Heim Fréttir "Ein stór fjölskylda" og "Óskabörn þjóðarinnar" loksins komnar út á DVD

„Ein stór fjölskylda“ og „Óskabörn þjóðarinnar“ loksins komnar út á DVD

-

óskabörn þjóðarinnar og ein stór fjölskyldaMyndir Jóhanns Sigmarssonar, Ein stór fjölskylda og Óskabörn þjóðarinnar, eru komnar út á DVD en þær hafa lengi verið ófáanlegar. Núna hefur Bergvík loksins gefið þessar költ myndir út á DVD. Báðar útgáfurnar eru með enskum texta og heimildarmynd um gerð myndanna má einnig finna á diskunum.

Óskabörn þjóðarinnar kom út árið 2000 og í aðalhlutverkum eru Óttarr Proppé, Grímur Hjartason, Ragnheiður Axel og Davíð Þór Jónsson. Kvikmyndin segir frá karamelluþjófum og eiturlyfjafíklum sem lifa og hrærast í eigin draumum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta er fólk sem á sér ekki viðreisnar von vegna sjúklegs ástands.

Ein stór fjölskylda kom út árið 1995 og er fyrsta myndin sem Jóhannes leikstýrir. Þar áður skrifaði hann handritið að Veggfóðri sem Júlíus Kemp leikstýrði.

Sjá nánar hér: Myndir Jóhanns loksins komnar á DVD – Kvikmyndir.is.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.