Guðmundar Bjartmarssonar minnst

Minningarsýning um Guðmund Bjartmarsson kvikmyndatökumann, sem lést fyrir skömmu, fer fram í Bíó Paradís fimmtudaginn 11. maí kl. 20. Sýnd verður kvikmynd Jóhanns Sigmarssonar, Óskabörn þjóðarinnar, en Guðmundur var tökumaður hennar. Á eftir sýningu verður Guðmundar minnst. Jóhann, Björn B. Björnsson og Hjálmtýr Heiðdal ásamt Þorsteini Helgasyni hafa einnig skrifað minningarorð um Guðmund og má lesa þau hér.
Posted On 09 May 2017

“Ein stór fjölskylda” og “Óskabörn þjóðarinnar” loksins komnar út á DVD

Myndir Jóhanns Sigmarssonar hafa lengi verið ófáanlegar en nú hefur verið úr því bætt. Glaðningur í jólapakkann handa költmyndaunnendum.
Posted On 13 Nov 2013