„Hrafnhildur“ hlaut verðlaun í Lübeck

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir stjórnandi myndarinnar og viðfangsefni hennar, Hrafnhildur
Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir stjórnandi myndarinnar og viðfangsefni hennar, Hrafnhildur Guðmundsdóttir.

Heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, Hrafnhildur – heimildarmynd um kynleiðréttingu, hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í heimildamyndaflokki á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck um nýliðna helgi.

Hrafnhildur var valin heimildamynd ársins á Edduverðlaununum í ár. Myndin hefur í ár verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Kanada og Svíþjóð.

Í myndinni er fylgst með titilpersónunni, Hrafnhildi, leiðrétta kyn sitt. Rætt er við aðstandendur hennar og lækna og rýnt í kynleiðréttingarferlið, fordóma samfélagsins, væntingar Hrafnhildar til lífsins og breytta stöðu hennar í þjóðfélaginu eftir aðgerð.

RÚV segir frá: Hrafnhildur verðlaunuð | RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR