Hannes Þór Halldórsson er markmaður með myndavél

Sports Illustrated fjallar um Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörð og leikstjóra.
Posted On 19 Nov 2013

Peter Wintonick er látinn

Kanadíski heimildamyndasmiðurinn sem einnig var meðal annars dagskrárstjóri heimildamynda RIFF lést í Kanada í gær, sextugur að aldri.
Posted On 19 Nov 2013

Kitla fyrir “Harry og Heimi: Morð eru til alls fyrst”

Bragi Þór Hinriksson leikstýrir Sigurði Sigurjónssyni, Karli Ágústi Úlffsyni, Erni Árnasyni og fleirum í kvikmyndinni Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst, sem frumsýnd verður um næstu páska. Hér er kitla myndarinnar.
Posted On 18 Nov 2013

13 hættulegar en alltumlykjandi ranghugmyndir um stafrænu byltinguna

Paul Resnikoff hjá tónlistarvefritinu Digital Music News fjallar um tónlistariðnaðinn og þær ranghugmyndir um tekjumöguleika sem hann segir vaða uppi. Auðvelt er að yfirfæra meginatriði hugleiðinga hans yfir á kvikmyndabransann.
Posted On 18 Nov 2013

Handritsgúrúinn Syd Field er látinn

Hinn víðkunni handritsgúrú Syd Field lést á heimili sínu í Los Angeles í gær, 77 ára að aldri. Field var höfundur átta bóka um kvikmyndahandritaskrif. Sú fyrsta og kunnasta, Screenplay: The Foundations of Screenwriting, var fyrst gefin út 1979 og hefur verið þýdd á 23 tungumál.
Posted On 18 Nov 2013

SkjárKrakkar: “Netflix fyrir krakka”

Skjárinn hefur hleypt af stað nýrri sjónvarpsþjónustu, SkjárKrakkar, sem byggir á svipuðum forsendum og Netflix þjónustan. Eins og nafnið segir til um er efnisframboð miðað við barna hæfi og allt efni er talsett á íslensku.
Posted On 18 Nov 2013

Ulrich Seidl: “Einmana fólk hefur mikla ástarþrá”

DV ræðir við Ulrich Seidl leikstjóra Paradísarþríleiksins, en Seidl er væntanlegur hingað til lands á föstudag til að vera viðstaddur frumsýningu síðustu myndarinnar í þríleiknum, Paradís: Von í Bíó Paradís.
Posted On 18 Nov 2013

SMÁÍS og fleiri stefna fjarskiptafyrirtækjum, þar á meðal eigin meðlim

SMÁÍS, STEF, SÍK og Félag hljómplötuframleiðenda, hafa stefnt fimm fjarskiptafyrirtækjum vegna lögbannskröfu á skráarskiptasíðurnar The Pirate Bay og Deildu.net. 365 miðlar, einn meðlima SMÁÍS, meðal stefndra.
Posted On 18 Nov 2013

“Ástarsaga” og “Raffael’s Way” verðlaunaðar á Northern Wave Festival

Stuttmyndirnar Ástarsaga eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur og Raffael's Way eftir Alessandro Falco verðlaunaðar ásamt tónlistarmyndbandinu Echoes með hljómsveitinni Who Knew í leikstjórn Einars Baldvins Arasonar.
Posted On 18 Nov 2013

32 innlendar þáttaraðir á vetrardagskrá RÚV

RÚV býður uppá 32 þáttaraðir á vetrardagskránni auk margra stakra þátta, bíómynda, heimildamynda og stuttmynda.
Posted On 17 Nov 2013

Stuttmyndin “Víkingar” verðlaunuð í Amiens

Íslensk/frönk stuttmynd gerð af Magali Magistry hlaut sérstaka viðurkenningu.
Posted On 16 Nov 2013

Tvenn verðlaun fyrir “Hross í oss” í Amiens Frakklandi

Myndin hlaut sérstök verðlaun borgarinnar auk þess sem Charlotte Böving var valin besta leikkonan.
Posted On 16 Nov 2013

Streams: evrópsk kvikmyndahátíð á netinu hefst í dag á Icelandic Cinema Online

Í dag hefst Streams, evrópsk kvikmyndahátíð á netinu. Hátíðin er samtímis í 9 löndum og haldin hér á landi í fyrsta skipti. Hægt að horfa á myndir hátíðarinnar á Icelandic Cinema Online frá 15. nóvember til 15. desember.
Posted On 15 Nov 2013

Northern Wave Festival hefst í dag í Grundarfirði

The Northern Wave International Film Festival hefst í dag og stendur til sunnudagskvölds í Grundarfirði á norðanverðu Snæfellsnesi. Sýndar verða rúmlega 90 stuttmyndir og heimildamyndir frá um 40 löndum auk slatta tónlistarmyndbanda.
Posted On 15 Nov 2013

Var íslenskur þingmaður í innsta hring Wikileaks?

The Fifth Estate, sem frumsýnd er hér í næstu viku, hefur skíra skírskotun til íslenskra stjórnmála, enda persóna Birgittu Jónsdóttur þingmanns þriðja stærsta hlutverk myndarinnar.
Posted On 15 Nov 2013

Stikla fyrir “Noah”

Ísland fyrir allan peninginn í væntanlegri mynd Darren Aronovsky.
Posted On 14 Nov 2013

Ágúst Jakobsson filmar “Sword of Vengeance”

Ágúst Jakobsson tökumaður (Málmhaus) hefur verið ráðinn til að stjórna tökum á kvikmyndinni Sword of Vengeance í leikstjórn Jim Wheedon. Tökur eru að hefjast í Serbíu.
Posted On 14 Nov 2013

Ólöglegt niðurhal minnkar vestanhafs en eykst í Evrópu

Umferð um amerískar torrent-síður hefur dalað að undanförnu, samkvæmt nýrri rannsókn sem gefur til kynna að sjóræningjamenningin á netinu sé að víkja fyrir vaxandi vinsældum streymisíðna eins og Netflix og YouTube. Á sama tíma fer ólöglegt niðurhal hinsvegar vaxandi í Evrópu.
Posted On 14 Nov 2013

“The Broken Circle Breakdown”, “The French Connection” og “Málmhaus” með enskum texta í Bíó Paradís

Einnig: Ísland-Króatía í beinni, frítt inn - og barnasýningar kl. 16 um helgina.
Posted On 14 Nov 2013

Tökum á fjórðu þáttaröð “Latabæjar” lokið

Ísland í dag heimsækir höfuðstöðvar Latabæjar í Garðabænum þar sem á annað hundrað manns vinna að þessum vinsælu þáttum sem eru sýndir um allan heim.
Posted On 14 Nov 2013

Bechdel-prófið áhugavert en myndi seint stjórna dagskránni

Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastýra Bíó Paradísar er í viðtali við Vísi um Bechdel-prófið svonefnda sem snýst um að kvikmynd þurfi að hafa að minnsta kosti tvær kvenpersónur sem eigi samræður um eitthvað annað en karlviðfangsefni.
Posted On 14 Nov 2013

Tökur á “Everest” hefjast 13. janúar, hluti tekinn á Íslandi

Myndin verður tekin á Ítalíu, í Nepal og á Íslandi.
Posted On 13 Nov 2013

Reykjavik Shorts & Docs Festival valin ein sú svalasta í heimi

Íslenska kvikmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs Festival er fimmta „svalasta“ stuttmyndahátíð í heimi, samkvæmt Moviemaker.com.
Posted On 13 Nov 2013

“Ein stór fjölskylda” og “Óskabörn þjóðarinnar” loksins komnar út á DVD

Myndir Jóhanns Sigmarssonar hafa lengi verið ófáanlegar en nú hefur verið úr því bætt. Glaðningur í jólapakkann handa költmyndaunnendum.
Posted On 13 Nov 2013