum.
VIÐTAL | Haukur Már Helgason hitti Ásu Helgu Hjörleifsdóttur leikstjóra og handritshöfund á Berlínarhátíðinni og ræddi við hana um verðlaunastuttmynd hennar Ástarsögu, námið að baki, hlutverk fræða í listrænum þroska, reynsluna af markaðnum, verkefnið framundan og fleira.
Ása Helga Hjörleifsdóttir hlaut um helgina þróunarstuðning fyrir verkefni sitt Svanurinn, sem tekur þátt í svokölluðum Talent Project Market á yfirstandandi Berlínarhátíð. Stuðningurinn nemur 1000 evrum.