Rússneska myndin „Dom“ í Bæjarbíói

Úr Dom hinni rússnesku.
Úr Dom hinni rússnesku.

Kvikmyndasafnið sýnir í Bæjarbíói rússneska þrillerinn Dom eða Heimilið eftir Oleg Pogodin frá 2012 og vekur sérstaka athygli á frumlegum, hressilegum myndstíl, sem byggir á óvæntum sjónarhornum. Myndin er sýnd þriðjudag kl. 20 og laugardag kl. 16.

Þegar Shamanov fjölskyldan kemur til fundar í stóru húsi úti á steppunni gerist það að elsti bróðirinn, Victor, birtist óvænt eftir 25 ára fjarveru. Með komu hans vakna til lífsins gömul átakamál innan fjölskyldunnar. En engan grunar að Victor sé að flýja myrka fortíð og að drápsmenn séu á höttum eftir honum.

Hér má lesa umsögn Film School Rejects um myndina.

Sjá nánar hér: Kvikmyndasafn Íslands | DOM – Heimilið.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR