„Ein stór fjölskylda“ og „Óskabörn þjóðarinnar“ loksins komnar út á DVD

óskabörn þjóðarinnar og ein stór fjölskyldaMyndir Jóhanns Sigmarssonar, Ein stór fjölskylda og Óskabörn þjóðarinnar, eru komnar út á DVD en þær hafa lengi verið ófáanlegar. Núna hefur Bergvík loksins gefið þessar költ myndir út á DVD. Báðar útgáfurnar eru með enskum texta og heimildarmynd um gerð myndanna má einnig finna á diskunum.

Óskabörn þjóðarinnar kom út árið 2000 og í aðalhlutverkum eru Óttarr Proppé, Grímur Hjartason, Ragnheiður Axel og Davíð Þór Jónsson. Kvikmyndin segir frá karamelluþjófum og eiturlyfjafíklum sem lifa og hrærast í eigin draumum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta er fólk sem á sér ekki viðreisnar von vegna sjúklegs ástands.

Ein stór fjölskylda kom út árið 1995 og er fyrsta myndin sem Jóhannes leikstýrir. Þar áður skrifaði hann handritið að Veggfóðri sem Júlíus Kemp leikstýrði.

Sjá nánar hér: Myndir Jóhanns loksins komnar á DVD – Kvikmyndir.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR